Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 36
556 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R flokknum. Læknar þurfa skerpa afstöðu sína og koma henni á framfæri nú þegar sótt er að starfsemi lækna og hún jafnvel gerð tortryggileg.“ Ertu að mæla fyrir rekstri einkasjúkrahúsa? „Ég held að það sé ekki svigrúm fyrir fleiri sjúkrahús en nú eru og þau eru best komin í höndum hins opinbera að mínu mati. Þau þarf að efla verulega frá því sem nú er og ef til vill skerpa á skilgreindum verkefnum þeirra. Hins vegar er þörfin fyrir ýmiss konar læknisþjónustu greini- lega mikil og læknar sem vilja starfa sjálfstætt eiga að geta veitt þjónustu sína. Það á að gilda hið sama um lækna og aðra heilbrigðisþjónustu enda eru engin rök fyrir öðru.“ Það virðist ekki vera mikill áhugi fyrir einkavæðingu eða einkarekstri í heilbrigðisþjón- ustu þar sem ríkið er ekki greiðandinn. „Það er alveg rétt og allir stjórnmála- flokkar hafa lýst sig andvíga einkavæð- ingu, en skiptar skoðanir eru á meðal þeirra um einkarekstur. Almenn sátt er um að hið opinbera sé kaupandi og greið- andi þjónustunnar óháð rekstrarformi þeirra sem veita hana og þá geri ég engan greinarmun á læknum, sjúkraþjálfur- um, ljósmæðrum eða stofnunum eins og öldrunarheimilum, Reykjalundi eða Heilsustofnun NLFÍ eða heilsugæslunni og sjúkrahúsum. Vandinn sem við stönd- um frammi fyrir er að við erum með tvö greiðslukerfi, þó ríkið sé greiðandinn í báðum tilfellum og greiðslufyrirkomulagið þarf að einfalda og samræma. Ég er þeirrar skoðunar að fjármagnið eigi að fylgja sjúk- lingnum og með því móti endurspeglast hver hin raunverulega þörf er fyrir þjón- ustuna og hvar hagkvæmast er að veita hana. Hagsmunir sjúklinga eiga að ráða för þegar ákvarðanir eru teknar, með það að leiðarljósi að tryggja gott aðgengi að læknisþjónustu án verulegra biðlista.” Landlæknisembættið verði virkara í eftirliti Landlæknir, Birgir Jakobsson, hefur tjáð sig óhikað um einkarekstur og opinberan rekstur í heilbrigðiskerfinu. Hvaða skoðun hefurðu á því að landlæknir tjái sig með þessum hætti um heilbrigðismál? „Landlæknisembættið er mjög gamalt og virðulegt og gegnir ýmsum hlut- verkum, það á að vera ráðgefandi fyrir stjórnvöld um heilbrigðismál og einnig að sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu og gæta hagsmuna almennings gagnvart heilbrigðiskerfinu. Það er mjög mikilvægt að í svo flóknu kerfi sé greiður aðgangur fyrir einstaklinga sem þurfa að koma kvörtunum eða athugasemdum á framfæri við eftirlitsaðilann. Við höfum viljað sjá að Embætti landlæknis væri virkara í eftirliti sínu og myndum alls ekki leggjast gegn því að fulltrúar embættisins kæmu oftar á vettvang og fylgdust með því hvern- ig þjónustan er veitt, ef því finnst fram komnar vísbendingar um eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Embættið á að mínu mati að vera leiðandi í því að setja samræmda gæðastaðla fyrir alla heilbrigðisþjónustu og hafa samráð við kaupanda þjónustunn- ar, Sjúkratryggingar Íslands, um hvaða kröfur skuli gerðar til gæða þjónustunnar og mælanlegra gæðavísa. Þá þyrfti emb- ættið að taka á vaxandi hjá- og skottu- lækningum sem virðist þrífast óáreitt og fara vaxandi ef marka má auglýsingakálfa í dagblöðum og á samfélagsmiðlum. Ég er hins vegar ekki viss um að það sé hlutverk landlæknis að hafa skoðun á því hvaða rekstrarform séu viðhöfð í heilbrigð- iskerfinu en hann hefur komið með ágæta ábendingu um ágalla á hinu tvíþátta greiðslufyrirkomulagi sem viðgengst hér og ég nefndi hér áðan. Hann hefur enn- fremur bent á að tugi milljarða vantar inn í heilbrigðiskerfið og uppbyggingu innviða þess og rekstur. Um þetta hvorttveggja get ég verið sammála honum. Ég er hins vegar ekki sammála þeim sem halda því fram að of miklum fjármunum hafi verið varið til kaupa á þjónustu hjá sjálfstætt starfandi læknum. Það tel ég að hafi fyrst og fremst fylgt vaxandi eftirspurn vegna fjölg- unar og breytinga í aldurssamsetningu þjóðarinnar og almennri verðlagsþróun í landinu og að Íslendingar séu kröfuharð- ir neytendur þegar kemur að því að fá úrlausn heilsufarsvanda síns. Hin árlegu föstu fjárframlög til ríkisreknu heilbrigð- isstofnananna hafa hins vegar ekki alltaf fylgt nægjanlega verðlagsþróunni og lítið eða nánast ekkert svigrúm hefur verið til að þróa starfsemina og bæta í mörg ár og jafnvel má fara að tala um áratugi. Þarna hefur því skapast ákveðið misræmi sem bent er á milli þessara greiðslukerfa, en lausnin er ekki að fara að skera niður enn einn þjónustuþáttinn í heilbrigðiskerfinu, eins og heyrst hefur meðal annars í ný- liðinni kosningabaráttu til Alþingis. Held- ur einhenda sér í að tryggja að nægjanlegu fjármagni sé veitt til sjúkrahúsanna, öldr- unarþjónustunnar og heilsugæslunnar svo þau geti þróast eðlilega og gegnt hlutverki sínu á fullnægjandi og skilvirkan hátt. Verkefni þeirra þarf líka að skilgreina og það verður vonandi sett á oddinn í náinni framtíð.“ Kjararáðstefna á næsta ári Núgildandi samningur LÍ við ríkið rennur út á fyrri hluta árs 2019. Ertu farinn að huga að undirbúningi kjarabaráttu á næstu mánuðum? „Já, ég er farinn að huga að því. Nú- verandi samningur bætti kjör okkar að nokkru leyti en þó voru ýmis atriði sem náðust ekki fram og læknar hafa enn ekki náð sömu kjaraleiðréttingu og sambæri- legar starfstéttir hafa fengið. Þarsíðasti samningur var með breyttum áherslum þar sem grunnkaupið var tekið til endur- skoðunar, en eftir situr að við þurfum að rétta hlut þeirra sem eru með mikla vaktabyrði. Við þurfum að stefna að kjara- málaráðstefnu á fyrri hluta næsta árs til að kanna hug félagsmanna og heyra hvað brennur helst á þeim. Ég veit að þeir sem eru með mikla vaktabyrði á sjúkrahúsun- um eru óánægðir en hið jákvæða er að eft- ir þarsíðasta samning hefur hin svokallaða hringrás lækna tekið við sér að nýju. Með því á ég við að læknar sem fara utan í sér- nám skila sér heim aftur til starfa en það var verulegt áhyggjuefni fyrir nokkrum árum. Það er ánægjulegt að sjá að verkfall okkar og samstaða hefur skilað þeim ár- angri, en við við verðum að gæta okkar að ekki komi aðrar hindranir sem trufli þessa hringrás og hér sé ætíð nægjanlegt úrval góðra og vel menntaðra lækna. Á því hef- ur heilbrigðiskerfi okkar nærst í áratugi, en ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því.“ Læknar athugið... einkaleyfi Cialis er fallið! Nýr valkostur Tadalafil Krka lægra verð - stærri hagstæðari pakkningar 10 m g & 20 m g Tadalafil Krka inniheldur tadalafil og fæst í 10 mg – 4 stk. og 8 stk. pakkningum og 20 mg – 4 stk., 8 stk. og 12 stk. pakkningum. Notkunarsvið: Til meðferðar við ristruflunum hjá fullorðnum karlmönnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir tadalafili eða einhverju hjálparefna lyfsins. Karlmenn með hjartasjúkdóm sem ráðið hefur verið frá því að stunda kynlíf eiga ekki að nota lyfið. Hjartadrep á síðustu 90 dögum; hjartaöng eða hjartaöng við samfarir; hjartabilun í flokki II eða hærri á síðustu 6 mánuðum; takttruflanir sem ekki hafa svarað meðferð, lágþrýstingur (<90/50 mmHg); háþrýstingur sem ekki hefur svarað meðferð; slag á síðustu 6 mánuðum; töpuð sjón á öðru auga vegna framlægs sjóntaugarkvilla vegna blóðþurrðar án slagæðabólgu; samhliða notkun guanýlat-cýklasaörva eða lífrænna nítrata. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) á vef Lyfjastofnunar – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er KRKA, d.d., Novo mesto. Umboðsaðili er LYFIS ehf. Sími: 534-3500, netfang: lyfis@lyfis.is. SmPC: Apríl og júlí 2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.