Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 18
Á vef átaksins Plastlaus september eru ýmsar tillögur um hvern- ig má lágmarka plastnotkun með því að skipta yfir í umhverf- isvænni valkosti. Þar má sem dæmi nefna hefðbundnar leiðir eins og að notast við margnota innkaupapoka í stað plastpoka og að afþakka plastlok og plasthnífapör þegar snætt er að heiman. Einnig eru lagðar til óhefðbundnari leiðir til að forðast plastið en það er ljóst að það leynist víða. Á vefnum er fólki til að mynda bent á að skipta út plasttannburstum fyrir tannbursta úr bambus og að matreiða sitt eigið jógúrt í stað þess að kaupa það í dósum. Plastlaus lífsstíll HVERNIG Á AÐ SLEPPA PLASTI? 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ítalskir kjós-endur brugð-ust Brussel. Og þeir brugðust líka Þýskalandi. Þeir áttu að kjósa óbreytt ástand. Þeir áttu að kjósa flokka sem styddu evruna og „Evrópu“ eins og það er orðað, en þýðir í raun Evrópusambandið og sífellt aukinn samruna. Í staðinn kusu Ítalir flokka sem höfðu efasemdir um evr- una og Evrópusambandið í óbreyttri mynd og vildu ekki óbreytt ástand. Þetta gat varla gengið. Svo gerðust flokkarnir, sem náðu saman um að mynda rík- isstjórn, svo ósvífnir að ætla að velja fjármálaráðherra sem fylgdi þeirra stefnu en ekki stefnu Brussel. Þá gat þetta ekki gengið lengur og forseti Ítalíu, sem valinn er með bak- tjaldamakki á ítalska þinginu en ekki í almennum kosn- ingum, hafnaði ráðherranum. Þar með hafði hann forðað Ítalíu frá Ítölum og tryggt að þeir sem unnu kosningarnar settust ekki líka við stjórnvöl- inn í landinu. Og hann ákvað að skipa sjálfur nýja stjórn og láta svo kjósa aftur, sem von var fyrst kosningarnar í mars misheppnuðust svo illa að mati elítunnar í Brussel. Rökin fyrir því að taka fram fyrir hendurnar á lýð- ræðislega kjörnum fulltrúum eru meðal annars þau að ávöxtunarkrafa skuldabréfa hafi hækkað og bankar lækk- að. Evran væri þannig í hættu því að veikar stoðir hennar þyldu ekki titring frá Ítalíu. Ambrose Evans-Pritchard, sem stýrir alþjóðlegri við- skiptaumfjöllun hjá Daily Tele- graph, bendir á að þessi viðbrögð þurfi ekki að koma á óvart: „Brussel og Seðlabanki Evrópu felldu ríkisstjórn Ber- lusconis árið 2011. Uppljóstr- arar hafa síðan sagt frá því að þeir hafi haft áhrif á ávöxt- unarkröfu skuldabréfa til að byggja upp hámarksþrýsting. ESB hafi meira að segja reynt að fá Washington með sér í lið en Bandaríkin hafi neitað að hjálpa. „Við getum ekki verið með blóðugar hendur,“ sagði fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, Tim Geithner.“ En þó að atburðarásin nú sé ef til vill ekki alveg for- dæmalaus á Ítalíu getur hún haft afar alvarlegar afleið- ingar. Ekki er ofmælt að kjós- endur og forystumenn flokk- anna sem forsetinn hafnaði hafi reiðst við þessi inngrip í lýðræðislegt ferli. Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar gengur svo langt að segjast vilja að forsetinn verði settur af og ákærður. Hann vill að þingið grípi inn í og leysi mál- ið áður en allt fari úr böndum. Ekki liggur fyrir hver nið- urstaðan verður, en ekki er ólíklegt að forsetanum, fyrir hönd Brussel og Þýskalands, takist að koma á starfsstjórn sem starfi í nokkra mánuði þar til kosið verði á ný. Þá vonast hann til að kjósendur verði orðnir nægilega hrædd- ir við efnahag landsins til að kjósa eins og fyrir þá er lagt. Fyrstu kannanir benda þó ekki til að það muni takast. Þvert á móti. Menn ættu að um- gangast lýðræðið af meiri virðingu og af minni fautaskap} Lýðræðið á Ítalíu Umræður hóf-ust í gær og stóðu lengi um stjórnarfrumvarp, sem á rætur að rekja til reglna Evrópusambands- ins, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þetta regluverk, sem þekkt er undir skammstöfuninni GDPR (e. General Data Protection Regulation), fjallar eins og nafnið gefur til kynna um vernd persónuupplýsinga. Regluverkið þótti nauðsynlegt vegna þess hve auðvelt er orð- ið að safna upplýsingum um fólk með rafrænum hætti og hve berskjaldað það er oft fyr- ir slíkri upplýsingasöfnun og misnotkun hennar. Miklu skiptir að vernda réttindi ein- staklinga til einkalífs og í því ljósi er jákvætt að þessi mál séu rædd og reglur settar til að vernda einstaklingana. En það er að mörgu að hyggja þegar slíkar reglur eru settar. Eitt af því er að gera glæpamönnum ekki auðveld- ara fyrir að nota netið sem skálkaskjól. Í leiðara WSJ í gær er varað við því að of langt sé gengið í þá átt í GDPR-reglunum og að glæpa- menn muni geta nýtt sér þær til að leynast og vinna illvirki. Það getur ekki verið ætlunin með slíkri löggjöf og mikil- vægt að þessi hlið málsins verði skoðuð til hlítar. Að mörgu er að hyggja þegar reglur um persónuvernd eru annars vegar} Verndum ekki glæpamenn U m liðna helgi náði Sjálfstæðis- flokkurinn góðum árangri víðs vegar um land og er sem áður langstærsti flokkurinn á lands- vísu. Meðaltalsfylgi flokksins í þeim 34 sveitarfélögum, sem hann bauð fram í, er tæp 40% og hann er forystuflokkur í öll- um stærri sveitarfélögum. Í níu sveitarfé- lögum náði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta og er stærsti flokkurinn í 23 sveit- arfélögum. Yfir þessum glæsilega árangri má gleðjast. Á höfuðborgarsvæðinu er Sjálfstæðisflokkur- inn með yfir 30% fylgi í öllum sveitarfélögun- um. Í Reykjavík hefur flokkurinn endurheimt stöðu sína sem stærsti flokkurinn á sama tíma og meirihluti vinstrimanna féll. Ákall borgar- búa um breytingar er skýrt, í takt við þau sveitarfélög þar sem sjálfstæðismenn hafa verið í forystu, þar sem grunnþjónustu er sinnt og fjármál í góðu jafnvægi. Ekki síst vill ungt fólk geta búið sér heimili í höfuð- borginni og fá sambærilega þjónustu á leikskólum og veitt eru í nágrannasveitarfélögunum. Það mun þó skýrast í meirihlutaviðræðum hvort af því verður eða hvort vinstri- menn framlengja taumhald sitt á borginni. Það er einnig gaman að segja frá því hve margar konur hlutu kosningu á listum Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Alls hlutu 57 konur kosningu á vegum flokksins og eru því ríflega 48% allra kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa hans. Það segir sína sögu um forystuhlutverk Sjálfstæðis- flokksins að þessu leyti að í sveitarstjórnum landsins sitja nú fleiri konur fyrir Sjálfstæðisflokkinn en alla hina almennu stjórnmálaflokkana samanlagt. Á margan hátt er það þó áskorun fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að koma stefnu sinni betur til skila, enda eiga hugsjónir sjálfstæðismanna hljómgrunn meðal fólks um land allt. Við meg- um aldrei gleyma að í stjórnmálum líkt og lífinu sjálfu, eru það mannleg samskipti sem mestu skipta og þau mega menn ekki vanrækja þrátt fyrir breytta samfélagshætti og tækni. Í heim- sóknum mínum um landið í aðdraganda kosn- inganna kynnist maður ekki aðeins skemmti- legu fólki, heldur ólíkum viðhorfum og aðstæð- um. Stjórnmálin þurfa að mæta þessum ólíku aðstæðum og það er sú áskorun sem bæði sveitarstjórnarmenn og þingmenn standa frammi fyrir. Nú þegar framboð og flokkar hafa aldrei verið fleiri þarf Sjálfstæðisflokkurinn að leggja enn meira á sig til að halda málstað sínum á lofti bæði með kröftugum málflutningi en ekki síður með því að skila góðu verki við stjórn sveitarfélaga. Ég hlakka til að fylgjast með byggðum landsins blómstra á næstu árum. Kosningabaráttan bar þess merki að hér á landi viðrar vel í efnahagsmálum og öll sveitarfélög landsins, sem og ríkið, þurfa á næstu miss- erum að mæta þeirri áskorun að viðhalda stöðugleika og efla efnahag landsins. Þar leikur Sjálfstæðisflokkurinn mikilvægt hlutverk. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Forystuflokkur á landsvísu Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen KASTLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Einnota plastvörur verðabannaðar innan Evrópu-sambandsins nái ný til-laga um tilskipun fram- kvæmdastjórnar ESB fram að ganga. Þetta kom fram í kynningu sem Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, hélt á mánudag varðandi tillöguna. Tillagan um bannið nær meðal annars til eyrnapinna, einnota borðbúnaðar og drykkjarröra en einnig kemur fram að aðildarlönd eigi að draga úr notk- un annars konar plastíláta og plast- vara að verulegu leyti. Ljóst er að plastnotkun hefur lengi verið vaxandi vandamál en á vef framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að um 70% af sorpi í sjónum séu einnota plastvörur. Hvað með Ísland? Í ljósi aðildar Íslands að EES- samningnum má leiða líkur að því að tilskipunin verði að lögum hérlendis, nái hún fram að ganga innan ESB. Þetta segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greining- ardeildar hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið. „Ráðuneytið getur staðfest að telja verður líkur á að efni umræddr- ar tillögu að nýrri tilskipun ESB verði talið falla undir gildissvið EES- samningsins og þar af leiðandi beri að taka tilskipunina upp í samninginn þegar þar að kemur og innleiða hana hér á landi. Í tillögunni kemur fram að hún er talin „EES-tæk“ sem stað- festir að mat ESB er að gerðin falli undir EES-samninginn,“ segir María og bætir við: „Einnig má benda á að í nýjum lista yfir þau mál sem eru í lagasetningarferli hjá ESB og metin sem forgangsmál út frá hagsmunum Íslands er fjallað um „hringrás- arhagkerfið“ (Circular economy package), en þessi tillaga um tilskipun fellur einmitt undir þá stefnu.“ Ísland komið af stað Þrátt fyrir að ennþá sé óvíst hvort plastbannið muni verða að tilskipun þá er Ísland þegar farið að vinna að því að minnka plastmengun. „Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi plast- mengun, sérstaklega í hafi, og vilja ís- lensk stjórnvöld leggja sitt á vog- arskálarnar til að draga úr plastmengun. Ísland tekur þátt í átaki Umhverfisstofnunar Samein- uðu þjóðanna gegn plastmengun og verið er að skoða hvernig vinna megi gegn plastmengun í þróunarsam- vinnu Íslands. Unnið er að því að að- gerðir gegn plastmengun verði einnig ofarlega á baugi í tengslum við for- mennsku Íslands í Norðurskauts- ráðinu og Norrænu ráðherranefnd- inni á næsta ári,“ segir María. Veitir af banninu? Íslendingar hafa eins og aðrar vestrænar þjóðir verið duglegir að nota plast, bæði til einka- og atvinnu- notkunar, en samkvæmt gögnum frá Umhverfisstofnun notuðu Íslend- ingar að meðaltali 40 kg af umbúða- plasti á mann árið 2016. Má því full- yrða að plastbannið muni hafa gríðarleg áhrif á Íslendinga, nái það til landsins. Rétt er þó að benda á að undir flokk umbúðaplastvara falla all- ar umbúðir, drykkjarvöruplast og fleira, en tölur varðandi einnota um- búðir hafa ekki verið teknar saman. Bann við einnota plasti nær til Íslands AFP Bann Plaströr verða fyrirsjáanlega sett á bannlista í ESB og hér á landi. Fjölnota poki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.