Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 26
546 LÆKNAblaðið 2017/103 Y F I R L I T S G R E I N viðurkennd fræði við norræna háskólastofnun var fólk brennt á báli fyrir rúnapár og lækningablöð sem lágu til grundvallar iðju af sama toga. Særingar og töfraþulur Ekki verður sagt skilið við lækningar og töfra án þess að geta um blóðstemmurnar gömlu sem eru eitt gleggsta og best vottaða dæmið sem við eigum um tengsl lækninga við töfra og trú. Til að stöðva blóðrás, hvort sem var innvortis eða útvortis, var farið með blóðstemmur (gamlar töfraþulur) oft í bland við ritningargreinar á latínu, mismikið afbakaðar, og textinn tengdur blóði – einkum frelsarans eða fólks sem frá er sagt í Biblíunni – eins og þessi þula ber með sér: Stodviz blod þitth † inn nomine patris et filii et spiritus amen. Stodviz blod þeim er blædir, blod fiell af guds rodu, almattig- ur baud otta, aund þeir sarligu pinndu. Stattu fyrir dyr þar er dreyrir dreyre guds sonar, heyra unnda laugur þar er ægir, fyrir os vartu pinndur aa crosi. Drottinn minn staudva þu blod þetta † inn per libera me domine sangvinis lixta et sangvinis unnda sċt sīt stedid iordanis plūm qƨdus in iordanis baptizatus consumatum est. (s. 366)9 Sé nánar rýnt í þennan texta má sjá að kjarni hans, innan um lat- ínutilvísanir, er blóðstemma undir dróttkvæðum hætti. Stöðvist blóð þeim er blæðir, blóð féll af guðs róðu, almáttugur bauð ótta, önd þeir sárliga píndu. Stattu fyr(ir) dyr þar er dreyrir dreyri guðs sonar, heyra unda lögur þar (er) ægir, fyr(ir) oss varstu píndur á krossi. Minna fer fyrir bragarháttum í ýmsum öðrum særingaþulum þar sem öllu ægir saman, ritningartextum á afbakaðri latínu í stuðla- lausum setningum með mismiklu innrími. Einkennileg eru þessi ráð: Wid traull-ridu : Res ·:· , fres †, pres †, tres †, gres †, [...] Wid svefn-leysi rist þetta aa tree ok legg i hægindit und hofud hans : Res, refres, prefers, pregi, prodiui [...] (s. 365)19 Í lækningabók Þorleifs Björnssonar gefur meðal annars að líta þetta: [...] fiat voluntas tua dominus jhesus xristus fres. ·†· pares † res †· pax † vax nax † amen amen amen (s. 24)20 Auðséð er að töfraráð gamalla lækningahandrita eru ekki aðeins torskilin þeim sem nú lesa þessi fræði, heldur má á stundum draga í efa að skrásetjari hafi sjálfur skilið það sem sett var á blað. Til dæmis eru í AM 434 a 12mo fyrirmæli um að rista tilteknar rún- ir til að auka mátt lækninga. Þegar lesið er úr rúnunum er text- inn þessi: Ólafr, Ólafr, Haralldr, Haralldr, Eiríkr. Á sömu síðu er galdrastafur með þjófagaldri. (s. 367) Í lok handritsins gefur að líta 25 rúnir sem reynast svo ekki vera annað en latneska stafrófið rit- að með rúnaletri: A B C D E F G H I K L M N O P Q R S T U X Y Æ Z Þ. (s. 394)19 Himintungl og hreinar meyjar Gangur himintungla hafði áhrif á líðan fólks og náttúrufar, einnig goðmögn þau sem dagarnir og mánuðirnir voru kenndir við. Þannig þótti Þórsdagurinn sérlega góður til hverskyns læknis- athafna.14 Blóðtökur með blóðhorni, bíldi eða (erlendis) blóðsugum tíðk- aðist öldum saman af bæði lærðum og leikum og heyrðu til viður- kenndri, lærðri læknisfræði. Ekki var þó sama hvenær blóð var tekið. Til dæmis var ekki takandi blóð nema 13 daga í hverjum mánuði, einkum í síðari hlutanum. Á síðasta kvartili tungls voru allar blóðtökur álitnar gagnslausar. Því hafa gömlu lækninga- bækurnar ítarleg fyrirmæli um það hvaða vikur og mánuðir ársins henta blóðtökum á vissum stöðum líkamans eftir tunglstöðu. Ungu fólki skyldi taka blóð með vaxandi tungli, en eldra fólki með minnkandi tungli, og ekki var ráðlegt að taka blóð fyrstu fimm dagana eftir fullt tungl. Ekki heldur um hundadagana.9 Fyrr á tíð var því og trúað að hlutir gætu dregið kraft eða eigin- leika af öðrum hlutum. Við snertingu kæmist maður ekki aðeins í samband við hlutinn efnislega heldur eiginleika hans einnig. Hár af ósnortinni mey var eftirsótt til töfra þar sem það var talið bera í sér óspilltan hreinleika hennar og lífskynngi sem ætlað var að hefði æskileg og tilætluð áhrif.9 Gert var ráð fyrir einhvers kon- ar geislaáhrifum milli sárs eða sjúkdóms og áhaldsins sem olli ástandinu. Til dæmis uppgötvaði Paracelsus „hinn mikli uppreisn- armaður gegn bókstafslærdómi læknisfræðinnar“ að það kæmi sér betur að smyrja græðismyrsli á vopnið sem bitið hafði heldur en sjálft sárið og gerði þar með ráð fyrir einhverskonar geislaáhrif- um frá vopninu á sárið.25 Líklega hefur ástæðan þó fremur legið í þeirri einföldu staðreynd að græðismyrsl fyrri alda voru ekki ýkja heilnæm eða græðandi enda gerð úr ýmsum óþverra, jafnvel saur manna eða dýra með tilheyrandi sóttkveikjum og bakteríum, að ráði lærðustu manna þess tíma. Í anda sömu hugmynda var leppur tekinn frá sári, lagður í vatn sem hafði verið stráð samkenndardufti (pulvis sympatheticus) en nafnið er tilkomið vegna þess að duftið átti að verka á blóð úr sárinu án þess að lyfið snerti sárið sjálft.25 Þorkell Arngrímsson (1629-1677), sóknarprestur í Görðum á Álftanesi og fyrsti lærði læknir sem Íslendingar eignast, átti til dæmis lyfjaduft sem hann nefndi Pulvis noster sympatheticus. Í riti sem við hann er kennt og nefnist Curationes25 má finna ýmsar þekktar og viðurkenndar lækningajurtir á borð við blágresi, sóleyjarrót, ljónslappa, muru, hvannarót, kveisugras, vogsúru, hrísarfa og vallhumal (mellifolia) – einnig merarmjólk sem þekkt er fyrir heilnæmi. Innan um eru þó einkennilegir læknisdómar á borð við mjólk úr alhvítum, einlitum hundi; regnmaðk; kiðlingablóð; kattarket; refsheila; mannsístru og ýmiss konar saur og þvag. Ennfremur þessi ráð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.