Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2017/103 531 R A N N S Ó K N Inngangur Krabbamein í endaþarmi eru um 2-3% allra krabbameina á Ís- landi í dag með nýgengi 6-8 á hverja 100.000 íbúa. Skurðaðgerð er hornsteinn í meðferð þessara meina og byggir árangur lækn- andi meðferðar einna helst á því hvort tekst til að fjarlægja meinið með viðunandi skurðbrúnum. Aðgerðir á endaþarmi vegna krabbameina eru tæknilega erfiðar en þar spilar inn í djúp lega endaþarms í grindarholi, lítill hreyfanleiki og nálægð aðliggjandi líffæra. Þetta hefur stuðlað að hárri tíðni staðbundinnar endur- komu meins eftir aðgerð en það hefur verið að miklu leyti rakið til þess hve erfitt hefur verið að fjarlægja krabbameinið með fríum skurðbrúnum. Hérlendis hafa verið birtar tvær rannsóknir á síðari árum sem taka fyrir horfur sjúklinga eftir aðgerð.1,2 Sú fyrri tók einungis til sjúklinga sem greindust með endaþarmskrabbamein á Borgarspítala 1975-1987 og sú seinni til sambærilegs sjúklingahóps á Landspítala 1980-1995. Á þeim árum voru þessar aðgerðir gerð- ar á þremur til fjórum sjúkrastofnunum á Íslandi og sérhæfing skurðlækna ekki jafn mikil og í dag. Aukin sérhæfing skurðlækna í meðferð þessara meina ásamt áherslubreytingum í meðferð er varðar aðgerðartækni, lyfja- og geislameðferð hafa orðið til þess Inngangur: Endaþarmskrabbamein eru um 2-3% allra krabbameina á Íslandi og eru aðgerðir á endaþarmi hornsteinn í meðferð þeirra. Upplýs- ingar um þá sem fara í brottnám á endaþarmi vegna krabbameins eða for- stiga þess á Íslandi í dag eru takmarkaðar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur aðgerða á endaþarmi vegna krabbameins eða forstiga þess á 5 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Gerð var leit í skráningarkerfi aðgerða á Landspítala að öllum sem fóru í brottnám eða hlutabrottnám vegna endaþarmskrabbameins eða forstiga þess á árunum 2008-2012. Gagna var aflað um aldur, kyn, aðgerðir, aðra krabba- meinsmeðferð en skurðaðgerð, þörf á enduraðgerð og lifun sjúklinga. Niðurstöður: Heildarfjöldi sjúklinga sem fóru í aðgerð á tímabilinu var 144. Meðalaldur sjúklinga var 66 ár (bil: 33-89). Fjöldi sem fékk meðferð með geislum og/eða lyfjum fyrir aðgerð var 65 (45%). Flestir, eða 65%, fóru í fremra brottnám, 21% í gagngert brottnám, 11% í Hartmanns- aðgerð og 3% fóru í annars konar aðgerðir. Meirihluti sjúklinga (88%) reyndist vera með krabbamein og 12% með forstig krabbameins. Sam- tenging var gerð í 67% tilfella og varanlegt stóma lagt út í 33% tilfella. Framkvæma þurfti enduraðgerð innan 30 daga í 12% tilfella. Dánarhlutfall eftir 30 daga og eitt ár var 0,7% og 6,2%. Meðaleftirfylgni var 56 mánuðir (bil: 1-98). Staðbundin endurkoma meins varð í 7,1% tilfella og 5 ára lifun var 77%. Ályktun: Tegundir aðgerða á Landspítala eru svipaðar og þekkist erlend- is. Árangur skurðaðgerða á endaþarmi vegna krabbameina eða forstiga þess á Landspítala virðist sambærilegur við það sem best gerist erlendis. Árangur brottnáms á endaþarmi vegna krabbameins eða forstiga þess á Landspítala 2008-2012 Hörður Már Kolbeinsson læknir1, Elsa Björk Valsdóttir læknir1,2, Páll Helgi Möller læknir1,2 1Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Páll Helgi Möller, pallm@landspitali.is https://doi.org/10.17992/lbl.2017.12.163 Greinin barst blaðinu 22. mars 2017, samþykkt til birtingar 30. október 2017. Á G R I P að tölur erlendis yfir staðbundna endurkomu og langtímalifun hafa batnað undanfarin ár.3-6 Í dag eru langflestar aðgerðir vegna endaþarmskrabbameins framkvæmdar á Landspítala. Það er því full ástæða til þess að gera nýja samantekt á þeim sjúklingum sem teknir eru til aðgerða vegna endaþarmskrabbameins í dag og bera saman við fyrri rannsóknir og alþjóðlegan árangur. Tilgang- ur rannsóknarinnar var að fá yfirsýn yfir aðgerðir vegna enda- þarmskrabbameina á Landspítala í dag og kanna árangur þeirra yfir 5 ára tímabil. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn. Allir sjúklingar sem gengust undir hlutabrottnám eða brottnám á endaþarmi vegna krabbameins eða forstiga þess á tímabilinu 2008-2012 voru fundnir með tvennum hætti. Með hjálp Orbit, skurðstofukerfis Landspítala, þar sem leitað var eftir aðgerðarnúmerum JGBS00-JGSB97 og notuð var skráning rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítala yfir öll skurðsýni frá endaþarmi. Valkvæðar, bráðar og líknandi aðgerðir voru teknar með í rannsóknina. Upplýsingum var safnað úr rafrænum sjúkra- skrám Landspítala um aldur, kyn, krabbameinsmeðferð fyrir og eftir aðgerð, aðgerðartækni, ASA-skor, enduraðgerðir, leka á sam- tengingu og lifun eftir aðgerð. Farið var yfir öll meinafræðisvör sem voru unnin á rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítala. Enduraðgerðir voru skilgreindar sem aðgerð innan 30 daga frá fyrstu aðgerð. Leki á samtengingu var skilgreindur sem vökva- Pakkningar: Lyfjaform og styrkur, pakkningastærð Forðatöflur 4 mg 28 stk Forðatöflur 4 mg 84 stk Forðatöflur 8 mg 28 stk Forðatöflur 8 mg 84 stk fesoterodin fumarat Með Toviaz® 4 mg og Toviaz® 8 mg borið saman við lyfleysu í viku 12 ** Með Toviaz® 8 mg borið saman við lyfleysu og tolterodin ER 4 mg í viku 12 *** Færri salernisferðir með Toviaz® 8 mg en með lyfleysu **** Meðferð með Toviaz® 8 mg dró marktækt úr fjölda tilvika bráðaþvagleka í viku 12 borið saman við tolterodin ER 4mg (p= 0,017) og lyfleysu (p<0,001) 1. Toviaz SmPC 3. ágúst 2016 2. Chapple C. et al. BJU Int. 2014;114:418-26. 3. Kaplan S.A. et al. BJU Int. 2010;107: 1432-1440. 4. Chapple C. et al. Eur Urol. 2007;52(4):1204-12. 5. Herschorn S. et al. BJU Int. 2010;105(1):58-66. Þegar manni er mál, þá er manni mál! Fleiri sjúklingar haldast „þurrir“ 5**** 2 af hverjum 3 Minnkuð tíðni bráðaþvagleka2* -80% Minnkuð tíðni bráðrar þvaglátaþarfar3** -45.5% -18.6% Toviaz® (fesoterodine) Meðferð við einkennum [aukinni tíðni þvagláta og/eða bráðri þvaglátaþörf og/eða bráðaþvagleka] sem geta komið fram hjá fullorðnum sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. P P 1 7 1 1 0 1 Minnkuð tíðni þvagláta4*** Skyndileg bráð þvaglátaþörf og bráðaþvagleki eru algengustu einkenni ofvirkrar þvagblöðru. Með Toviaz® 4 og 8mg er hægt að draga marktækt úr einkennum, borið saman við lyfleysu.2,3 Verð er hægt að sjá á www.lgn.is Greiðsluþátttaka: Já. Stjörnumerktur texti (*) er umskrifaður og/eða styttur úr upplýsingum um lyfið, sem samþykktar voru af EMA 3. ágúst 2016. Upplýsingar um lyfið er að finna á www.serlyfjaskra.is, auk þess sem hægt er að fá hann hjá umboðsaðila Pfizer, Icepharma hf Icepharma . Lyngháls 13 . 110 Reykjavík . S: 540-8000 . www.icepharma.is Stytt samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Toviaz® (fesoterodine) TOVIAZ 4 mg og 8 mg forðatöflur. Innihaldslýsing: Hver forðatafla inniheldur fesóteródín fumarat 4 mg, sem samsvarar 3,1 mg af fesóteródíni, eða fesóteródín fumarat 8 mg, sem samsvarar 6,2 mg af fesóteródíni. Ábendingar: TOVIAZ er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum á einkennum (aukin tíðni þvagláta og/eða bráð þörf fyrir þvaglát og/eða bráðaþvagleki) sem fram geta komið hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru (overactive bladder syndrome). Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir jarðhnetum eða soja eða einhverju hjálparefnanna. Þvagteppa. Magateppa. Ómeðhöndluð (uncontrolled) þrönghornsgláka. Vöðvaslensfár. Alvarlega skert lifrarstarfsemi (Child Pugh flokkur C). Samhliðanotkun öflugra CYP3A4 hemla hjá sjúklingum með meðal til alvarlega skerðingu á nýrna- eða lifrarstarfsemi. Alvarleg sáraristilbólga. Eitrunarrisaristill (toxic megacolon). Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is. Dags. síðustu samþykktar SmPC sem þessi stytti texti byggir á: 14.9.2017. Markaðsleyfishafi: Pfizer Limited. Ávísunarheimildir og afgreiðsluflokkur: R. Hámarksverð í smásölu (1. nóvember 2017): 4 mg 28 stk: 8.054 kr, 4 mg 84 stk: 18.582 kr, 8 mg 28 stk: 8.536 kr, 8 mg 84 stk: 19.825 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: G. Dags. síðustu endurskoðunar efnis: 6. nóvember 2017. Fyrir frekari upplýsingar um lyfið má hafa samband við Icepharma hf. Lynghálsi 13, s. 540 8000. Dregur úr einkennum ofvirkrar þvagblöðru 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.