Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 12
532 LÆKNAblaðið 2017/103 söfnun í kvið sem sást á tölvusneiðmynd og sem var túlkað sem leki í sjúkragögnum. Gögnum var safnað þar til í maí 2016. Öll- um gögnum var safnað í Excel 2013 grunn. Kaplan-Meier-graf yfir lifun var fengið með hjálp SPSS. Rannsóknin hlaut leyfi frá vísindasiðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Rannsóknin náði til 145 einstaklinga. Einn var útilokaður þar sem aðgerð var gerð vegna staðbundinnar endurkomu æxlis. Meðal- aldur var 65 ár (bil: 33-89). Rannsóknarhópurinn samanstóð af 86 körlum (60%) og 58 konum (40%). ASA-skor (American soci- ety of anesthesiologists) fyrir aðgerð hafði miðgildið 2 (bil: 1-4). Greining og uppvinnsla sjúklinga fór að einhverju leyti fram á læknastofum utan Landspítala og ekki var farið í að safna þeim upplýsingum. Tölur um fjölda einstaklinga sem fóru í tölvusneið- mynd á Landspítala sýna að 104 (72%) fóru í slíka rannsókn. Tafla I sýnir formeðferð fyrir aðgerð (neoadjuvant treatment) en þar má sjá að rúm 40% fengu annaðhvort geislameðferð, lyfjameðferð eða hvort tveggja. Flestir, eða 78 einstaklingar (54,2%), fengu enga formeðferð fyrir aðgerð. Þrír sjúklingar fengu stóma, einn garna- stóma og tveir ristilstóma fyrir aðgerð og þrír einstaklingar fengu stoðnet vegna þrengingar í endaþarmi. Af 144 sjúklingum rannsóknarinnar gengust 117 undir opna skurðaðgerð en hjá 19 var aðgerðin framkvæmd í gegnum kviðsjá. Í 8 tilfellum reyndist nauðsynlegt að breyta úr kviðsjáraðgerð yfir í opna aðgerð. Flestir sjúklinganna gengust undir fremra brott- nám (low anterior resection) á endaþarmi með samtengingu ristils og endaþarms (n= 94) en næstflestir gengust undir gagngert brott- nám á endaþarmi gegnum kvið og spöng (abdominoperineal resect- ion) með viðvarandi ristilstóma (n= 29). Í flokknum „annað“ voru 5 tilfelli sem voru ýmist brottnám á endaþarmi með samtengingu dausgarnar (ileum) og endaþarmsops (ileoanal anastomosis) (n=3) eða brottnám á bæði endaþarmi og ristli (proctocolectomy) með við- varandi garnastóma (mynd 1). Tekinn var saman fjöldi sem fékk samtengingu (anastomosis) eftir brottnám og reyndist hann vera 97 (67%) en 39 (40%) af þeim fengu tímabundið stóma eftir aðgerð og flestir lykkju garnastóma (n=30). Af 144 sjúklingum sem fóru í aðgerð fóru 127 í aðgerð vegna staðfests krabbameins (88,2%). Af þeim höfðu 123 sjúklingar ill- kynja frumur samkvæmt vefjagreiningu en hjá fjórum var um að ræða algera svörun við geislameðferð sem þeir höfðu fengið fyrir aðgerð og höfðu því engar illkynja frumur í skurðsýni (tafla II). Sautján sjúklingar (11,8%) fóru í aðgerð vegna forstigsbreytinga krabbameins. Hjá 11 þeirra var um kirtilæxli að ræða samkvæmt vefjagreiningu en hjá 6 sjúklingum fundust engin kirtilæxli og hefur það því væntanlega verið að fullu fjarlægt við ristilspeglun. Hjá þeim 127 sjúklingum sem voru með staðfest krabbamein var meðalfjöldi eitla í sýni 16 (bil 0-57). Skurðbrúnir hjá sama hóp voru hreinar í 116 tilfellum (92%). Í þeim 10 tilfellum þar sem æxli fannst í skurðbrún var um hliðlæga skurðbrún að ræða í 9 tilfellum en í einu tilfelli var það óljóst þar sem krabbameinið var umfangsmik- ið og hafði vaxið í aðliggjandi líffæri sem voru einnig fjarlægð. Ekki fundust gögn um eitlafjölda né skurðbrúnir í einu tilfelli. Frekari krabbameinsmeðferð var ákveðin og skipulögð í 41 tilfelli (32,3%) og reyndist í flestum tilfellum vera um að ræða krabbameinslyfjameðferð (tafla III). Þörf var á enduraðgerð innan 30 daga í 17 tilfellum (11,8%). Leki á samtengingu átti sér stað í 15 tilfellum (15,5%) af þeim 97 sjúk- lingum sem fengu samtengingu. Ástæða enduraðgerða var oftast leki á samtengingu (n=10) en tafla IV tiltekur ábendingar fyrir enduraðgerðum. Í 5 tilfellum var leki á samtengingu meðhöndlað- ur án aðgerðar. Eitt dauðsfall átti sér stað innan 30 daga (0,7%) en um var að ræða 83 ára mann með fjölþætta heilsufarssögu sem lést 14 dögum eftir útskrift af spítalanum af óljósum ástæðum. Dauði innan eins árs átti sér stað í 8 tilfellum (5,5%). Við samantekt á langtímaárangri voru eingöngu teknir með þeir sem höfðu illkynja æxlisvöxt í skurðsýni fyrir aðgerð (n=127) fyrir utan eina konu sem fylgt var eftir af lækni sínum í Færeyjum þar sem hún er búsett. Upplýsingum var safnað til 1. maí 2016 og R A N N S Ó K N Tafla I. Fjöldi sjúklinga sem fékk formeðferð fyrir aðgerð. n % Geislameðferð 36 25,0 Krabbameinslyfjameðferð 4 2,8 Geisla- og lyfjameðferð 22 15,3 Tafla II. Stigun þeirra sem voru með endaþarmskrabbamein. T stig n % N stig n % 1 19 15,0 0 73 57,5 2 34 26,8 1 29 22,8 3 66 52,0 2 25 19,7 4 8 6,3 Samtals 127 100 Samtals 127 100 Tafla III. Fjöldi sjúklinga sem fékk viðbótarmeðferð eftir aðgerð. n % Krabbameinslyfjameðferð 39 30,7 Geisla- og lyfjameðferð 2 1,6 Engin meðferð 86 67,7Mynd 1. Hlutfall skurðaðgerða af heildarfjölda aðgerða. TEGUNDIR SKURÐAÐGERÐA 65,3% 3,5% 11,1% 20,1% Gagngert brottnám Fremra brottnám á endaþarmi Hartmanns aðgerð Annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.