Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2017/103 555 heimilislækna, Félag sjálfstætt starfandi lækna (Læknafélag Reykjavíkur) og Félag almennra lækna. Þetta er nokkuð skýr skipan og með þessu ættu raddir allra hópa að heyrast vel innan LÍ.“ Hvar koma sérgreinafélögin að LÍ? „Sérgreinafélög lækna eru fyrst og fremst fagfélög og sem slík eiga þau ekki aðild að Læknafélagi Íslands, en ég hef mik- inn áhuga á að efla samskiptin á milli LÍ og sérgreinafélaganna. Ég hef varpað fram þeirri hugmynd að komið verði á fót fundi með stjórn LÍ og formönnum sérgreinafélaganna, með svipuðu sniði og árlegur fundur sem LÍ hefur haldið með formönnum svæðafélaga lækna. Þar vil ég ræða hvernig efla megi tengslin á milli LÍ og sérgreinafélaganna og jafnvel má velta fyrir sér hvort þau eigi að hafa form- legri aðgang að Fræðslustofnun lækna og Læknablaðinu sem eru hinn faglegi hluti LÍ. Þetta er samtal sem ég vil gjarnan taka upp. Þessi hugmynd kemur í framhaldi af því að á tímabili var jafnvel búist við því að sérgreinafélögin yrðu aðildarfélög LÍ þar sem Skurðlæknafélag Íslands, Fé- lag bráðalækna og Félag heimilislækna á Íslandi voru þegar búin að kljúfa sig að hálfu útúr Læknafélagi Reykjavíkur og komin með eigin skipan fulltrúa á aðal- fund LÍ. Fleiri félög voru farin að hugsa sér til hreyfings. Það varð ekki niðurstað- an enda kannski flókið í framkvæmd þar sem sérgreinafélögin eru mörg og misstór en engu að síður vil ég taka upp samtal við þau um aðkomu að starfi á vegum LÍ.“ Hver verður svo ávinningurinn með breytingunum á skipulagi LÍ? „Ég vona að með þessu skerpist sýn á hagsmuni félaganna innan LÍ. Það þarf að fara í stefnumótunarvinnu fyrir hvert af hinum fjórum félögum til að skýra verk- svið hvers þeirra innan LÍ. Stjórn LÍ verð- ur skipuð formönnum félaganna fjögurra ásamt einum öðrum fulltrúa hvers félags og síðan formanni LÍ og þannig verður 9 manna stjórn LÍ skipuð hér eftir.” Fjármagnið fylgi sjúklingnum Finnst þér að formaður LÍ og þar með félagið eigi að hafa ákveðna stefnu gagnvart stjórn- völdum um heilbrigðismál þjóðarinnar? „Ég tel að grunnstefna Læknafélags Íslands eigi að vera sú að læknar hafi atvinnufrelsi eins og aðrir þegnar þessa lands. Að læknar geti farið í atvinnu- rekstur undir þeim skilmerkjum sem sett eru á hverjum tíma og þetta þarf LÍ að standa vörð um. Ennfremur að kröfur sem gerðar eru til lækna sem vilja starfa sjálf- stætt séu sanngjarnar og hófstilltar. Þegar fyrir liggur niðurstaða úr stefnumótun aðildarfélaganna er mikilvægt að halda læknaþing með einhverskonar þjóð- fundarsniði þar sem öllum félagsmönnum gefst sameiginlega kostur á að móta stefnu LÍ út á við og hvaða sýn læknar hafa á þróun heilbrigðismála og stefnu í mála- U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Ég tel að grunnstefna Læknafélags Íslands eigi að vera sú að læknar hafi atvinnufrelsi eins og aðrir þegnar þessa lands,“ segir Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.