Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 50
570 LÆKNAblaðið 2017/103
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Óttar
Guðmundsson
geðlæknir og formaður
FÁSL, Félags
áhugamanna um sögu
læknisfræðinnar
ottarg@landspitali.is
Félag áhugamanna um sögu læknis-
fræðinnar hélt málþing í Þjóðminjasafninu
um Fróðárundrin sem lýst er í Eyrbyggju
laugardaginn 28. október síðastliðinn. Það
segir mikið um þann áhuga sem alltaf er
til staðar á Fróðárundrum að húsfyllir var
á þinginu. Vilhelmína Haraldsdóttir var
fundarstjóri og bauð hún gesti velkomna
fyrir hönd félagsins.
Fróðárundur sem lýst er í Eyrbyggja-
sögu hafa um aldir bæði heillað menn
og valdið þeim heilabrotum. Sagan lýsir
á áhrifaríkan hátt hvernig fjöldi heim-
ilismanna að Fróðá týndi lífinu annað-
hvort í dularfullri pest eða ógnvekjandi
skipsskaða. Allir hinu látnu gengu aftur
og trufluðu daglegt líf heimilisfólks á
bænum. Fólkið veiktist með mæði, hita og
óráði og einhver varð helblár á lit. Hús-
bóndinn drukknaði með heilli skipshöfn
og sátu bæði sjódauðir og sóttdauðir við
langelda á kvöldin. Málinu var að lokum
skotið til Snorra goða Þorgrímssonar höfð-
ingja að Helgafelli sem leysti vandann.
Hann kvað niður draugana með því að
dæma þá fyrir dyradómi og losaði heim-
ilismenn við sóttkveikjuna hver svo sem
hún var. En hvað gekk eiginlega að fólkinu
að Fróðá?
Fyrstur ræðumanna var Torfi Tulinius
prófessor við HÍ. Hann nefndi erindi sitt:
Um breytilegt hlutverk goða í Eyrbyggju.
Torfi sagði Eyrbyggja sögu meðal
annars hverfast um persónu Snorra goða
og stöðu hans í samfélaginu. Snorri þarf
að beita brögðum til að endurheimta þessa
stöðu frá frænda sínum Berki digra. Til að
halda henni þarf hann að keppa við menn
sem eru „til minna um komnir fyrir ættar
sakir“ en eiga „meira undir sér fyrir afls
sakir og prófaðrar harðfengi“. Enn fremur
er Snorri uppi á breytingatímum þegar
landsmenn taka við kristni og hlutverki
goða í trúarlífi lýkur. Enn fara þeir þó með
mannaforráð og gegna mikilvægum störf-
um hvað varðar lög og rétt við að verja
samfélagið fyrir ógnum sem koma utanfrá
sem innan. Torfi kvaðst lesa frásögnina af
Fróðárundrum, einkum niðurkvaðningu
þeirra með samblandi af þjóðsagnaaðferð-
um (gripir Þórgunnu brenndir), kirkjuleg-
um (presturinn skriftar mönnum og segir
messu) og lagalegum (dyradómur háður af
syni og systursyni goðans), sem leið til að
undirstrika nýtt hlutverk goðans í kristnu
samfélagi. Það er að sjá um framkvæmd
laga, en á dögum Eyrbyggjuhöfundar var
einmitt tekist á um verkaskiptingu höfð-
ingja og klerka á sviði dómsmála.
Formaður FÁSL (undirritaður) ræddi
um lækninn Snorra goða og fjallaði um
æsku og uppeldisskilyrði hans og það
læknisorð sem af honum fór. Snorri lenti í
margvíslegum áföllum strax á barnsaldri
sem mótuðu alla hans persónugerð. Hann
var bæði tengslaraskaður og illa haldinn
af mótþróaþrjóskuröskun í æsku. Í bók-
inni er lýst tvenns konar lækningum
Snorra. Annars vegar eftir bardagann í
Vigrafirði en hins vegar í Fróðárundrum.
Snorri hefur greinilega verið læknir og
átt spennitöng sem einungis var notuð í
lækningum til að fjarlægja aðskotahluti
úr sárum manna. Læknishlutverk Snorra
hefur eflaust styrkt hann í baráttunni við
aðra keppinauta um völd og áhrif á Snæ-
fellsnesi.
Ármann Jakobsson prófessor fjall-
aði um særingamanninn Snorra. Hann
ræddi ramma hugsunarinnar á miðöldum
andstætt vísindalegri og læknisfræðilegri
hugsun nútímans og þær lausnir sem mið-
aldamenn áttu andspænis tilvistarógn-
inni. Þar er staða Snorra í miðaldaheim-
ildunum áhugaverð þar sem hann er bæði
talinn fulltrúi jarðbundinnar nútímahugs-
unar en grípur einnig til draugagangs
til að skýra aðstæður ef svo ber undir. Í
Eyrbyggja sögu er hann svo særingamað-
ur í samfloti við kirkjunnar menn og beitir
þá dulúðugum helgisiðum í baráttu við ill
annarsheimsöfl.
Hafsteinn Sæmundsson læknir ræddi
um kenningar sínar varðandi Fróðár-
undur og höfund Eyrbyggju. Hafsteinn
skrifaði grein í Morgunblaðið 1993 þar sem
hann viðraði þá tilgátu sína að heimillis-
menn hefðu etið eitrað korn sem innihélt
ergotamín. Þetta hefði leitt til ofskynjana
fólksins og mikilla veikinda. Hann talaði
lítillega um þessar kenningar en megin-
tímanum varði hann í að ræða mögulegan
höfund sögunnar. Hann leiddi að því
líkur að höfundurinn hefði verið læknis-
menntaður eða notið ráðgjafar manns sem
reynslu hefði af lækningum. Sami maður
hefði líka haft mikið vit á siglingum og
hafstraumum. Hafsteinn taldi líklegast að
Sveinbjörn Hrafnsson Sveinbjarnarsonar
frá Eyri við Arnarfjörð hefði verið þar að
verki.
Már Kristjánsson smitsjúkdómalæknir
ræddi um sýkingu sem orsakavald Fróðár-
undra. Það er einkum tvennt sem þarf að
hafa í huga í sambandi við atburðarásina.
Annars vegar að undrin eiga sér stað eftir
að Þórgunna lætur lífið í kjölfar pestar
en fyrirmælum hennar er ekki hlýtt um
að eyða rekkjuvoðum og tjöldum hennar.
Hins vegar að á þessum tíma var hreinlæti
fólks og aðgangur að hreinu vatni ekki
upp á það besta. Gera verður ráð fyrir að
vatnsból geti hafa mengast og að fólk hafi
almennt verið lúsugt.
Í þessu samhengi hefur Sigurður Sam-
úelsson fyrrum prófessor í lyflækningum
sett fram þá tilgátu að Þórgunna, sem var
vel við vöxt og komin um sextugt, hafi
getað verið með gallsteina og því haft
langvinna (dulda) sýkingu af völdum
Fróðárundur á Þjóðminjasafni
– af þingi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar