Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2017/103 533 var þá meðaleftirfylgni 56 mánuðir (bil: 1-98). Staðbundin endur- koma krabbameins átti sér stað í 9 tilfellum (7,1%). Fimm ára lifun var 77% (mynd 2). Umræða Engin miðlæg skráning á aðgerðum á endaþarmi vegna krabba- meins var viðhöfð á Landspítala á rannsóknartímabilinu og því oft á tíðum erfitt að finna nákvæmar upplýsingar fyrir úttekt sem þessa. Nú þegar þetta er skrifað er hins vegar hafin miðlæg skrán- ing á þessum aðgerðum á Landspítala og mun það vonandi hjálpa til við að auka gæði meðferðar til lengri tíma. Á þeim 5 árum sem rannsóknin tók til voru 127 sjúklingar teknir til aðgerðar vegna krabbameins í endaþarmi og 17 vegna forstiga þess. Ekki var unnt að taka saman forklíníska stigun sjúklinga sökum skorts á rannsóknarniðurstöðum og stöðluðum rannsóknarsvörum. Gera má ráð fyrir því að allir sem höfðu krabbameinsgreiningu fyrir aðgerð hafi farið í tölvusneiðmynd af grindar- og kviðarholi en þessar myndarannsóknir fóru oft fram utan Landspítala og í sum- um tilfellum eru engin gögn til um þær rannsóknir í tölvukerfum spítalans. Samtals voru 58 sjúklingar með krabbamein meðhöndlaðir með geislum fyrir aðgerð og af þeim fengu 22 einnig krabbameins- lyfjameðferð. Þetta er aukning frá síðustu rannsóknum sem gerð- ar voru hérlendis þar sem annars vegar einn af 43 sjúklingum og hins vegar einn af 63 sjúklingum fengu geislameðferð fyr- ir aðgerð.1,2 Við þessu var að búast í ljósi þess að geislameðferð fyrir aðgerð í völdum tilfellum hefur á undanförnum árum sýnt sterkar vísbendingar um að hún bæti horfur sjúklinga. Samkvæmt stórri sænskri rannsókn kom í ljós 8% aukning í heildarlifun og 17% fækkun staðbundinna endurkoma með slíkri meðferð en þar hafa rannsakendur fylgt sjúklingum eftir að meðaltali í 13 ár.3 Árangur lyfjameðferðar fyrir aðgerð hefur ekki þótt jafn augljós en nýlegar evrópskar rannsóknir hafa sýnt fram á að ávinningur fylgir gjöf 5-fluorouracil og leucovorin með geislameðferð borið saman við geislameðferð einvörðungu í tilfellum krabbameina sem vaxið hafa út fyrir endaþarminn.7-11 Leiðbeiningar National comprehensive cancer network (NCCN) um meðferð enda- þarmskrabbameina mæla með blandaðri meðferð með lyfjum og geislum fyrir aðgerð hjá sjúklingum með T3/T4 krabbamein auk sjúklinga þar sem grunur er um eitlameinvörp óháð T-stigi.12 Í okk- ar rannsókn fékk þessi hópur ekki allur slíka meðferð en 58,3% sjúklinga höfðu T3/T4 krabbamein og geisla- og/eða lyfjameðferð var beitt í 43% tilfella. Í einhverjum tilfellum er það rakið til þess að aðgerðirnar voru gerðar í líknandi tilgangi. Til eru einnig leiðbein- ingar frá Evrópu og Skandinavíu er lúta að formeðferð og ber þeim ekki saman um hvernig meðhöndla skuli suma sjúklingahópa. Á Landspítala er ekki stuðst við neinar ákveðnar leiðbeiningar. Haldnir eru vikulegir samráðsfundir þar sem farið er yfir þau til- felli sem gætu þurft krabbameinsmeðferð fyrir eða eftir aðgerð. Skurðlæknar, röntgenlæknar, krabbameinslæknar, meltingarfæra- læknar og meinafræðingar taka þátt í þessum fundum og ákveða meðferð með tilliti til þeirra mismunandi leiðbeininga sem til eru. TNM-stigun fyrir aðgerð er því miður oft vanskráð í nótum og svör úr myndrannsóknum eru ekki alltaf stöðluð samkvæmt því kerfi. Þetta gerir allt mat á ákvarðanatöku erfitt. Flestir sjúklingar rannsóknarinnar gengust undir fremra brott- nám á endaþarmi (n=94) en 29 sjúklingar gengust undir gagngert brottnám á endaþarmi með ristilstóma. Hlutfall gagngers brott- náms er nú 20% borið saman við 25% og 48% í íslenskum rann- sóknum frá 2002 og 1992.1,2 Nú er talið mögulegt að ná sama ef ekki betri langtímaárangri með lágu fremra brottnámi á endaþarmi í tilfellum lágstæðra krabbameina en það er að miklu leyti talið vera vegna bættrar aðgerðartækni.4,6,13-15 Brottnám á endaþarmi með kviðsjá þykir nú gefa jafn góðan árangur og opnar aðgerðir, og jafnvel betri með tilliti til skammtíma fylgikvilla. Alls voru gerð- ar 27 (19%) kviðsjáraðgerðir á tímabilinu en í 8 tilfellum þurfti að breyta yfir í opna aðgerð sem er heldur hátt hlutfall (30%) borið saman við 1-7% þar sem best gerist í erlendum samantektum.13,14,16 Flestar kviðsjáraðgerðinar voru gerðar á síðustu tveimur árum tímabilsins (2011-2012), eða 16 á móti 11 aðgerðum á tímabilinu 2008-2010. Lyfjameðferð eftir aðgerð var beitt í 41 tilfelli og tveir sjúklingar fengu geislameðferð fljótlega eftir aðgerð. Samkvæmt niðurstöð- um safngreiningar er bættur ávinningur af lyfjameðferð með 5-fluorouracil og leucovorin eftir brottnám á endaþarmi í lækn- andi tilgangi þó enn sé óljóst við hvaða stig hún gagnast mest.17 Eitt dauðsfall (0,7%) varð innan 30 daga frá aðgerð og í 17 tilfell- um (11,7%) var nauðsynlegt að gera enduraðgerð. Ástæða endur- aðgerðar var oftast leki á samtengingu (n=10) en samtals urðu 15 lekar á samtengingum. Lág tíðni skurðdauða í þessari samantekt er sambærileg því sem þekkist erlendis en tíðni enduraðgerða og lekar á samtengingum eru við hærri mörk þess sem hefur verið R A N N S Ó K N Tafla IV. Ábendingar fyrir enduraðgerðum innan 30 daga frá aðgerð á enda- þarmi. n =17 Leki á samtengingu 10 Blæðing 2 Sýking í grindarholi 2 Skaði á þvagleiðara 1 Innklemmt kviðslit 1 Sárrof 1 Mynd 2. Kaplan-Meier rit fyrir lifun talda í árum. 100 80 60 40 20 0 0 2 4 6 8 Ár Lifun %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.