Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 4
531
Hörður Már Kolbeinsson, Elsa Björk Valsdóttir, Páll Helgi Möller
Árangur brottnáms á endaþarmi vegna krabbameins
eða forstiga þess á Landspítala 2008-2012
Krabbamein í endaþarmi eru um 2-3% allra krabbameina á Íslandi í dag með nýgengi
um 6-8 á hverja 100.000 íbúa. Skurðaðgerð er hornsteinn í meðferð þessara meina
og byggir árangur læknandi meðferðar einna helst á hvort vel tekst til að fjarlægja
meinið með viðunandi skurðbrúnum. Aðgerðir á endaþarmi vegna krabbameina eru
tæknilega erfiðar en þar spilar inn í djúp lega endaþarms í grindarholi, lítill hreyfan-
leiki og nálægð aðliggjandi líffæra.
537
Gísli Kristófersson, Ársæll Arnarsson, Guðmundur Heimisson,
Dagbjörg Sigurðardóttir
Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja
meðal unglinga í 10. bekk
Samkvæmt rannsóknum er talið að 6-10% barna og um 5% fullorðinna séu með
ADHD. Örvandi lyf eru notuð í meðferð ADHD og þykja veita bestu svörun, en til
þeirra teljast mismunandi form af metýlfenídati og amfetamíni. Samkvæmt upplýs-
ingum úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis frá vorinu 2017 fengu 9119 einstak-
lingar ávísað örvandi lyfjum á Íslandi árið 2016 miðað við 5324 einstaklinga árið 2012
sem er rúmlega 72% hækkun á tímabilinu. Þessari rannsókn var ætlað að svara
spurningunni hversu algengt lyfjaflakk sé meðal íslenskra unglinga sem fá ávísað
örvandi lyfjum. Einnig var skoðað hvort þessi hegðun tengist kyni, tilfinningalegum
tengslum við foreldra og notkun vímuefna.
543
Ólína Þorvarðardóttir
Lækning, trú og töfrar - samþætting
og þróun fram yfir siðaskipti
Í bókmenntaarfinum, elstu lækningahandritum og ekki síst galdraritum 17. aldar sem
urðu tilefni brennudóma yfir fjölda Íslendinga eftir að galdraofsóknirnar í Evrópu
teygðu anga sína hingað til lands má greina ákveðna þróun sem sýnir að 16. og 17.
öld voru þekkingarlegt hnignunarskeið hvað lækningar varðar. Lærðar lækningar
voru þá skammt á veg komnar líkt og í nágrannalönndum og óljós skil milli lærðra
og leikra. Á sama tíma og fólk var brennt á báli fyrir það sem í galdraskræðurnar var
skráð iðkuðu menntamenn danska ríkisins lækningar sem vert er að bera saman við
fyrrnefndar heimildir og spyrja: Hvar lágu skilin milli töfra og vísinda – milli læknis og
galdramanns?
524 LÆKNAblaðið 2017/103
F R Æ Ð I G R E I N A R
12. tölublað ● 103. árgangur ● 2017
527
Rannsóknir
í læknisfræði, traust
og fagmennska
Ritstjórn Læknablaðsins
Við þurfum að draga lærdóm
af niðurstöðum plastbarka-
skýrslunnar og styrkja jafn-
framt þá umgjörð, samtal
og aðstöðu sem læknum og
sjúklingum er búin til vísinda-
rannsókna hér á landi.
529
Vaxtarverkir
stafrænnar
tæknibyltingar
Björn Hjálmarsson
Við þurfum að læra að
umgangast hina stafrænu
tæknibyltingu af hófstillingu
og skynsemi. Yfirdrifinn
rafrænn skjátími er nýtt
lýðheilsuvandamál.
L E I Ð A R A R