Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 12
532 LÆKNAblaðið 2017/103
söfnun í kvið sem sást á tölvusneiðmynd og sem var túlkað sem
leki í sjúkragögnum. Gögnum var safnað þar til í maí 2016. Öll-
um gögnum var safnað í Excel 2013 grunn. Kaplan-Meier-graf
yfir lifun var fengið með hjálp SPSS. Rannsóknin hlaut leyfi frá
vísindasiðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga
á Landspítala.
Niðurstöður
Rannsóknin náði til 145 einstaklinga. Einn var útilokaður þar sem
aðgerð var gerð vegna staðbundinnar endurkomu æxlis. Meðal-
aldur var 65 ár (bil: 33-89). Rannsóknarhópurinn samanstóð af
86 körlum (60%) og 58 konum (40%). ASA-skor (American soci-
ety of anesthesiologists) fyrir aðgerð hafði miðgildið 2 (bil: 1-4).
Greining og uppvinnsla sjúklinga fór að einhverju leyti fram á
læknastofum utan Landspítala og ekki var farið í að safna þeim
upplýsingum. Tölur um fjölda einstaklinga sem fóru í tölvusneið-
mynd á Landspítala sýna að 104 (72%) fóru í slíka rannsókn. Tafla
I sýnir formeðferð fyrir aðgerð (neoadjuvant treatment) en þar má
sjá að rúm 40% fengu annaðhvort geislameðferð, lyfjameðferð
eða hvort tveggja. Flestir, eða 78 einstaklingar (54,2%), fengu enga
formeðferð fyrir aðgerð. Þrír sjúklingar fengu stóma, einn garna-
stóma og tveir ristilstóma fyrir aðgerð og þrír einstaklingar fengu
stoðnet vegna þrengingar í endaþarmi.
Af 144 sjúklingum rannsóknarinnar gengust 117 undir opna
skurðaðgerð en hjá 19 var aðgerðin framkvæmd í gegnum kviðsjá.
Í 8 tilfellum reyndist nauðsynlegt að breyta úr kviðsjáraðgerð yfir
í opna aðgerð. Flestir sjúklinganna gengust undir fremra brott-
nám (low anterior resection) á endaþarmi með samtengingu ristils
og endaþarms (n= 94) en næstflestir gengust undir gagngert brott-
nám á endaþarmi gegnum kvið og spöng (abdominoperineal resect-
ion) með viðvarandi ristilstóma (n= 29). Í flokknum „annað“ voru
5 tilfelli sem voru ýmist brottnám á endaþarmi með samtengingu
dausgarnar (ileum) og endaþarmsops (ileoanal anastomosis) (n=3)
eða brottnám á bæði endaþarmi og ristli (proctocolectomy) með við-
varandi garnastóma (mynd 1). Tekinn var saman fjöldi sem fékk
samtengingu (anastomosis) eftir brottnám og reyndist hann vera 97
(67%) en 39 (40%) af þeim fengu tímabundið stóma eftir aðgerð og
flestir lykkju garnastóma (n=30).
Af 144 sjúklingum sem fóru í aðgerð fóru 127 í aðgerð vegna
staðfests krabbameins (88,2%). Af þeim höfðu 123 sjúklingar ill-
kynja frumur samkvæmt vefjagreiningu en hjá fjórum var um að
ræða algera svörun við geislameðferð sem þeir höfðu fengið fyrir
aðgerð og höfðu því engar illkynja frumur í skurðsýni (tafla II).
Sautján sjúklingar (11,8%) fóru í aðgerð vegna forstigsbreytinga
krabbameins. Hjá 11 þeirra var um kirtilæxli að ræða samkvæmt
vefjagreiningu en hjá 6 sjúklingum fundust engin kirtilæxli og
hefur það því væntanlega verið að fullu fjarlægt við ristilspeglun.
Hjá þeim 127 sjúklingum sem voru með staðfest krabbamein var
meðalfjöldi eitla í sýni 16 (bil 0-57). Skurðbrúnir hjá sama hóp voru
hreinar í 116 tilfellum (92%). Í þeim 10 tilfellum þar sem æxli fannst
í skurðbrún var um hliðlæga skurðbrún að ræða í 9 tilfellum en í
einu tilfelli var það óljóst þar sem krabbameinið var umfangsmik-
ið og hafði vaxið í aðliggjandi líffæri sem voru einnig fjarlægð.
Ekki fundust gögn um eitlafjölda né skurðbrúnir í einu tilfelli.
Frekari krabbameinsmeðferð var ákveðin og skipulögð í 41
tilfelli (32,3%) og reyndist í flestum tilfellum vera um að ræða
krabbameinslyfjameðferð (tafla III).
Þörf var á enduraðgerð innan 30 daga í 17 tilfellum (11,8%). Leki
á samtengingu átti sér stað í 15 tilfellum (15,5%) af þeim 97 sjúk-
lingum sem fengu samtengingu. Ástæða enduraðgerða var oftast
leki á samtengingu (n=10) en tafla IV tiltekur ábendingar fyrir
enduraðgerðum. Í 5 tilfellum var leki á samtengingu meðhöndlað-
ur án aðgerðar. Eitt dauðsfall átti sér stað innan 30 daga (0,7%) en
um var að ræða 83 ára mann með fjölþætta heilsufarssögu sem lést
14 dögum eftir útskrift af spítalanum af óljósum ástæðum. Dauði
innan eins árs átti sér stað í 8 tilfellum (5,5%).
Við samantekt á langtímaárangri voru eingöngu teknir með
þeir sem höfðu illkynja æxlisvöxt í skurðsýni fyrir aðgerð (n=127)
fyrir utan eina konu sem fylgt var eftir af lækni sínum í Færeyjum
þar sem hún er búsett. Upplýsingum var safnað til 1. maí 2016 og
R A N N S Ó K N
Tafla I. Fjöldi sjúklinga sem fékk formeðferð fyrir aðgerð.
n %
Geislameðferð 36 25,0
Krabbameinslyfjameðferð 4 2,8
Geisla- og lyfjameðferð 22 15,3
Tafla II. Stigun þeirra sem voru með endaþarmskrabbamein.
T stig n % N stig n %
1 19 15,0 0 73 57,5
2 34 26,8 1 29 22,8
3 66 52,0 2 25 19,7
4 8 6,3 Samtals 127 100
Samtals 127 100
Tafla III. Fjöldi sjúklinga sem fékk viðbótarmeðferð eftir aðgerð.
n %
Krabbameinslyfjameðferð 39 30,7
Geisla- og lyfjameðferð 2 1,6
Engin meðferð 86 67,7Mynd 1. Hlutfall skurðaðgerða af heildarfjölda aðgerða.
TEGUNDIR SKURÐAÐGERÐA
65,3%
3,5%
11,1%
20,1% Gagngert brottnám
Fremra brottnám á endaþarmi
Hartmanns aðgerð
Annað