Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 3
Sannreynd virkni og öryggi
hjá sjúklingum með sögu
um heilablóðfall / TIAa,2
52 % sjúklinga í lykilrannsókninni ROCKET AF
höfðu áður fengið heilablóðfall/TIA2
Virkni og öryggi Xarelto hjá þeim sjúklingum
voru í fullu samræmi við heildarniðurstöður
ROCKET AF2
VÖRN GEGN HEILABLÓÐFALLI HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ GÁTTATIF ÁN LOKUSJÚKDÓMS1
Vörn gegn heilablóðfalli
með einni töflu á dagb,1
a. TIA: transient ischaemic attack = skammvinnt blóðþurrðarkast.
b. Xarelto 20 mg einu sinni á dag ef CrCl ≥ 50 ml/mín. Xarelto 15 mg einu sinni á dag ef CrCl er 15–49 ml/mín.
Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Hankey GJ, Patel MR, Stevens SR, et al. Rivaroxaban
compared with warfarin in patients with atrial fibrillation and previous stroke or transient ischaemic attack.
Lancet Neurol 2012;11:315–22.
L.
IS
.M
K
T.
09
.2
01
7.
01
49
Se
pt
em
be
r 2
01
7
XARD0091 – Bilbo
▼
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Magnús Gottfreðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Elsa B. Valsdóttir
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Haraldsson
Sigurbergur Kárason
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Esther Ingólfsdóttir
esther@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1900
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
Áskrift
14.900,- m. vsk.
Lausasala
1490,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu. Blað þetta má eigi
afrita með neinum hætti, hvorki að hluta
né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð-
ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir)
í eftirtalda gagnagrunna: Medline
(National Library of Medicine), Science
Citation Index (SciSearch), Journal Cita-
tion Reports/Science Edition, Scopus
og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and
abstracted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S
María Dalberg (f. 1983) brautskráðist frá meistara-
deild í myndlist við Listaháskóla Íslands vorið 2016.
Sama ár var hún valin í hóp sýnenda á
alþjóðlegum myndlistartvíæringi ungra
listamanna í Moskvu og hefur hún
sýnt á fjölda annarra sýninga sem og á
kvikmyndahátíðum undanfarin ár. Verk
hennar eru mörg hver myndbandsverk
sem hún setur fram sem innsetningar
þar sem hún vinnur jafnt með hljóð,
texta og mynd. Þá fæst hún einnig við
bókaútgáfu þar sem texti og myndir
kallast á.
Nýverið ferðaðist hún til fjarlægra
áfangastaða til þess að viða að sér
efni, meðal annars til Galapagos-eyja
og til Mindo-skógarins í vesturhlíðum
Andesfjalla í Ekvador. Skógurinn er svo-
kallaður skýjaskógur eða þokuskógur
en það er sígrænn skógur sem liggur hátt
í fjalllendi þar sem skýjafar er einkennandi
og viðvarandi. Óvenju litskrúðugar og fágætar fugla- og
fiðrildategundir er þar að finna. Bæði Galapagos og
Mindo-Nambillio friðlandið eru
dæmi um algjörlega einstök geysi-
lega fjölbreytt og flókin vistkerfi
sem eru í mikilli hættu vegna lofts-
lagsbreytinga og annarrar ágengni
mannkyns. María tók ljósmyndir,
myndbönd og safnaði öðru efni á
ferðalagi sínu sem hún vinnur nú
úr. Ljósmyndin á forsíðu Lækna-
blaðsins er hluti af þessu verkefni,
Suð (2017), svarthvít mynd af
gróskumikilli, framandi og töfr-
andi náttúru. Niðurstöðuna sýnir
María í heild sinni á einkasýningu
á Listasafni Reykjavíkur á næsta
ári, í sýningarstöð D-salar þar sem
ungir listamenn sýna verk sín.
Markús Þór Andrésson
LÆKNAblaðið 2017/103 523
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
www.laeknabladid.is
Hraun í Öxnadal, fæðingarstaður Jónasar Hallgrímssonar, þar sem nú er Jónasarsetur, hvílir undir
Hraundranga í vetrarklæðum eins og reyndar landið allt þessa dagana.
Jörðin er fólkvangur í eigu íslenska ríkisins og má nefna að hressileg ganga er upp að Hraunsvatni
sem er í hvilft handan fellsins sem Hraun stendur undir. Þar er silungsveiði góð og kostar ekkert þeim
sem leggja gönguna á sig.
Fæðingardagur Jónasar, 16. nóvember, er haldinn hátíðlegur sem Dagur íslenskrar tungu og er ekki
hallað á neinn þó Jónasi sé gerður sá heiður. Hann var mestur orðsnillingur sem þjóðin hefur átt og væri
íslensk tunga mun fátækari ef nýyrðasmíði hans hefði ekki notið við á sviði skáldskapar, náttúrufræða
og vísinda af ýmsu tagi.
Meðal nýyrða Jónasar á sviði stjörnu- og eðlisfræði má nefna aðdráttarafl, breiðbogi, fallbyssa, fjaður-
magnaður, fleygbogi, hengill, hitabelti, hvolfspegill, jarðnánd, kuldabelti, láréttur, líkindareikningur,
ljósvaki, lofthaf, miðflóttaafl, rafurmagn, sjónauki, sólbraut, sporbaugur, staðvindar, stjörnuhús og verk-
stofa. Eru þá ótalin fjölmörg önnur nýyrði í skáldskap Jónasar sem fest hafa í tungumálinu og eru svo
tær og gagnsæ að hvert mannsbarn skilur þau við fyrstu sýn.
Vetur í bæ