Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2017, Side 27

Læknablaðið - 01.12.2017, Side 27
LÆKNAblaðið 2017/103 547 Y F I R L I T S G R E I N Áma. Læknar dúkur vættur í kýrgalli með hlandsteini meing að og so viðlagður, volgur nautasaur yfirlagður. Edik áborið, geldingstað með vaxi og smjöri viðlagt, hland og hunang áborið. (s. 3) Anda (þungan) læknar vatnsblanda eða einfalt barnshland inntekið. (s. 4) Barnabólu mýkir tittlingatað við fastandi manns hráka ábor- ið. (s. 48) Við taki eða kveisu. Tak mold af leiði því, er nákominn liggur undir, og legg við takið í þrjár nætur. (s. 44) Tunglamein. Drekki sá, sem þau hefur, hestaþvag með smiðjuvatni, sem járn er í hert. (s. 63) Dregið hefur verið í efa með rökum að ofangreind ráð eigi upp- runa sinn hjá séra Þorkeli – enn ólíklegra þykir að hann hafi sjálf- ur iðkað þau.25 Trúlegra er að þessir læknisdómar hafi slæðst með í handritum og gömlum læknabókum sem Þorkell hefur safnað til sín heldur en að um sé að ræða aðferðir sem vert sé að eigna hon- um enda voru þessi læknisráð í umferð í ritum sem lærðir menn þess tíma höfðu um hönd. Trú og lækning Skýrt dæmi um tengsl trúar og lækninga eru hinar helgu heilsu- lindir sem þekktar eru víða um veröld í kristinum sið. Á Íslandi höfum við til dæmis Vígðulaug á Laugarvatni og Krosslaug í Lundarreykjadal sem fram á þennan dag hafa verið taldar búa yfir yfirnáttúrulegum lækningamætti.26 Annað glöggt dæmi um trúarlegt inntak lækninga er fæðingarhjálpin. Við kristni yfirfærði kirkjan ýmsa þá heiðnu siði sem rótgrón- astir voru í menningunni, til dæmis tímasetningar hátíðisdaga, dýrlingatrú og jafnvel tiltekna helgisiði.27 Þannig tóku kristnir helgigripir og -dómar við af heiðnum, en aðferðin var í grund- vallaratriðum söm og fyrr. Elstu kvæði kenna að rísta bjargrúnir í lófa fæðandi konu „og um liðu spenna, og biðja þá dísir duga“ eins og segir í Sigurdrífumálum (vísa 9). Eitt útbreiddasta og helgasta hjálpræði við barnsburð, aldirnar eftir kristnitöku, var að leggja blöð af Margrétar sögu við kvið konunnar eða binda um læri hennar. Margrétar saga hefur að geyma ákvæði þau sem koma fram í andlátsbæn heilagrar Margrétar er hún biður þess á dauða- stundinni að píslarsaga hennar verði hverjum handhafa til bless- unar og „í því húsi er bók sú er inni, verði þar eigi fætt dautt barn né lama“. (s. 480)28 Í Frakklandi tíðkaðist á 13. öld að Margétar saga væri látin á brjóst konu með jóðsótt til að greiða fyrir fæðingunni. Þegar kemur fram á 17. öld er átrúnaður á heilaga Margréti enn við lýði vítt um álfu. Til dæmis var „helgidómur heilagrar Margrétar“ hafður á borði hjá drottningu Frakklands þegar hún fæddi Lúð- vík XIII árið 1601 að viðstöddum 5 læknum, ljósmóður og tveimur nunnum sem þuldu bænir.29 Í kirkjutilskipan Kristjáns III árið 1537 sem löggilt var á Íslandi 1541 og 1551 er uppfræðsla ljósmæðra lögð á herðar prestum og þeim uppálagt að sjá til þess að ... ... þær [ærlegar og guðhræddar ljósmæður] skikki sér svo við sængurkonurnar og reiði sig þar til í tíma að þær kunni með íðillegum fortölum að hugga þær og svo vel fyrir fæðinguna sem eftir að koma þeim til þakklætis við guð fyrst fyrir lífsins ávöxt sem er ein stór Guðs blessun hverja ekki öðlast allar kvinnur. (s. 210 - ritháttur breyttur)30 Í Dominicale, helgisiðabók sem var prentuð á Hólum í Hjaltadal árið 1750 er hið sama uppi á teningnum varðandi ljósmæður og prestlega handleiðslu þeirra.31 Mun svo hafa verið fram yfir 1826 þegar enn má lesa svipuð tilmæli í „Handbók presta“ sem gefin var út það ár. Yfirsetukonum fyrri tíma var augljóslega ekki ætlað annað hlutverk við fæðingar en að sitja yfir konum eins og nafn- giftin bendir til – biðja fyrir þeim, hughreysta og viðhafa þeirra tíma töfraráð á borð við lausnarsteina og lausnarblöð. Svartbækur í galdrafári Sautjánda öldin hefur verið nefnd brennuöldin á Íslandi vegna fjölda galdramála (152 mál) sem þá komu upp og leiddu til brennudóma yfir 25 Íslendingum.27 Brennuöldin á Íslandi var angi af galdrafár- inu sem svo hefur verið nefnt og gekk yfir Evrópu frá síðari hluta 15. aldar og náði hámarki á fyrri hluta þeirrar sautjándu. Mörg umtöluðustu villutrúar- eða galdramálin sem komu upp í Evrópu, einkum á fyrri hluta tímabilsins, voru landráðamál eða valdaátök af margvíslegum toga. Að baki lá viðleitni kaþólsku kirkjunnar til valdeflingar sem fólst ekki síst í því að halda þekkingarþráðum í höndum sér. „Kirkjan var ekki aðeins hinn eini sanni skóli, hún var samfélagið“ eins og bent hefur verið á.27 Birtingarmynd galdraofsóknanna á Íslandi er um margt frá- brugðin því sem gerðist á meginlandi Evrópu. Til dæmis voru konur í miklum meirihluta þeirra sem brenndir voru erlendis þegar líða tók á tímabilið, en á Íslandi voru það einkum karlar sem höfnuðu á báli. Aðeins á Vestfjörðum sköpuðust skilyrði, ekki ósvipuð þeim sem urðu víða í Evrópu, þar sem andleg og veraldleg yfir völd (kirkja og dómstólar) sameinuðust í galdraof- sóknum gegn einstaklingum, svo úr varð vísir að galdrafári.27 Í allmörgum tilvikum var um það að ræða að hjá fólki höfðu fundist kver, blöð eða bækur með galdrastöfum eða rúnaletri. Af því litla sem varðveist hefur af þessu efni má sjá að innihaldinu svipar til svartbókanna sem víða þekktust í Evrópu á sama tíma, kenndar við Cyprianus (d. 304) biskup í Antíókíu. Í evrópskum munnmælum voru bækur þessar jafnan eignaðar fyrirmennum ekki ósvipað Rauðskinnum og Gráskinnum þeim sem í íslenskum þjóðsögum voru sagðar tilheyra biskupum.27 Í Danmörku voru þær bannaðar með lögum 1639 en gengu manna á milli þar og víðar í Evrópu allt fram yfir nítjándu öld. Svartbækur höfðu á sér það orð að vera máttug svartkúnst. Flestar innihalda þær þó fátt annað en bæna- áköll og formúlur, stærðfræði og stjörnufræðihrafl í bland við rúnir, galdrastafi og slitur úr lækningabókum sem einnig gengu manna á milli á sama tíma. Ein þekktasta svartbókin er sú sem fannst í marmarasteinkistu í Wittenbergs Akademíunni árið 1520. Meðal ráða sem gefin eru í þeirri bók er að forða því að maður verði ofurölvi. Skal þá taka lunga úr sauðkind – helst hrúti – sjóða vel í vatni, þurrka síðan, mala saman við pipar og eta.13 Minnir þetta mjög á ýmis ráð sem lesa má í norrænum lækningabókum 14. og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.