Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 52
572 LÆKNAblaðið 2017/103 Stjórn Öldungadeildar Kristófer Þorleifsson formaður, Jóhannes M. Gunnarsson ritari, Guðmundur Viggósson gjaldkeri. Kristrún Benediktsdóttir, Margrét Georgsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, Hörður Alfreðsson, Magnús B. Einarson, Reynir Þorsteinsson, Snorri Ingimarsson, Þórarinn E. Sveinsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Ö L D U N G A D E I L D Páll Ásmundsson pallas@simnet.is Í greinarkorni þessu er rýnt svolítið í fjölgun lækna á Íslandi á 18. og 19. öld, einkum þó seinni hluta hinnar síðari. Litið er til dreifingar fæddra læknisefna eftir landsvæðum og vekur Húnaþing sérstaka athygli. Þessar aldir voru um margt erfiðar Íslendingum. Kuldatímabil það sem nefnt hefur verið Litla ísöldin er talið hafa staðið frá 1450 (sumir segja allt frá 1100) til 1900. Ísland fór ekki varhluta af þessum lofts- lagsbreytingum og einkenndist tímabilið hér af tíðum vetrarhörkum. Eldgos voru einnig tíð á þessu tímabili hér sem víðar og má nefna Skaftárelda 1783 með Móðu- harðindum og Öskjugosið 1875. Þau um- hverfisspjöll er hlutust af hinu síðarnefnda þrengdu enn svo hag landsmanna að fjöldi manns yfirgaf landið á síðustu áratugum 19. aldar og leitaði betra lífs, einkum í Norður-Ameríku. Giskað hefur verið á að fjöldi „Vesturfara“ hafi verið hátt á sjöunda þúsund, sem var veruleg blóðtaka. Enn má nefna hættulega smitsjúkdóma á borð við mislinga, kíghósta og barnaveiki er gengu margsinnis um landið og urðu mörgum að fjörtjóni. Barnadauði var hár og fram á miðja 19. öld dó nær þriðja hvert barn á fyrsta ári. Athyglisvert er því hve fæðingum verð- andi lækna fjölgaði hratt á Íslandi, einkum á síðari hluta 19. aldar. Við upphaf 18. aldar voru lærðir lækn- ar sárafáir ef nokkrir hér á landi. Fyrsti menntaði læknirinn sem fæðist hér á öldinni er Bjarni Pálsson (f. 1719) sem skip- aður var fyrsti landlæknir á Íslandi árið 1760. Alls fæddust 17 læknar hérlendis á öldinni og störfuðu 14 þeirra hér á landi. Sjö þeirra voru bændasynir (rúm 40%) og stærsti hópurinn kom úr Eyjafjarðarsýslu (5). Þrír danskir læknar er fæddir voru á öldinni störfuðu að meira eða minna leyti hér á landi. Nokkrir þessara lækna lærðu hjá sitjandi landlækni en aðrir sigldu og stunduðu nám við Hafnarháskóla. Þessi háttur breyttist með tilkomu Læknaskóla Reykjavíkur 1876 og stofnun læknadeildar Háskóla Íslands 1911. Á fyrri helmingi 19. aldar fjölgaði heldur fæðingum læknisefna á Íslandi og voru þær 32. Allir störfuðu læknarnir hér á landi nema fjórir. Enn fremur störf- uðu fjórir Danir fæddir á tímabilinu um tíma hér sem læknar. Reykjavík óx fiskur um hrygg og fæddust þar 6 læknar. Í Húnavatnssýslu sem mjög kom við sögu á seinni hluta aldarinnar fæddust þrír læknar. Á síðari hluta 19. aldar fjölgaði mjög fæðingum verðandi lækna og dreifing þeirra um landið breyttist verulega. Frá 1851 til 1900 áttu 172 nýfæddir íslenskir sveinar og þrjár meyjar eftir að leggja fyrir sig lækningar. Það var meira en fimmföldun nýfæddra læknisefna frá fyrri helmingi aldarinnar. Þessir þrír elstu Fjölgun læknisefna á Íslandi á 18. og 19. öld Málverk af Kristínu Ólafsdóttur sem Félag kvenna í læknastétt, Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur og Félag áhugamanna um sögu læknis- fræðinnar gáfu Háskóla Íslands 2011, á aldarafmæli skólans og læknadeildar. Myndina málaði Guðmundur Karl Ásbjörnsson árið 2008 eftir ljósmynd af Kristínu tvítugri. 200 150 100 50 0 175 32 1701-1800 1801-1850 1851-1900 17 Fjöldi fæddra íslenskra lækna – þrjú tímabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.