Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Nýjar glæsilegar sumarvörur • Bolir • Kjólar • Túnikur • Stuttbuxur • Kvartbuxur • Leggings • Jakkar • Vesti • Peysur Vinsælu bómullar- og velúrgallarnir til í mörgum litum og í stærðum S-4XL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is 27 ára íslenskur karlmaður með fötlun og for- eldrar hans eru neydd til að búa í Svíþjóð því hann hefur ekki rétt til örorkulífeyris á Íslandi og mun líklega aldrei hafa það. Þegar Lárus Theodórs- son Blöndal var þriggja ára flutti hann með foreldrum sínum, Guðrúnu Lárus- dóttur Blöndal og Theodóri Sigurðssyni, til Svíþjóðar. Dvölin í Svíþjóð ílengdist en árið 2008, árið sem Lárus verður 18 ára, flytja þau heim til Íslands. Til að eiga rétt á örorku- lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins þarf að hafa búið á Íslandi a.m.k þrjú síðustu ár fyrir umsókn. Guðrúnu og Theodóri er tjáð af starfsmanni Tryggingastofnunar þegar þau flytja heim að Lárus eigi án vafa rétt á örorkulífeyri eftir þriggja ára samfleytta búsetu hér á landi. „Eft- ir þann tíma, þegar við sækjum um örorkulíf- eyri fyrir hann, kemur í ljós að hann á engin réttindi á Íslandi vegna þess að við fluttum ekki heim í síðasta lagi þegar hann var 15 ára,“ segir Guðrún. „Samkvæmt reglum verður að flytja heim a.m.k þremur árum áður en barnið verður 18 ára því upphaf örorku í þessu sam- hengi miðast við sjálfræðisaldurinn. Lárus var orðinn of gamall þegar við fluttum heim og mun því aldrei eiga rétt á örorkulífeyri hér á landi.“ Í bréfi frá Tryggingastofnun þar sem Lárusi er neitað um örorkulífeyri segir að upphaf ör- orku fatlaðs barns miðist í fyrsta lagi við þann tíma sem örorkumat getur tekið gildi eða ör- orkulífeyrisgreiðslur geta hafist, sem er við 18 ára aldur, búseta á Íslandi a.m.k þrjú síðustu árin er einnig skilyrði fyrir greiðslum. „Það felur í sér að hann hefur heldur ekki rétt til atvinnu með stuðningi því þetta tvennt hangir saman,“ segir Guðrún en vinnuréttindi hans eru þeim geysilega mikilvæg. Lárus vinn- ur í dag á nytjamarkaði í Svíþjóð í gegnum at- vinnu með stuðningi en hann hefur rétt til ör- orkulífeyris þar í landi. Örorkulífeyririnn þaðan getur fylgt honum hingað til lands en ekki rétturinn til atvinnu með stuðningi. Þegar fjölskyldan fer frá Svíþjóð árið 2008 flytja þau til Akureyrar og hefur Lárus nám á starfsbraut Verkmenntaskólans, þaðan sem hann útskrifast sem stúdent. Eftir það fékk hann enga vinnu. Guðrún segir að það hafi haft mjög slæm áhrif á hann að hafa ekkert fyrir stafni. Þess vegna voru aðrir möguleikar skoð- aðir sem leiddi til þess að Lárus byrjaði á starfsbraut í lýðháskóla í Svíþjóð. „Við flytjum því aftur út í tvö ár á meðan hann er í námi. Við komum aftur heim í byrjun sumars 2014 og för- um af stað að nýju með þetta mál. Þá fyrst fáum við að vita að skilyrði fyrir vinnusamningi er að hafa örorkugreiðslur á Íslandi. Því er orð- ið ljóst að hann fái aldrei nein réttindi á Íslandi. Ákvörðun Tryggingastofnunar var svo end- anleg að við fórum aftur út haustið 2014. Þetta hefur haft geysileg áhrif á líf okkar og við erum dæmd til að búa í Svíþjóð. Við urðum að pakka öllu og fara aftur út en við vorum komin í góðar stöður á Íslandi,“ segir Guðrún sem er fé- lagsráðgjafi og hafði starfað sem deildarstjóri hjá Fjölmennt á Akureyri og Theodór var æða- skurðlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Lárus hefur alla tíð verið íslenskur rík- isborgari og er það foreldrum hans hjartans mál að hann geti valið um það eins og hver ann- ar Íslendingur að geta búið og unnið á Íslandi. „Ég sætti mig ekki við að hann sé þvingaður til að búa einhvers staðar. Ég vil að hann hafi þann möguleika að búa á Íslandi, hann nýtur þess að vera þar og er í góðu sambandi við ætt- ingja og vini,“ segir Guðrún. Réttindi fylgja búsetu Samkvæmt upplýsingum frá Trygg- ingastofnun ávinnur fólk sér réttindi með bú- setu, ekki ríkisfangi, á Íslandi frá 16 ára aldri þó ekki sé greiddur örorkulífeyrir fyrr en við 18 ára aldur. Grundvallarreglan er sú að fólk hafi búið hér í þrjú ár frá 16 ára aldri til að eiga rétt á örorku ef viðkomandi kemur með skerta starfsgetu til landsins en 6 mánuði ef viðkom- andi kom með fulla starfsgetu. Ef viðkomandi kemur með skerta starfsgetu getur réttur verið alfarið í fyrra búsetulandi. Samkvæmt EES- samningnum getur þriggja ára biðtíminn verið eitt ár á Íslandi ef viðkomandi er með tveggja ára búsetu í öðru samningslandi. Að sami skapi tryggir samningurinn að ávinnsla réttinda glat- ast ekki þó viðkomandi flytji í annað samnings- land. Til að eiga rétt á atvinnu með stuðningi hér á landi þarf einstaklingurinn að fá einhverjar greiðslur frá Tryggingastofnun, samkvæmt upplýsingum á vef Sjálfsbjargar. Eru dæmd til að búa í Svíþjóð  Karlmaður með fötlun hefur ekki rétt til örorkulífeyris á Íslandi því hann bjó á barnsaldri með for- eldrum sínum í Svíþjóð  Hefur ekki rétt til atvinnu með stuðningi á Íslandi  Fluttu því aftur út Morgunblaðið/Árni Torfason Örorkulífeyrir Fólk ávinnur sér réttindi með búsetu, ekki ríkisfangi, á Íslandi frá 16 ára aldri þó ekki sé greiddur örorkulífeyrir fyrr en við 18 ára aldur, samkvæmt upplýsingum frá TR. Guðrún Lárusdóttir Blöndal Hulda Lilja Hannesdóttir hefur fengið 200 þúsund króna styrk frá Siglingafélagi Reykjavíkur, Bro- key, vegna þátttöku í heimsmeist- aramótinu í Árósum í júlí og ágúst og fleiri landsliðsverkefna á árinu. Hluti af styrknum var framlag úr afrekssjóði ÍBR. Marcel Mendes da Costa íþróttafulltrúi afhenti Huldu styrkinn. Hulda Lilja hefur um árabil verið öflugasta siglingakona landsins. Hún stundar nám við Háskólann í Reykjavík, en síðasta vetur var hún í skiptinámi í Árósum, þar sem hún æfði stíft fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Hún stefnir ótrauð á Ól- ympíuleikana í Tókýó 2020 en mjög hörð samkeppni er um sæti á leik- unum, segir í frétt á vef siglinga- félagsins. „Hulda Lilja er ekki aðeins góður siglari, keppnismaður og félagi, heldur einnig frábær fyrirmynd fyrir unga siglara sem eru að stíga fyrstu skref í íþróttinni. Siglinga- félag Reykjavíkur, Brokey, vill með styrknum þakka fyrir framlag hennar til íþróttarinnar og styðja hana til frekari afreka,“ segir m.a. í frétt siglingafélagsins um styrkaf- hendinguna. Hulda Lilja fékk 200 þúsund krónur frá Brokey vegna undirbúnings fyrir HM Styrkur Hulda Lilja tók við styrknum frá Marcel Mendes da Costa íþróttafulltrúa. Guðrún og Theodór leituðu til lögfræðings sem skoðaði málið og varð niðurstaðan sú að lögfræðingur velferðarráðuneytisins ynni að lausn í samvinnu við lögfræðinga Tryggingastofnunar. Í febrúar 2015 fengu þau bréf frá starfs- manni á skrifstofu félagsþjónustu ráðu- neytisins þar sem þeim var tjáð að ákveð- inn starfsmaður færi yfir mál Lárusar í samvinnu við sérfræðing í almannatrygg- ingum og hann yrði í sambandi við þau. Guðrún segir að á þessum rúmum þremur árum sem liðin eru síðan hafi þau ekkert heyrt og ekki fengið nein svör við fyr- irspurnum sem þau hafa sent ráðuneytinu um stöðu mála. „Við fengum þær vænt- ingar að þetta myndi leiða til einhvers en höfum aldrei heyrt í neinum. Við viljum ekki bara svör fyrir okkur heldur líka alla hina sem á eftir koma, það er fullt af fólki sem býr í lengri eða skemmri tíma erlend- is.“ Engin svör frá ráðuneytinu HAFA BEÐIÐ Í YFIR ÞRJÚ ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.