Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2017/103 539
Íslensk þýðing og útfærsla á alþjóðlegum spurningalista var
síðan lögð fyrir nemendur í 10. bekk sem mættir voru á fyrir-
lagnardaginn í þá skóla sem samþykktu þátttöku. Flestir skólanna
lögðu listann fyrir í febrúar 2015 en nokkrir í mars. Nemendur
svöruðu lista af lokuðum spurningum sem þeir fengu í skriflegu
formi í kennslustund og skiluðu honum ómerktum í lokuðu um-
slagi. Kennari eða starfsmaður rannsóknarinnar sáu svo um að
safna umslögunum saman.
Spurningin sem fjallað er um í þessari grein var samin af ís-
lenska rannsóknarteyminu, og var svohljóðandi: „Hefur þú ein-
hvern tíma tekið inn örvandi lyf (eins og Rítalín®, Rítalín Uno®,
Concerta® eða Amfetamín) vegna þess að læknir sagði þér að taka
þau?“ Svarmöguleikarnir voru „Nei aldrei“ og „Já“. Þeir sem svör-
uðu játandi voru svo beðnir um að taka afstöðu til þriggja mögu-
legra dreifingarleiða – „Hefur þú einhvern tíma 1) selt örvandi
lyfin þín? 2) skipt örvandi lyfjunum þínum? 3) gefið örvandi lyfin
þín?“
Meðal þess sem spurt var um í listanum var neysla á vímuefn-
um. Þátttakendur voru meðal annars inntir eftir því hversu oft (ef
nokkurn tíma) þeir hefðu notað kannabis (marijúana eða hass),
amfetamín eða e-töflur (alsælu – ecstacy) um ævina. Þeir voru
einnig spurðir hvort þeir hefðu einhvern tíma á ævinni sniffað (til
dæmis lím) til að komast í vímu. Svarmöguleikar voru „Aldrei“,
„1-2 sinnum“, „3-5 sinnum“, „6-9 sinnum“, „10-19 sinnum“, „20-39
sinnum“ og „40 sinnum eða oftar“. Við úrvinnslu þessara gagna
voru þessar breytur gerðar tvígildar, það er „Prófað einhvern tíma
um ævina“ samanborið við „Aldrei prófað“. Spurningar um reyk-
ingar og áfengisneyslu voru fjölmargar en þær sem notaðar eru í
þessari rannsókn voru hvort unglingarnir hefðu einhverju sinni
reykt sígarettur eða drukkið áfengi á síðustu 30 dögum. Svar-
möguleikarnir voru þeir sömu og að ofan og með sama hætti voru
búnar til tvígildar breytur fyrir þessi svör þar sem þeir sem höfðu
reykt sígarettur eða drukkið áfengi í liðnum mánuði voru bornir
saman við þá sem ekki höfðu gert það.
Þátttakendur voru einnig beðnir um að taka afstöðu til full-
yrðingarinnar: „Ég á auðvelt með að fá tilfinningalegan stuðning
frá foreldrum mínum“. Svarmöguleikar voru: „Næstum alltaf“,
„Oft“, „Stundum“, „Sjaldan“ og „Næstum aldrei“. Þeir sem svör-
uðu að þeir fengju sjaldan eða næstum aldrei slíkan stuðning voru
flokkaðir sér undir heitinu „lítill tilfinningalegur stuðningur for-
eldra“.
Tölfræðiforritið SPSS (útgáfa 22) var notað við úrvinnslu gagna.
Tíðni og hlutföll voru notuð til að lýsa breytum og kí-kvaðrat til að
kanna mun milli hópa. Marktektarmörk voru sett p<0,01. Það svör-
uðu ekki öll börn öllum spurningum en engar sérstakar grein-
ingar voru gerðar á þeim sem slepptu spurningunum sem hér um
ræðir.
Niðurstöður
Alls tóku þátt í könnuninni 2324 unglingar í 10. bekk, þar af 1144
drengir og 1180 stúlkur. Af þeim svöruðu 2306 (99,2%) spurn-
ingunni: „Hefur þú einhvern tíma tekið inn örvandi lyf (eins og
Rítalín, Rítalín Uno, Concerta eða Amfetamín) vegna þess að
læknir sagði þér að taka þau?“ Af þeim sem svöruðu sögðust 2100
(91,1%) aldrei hafa tekið inn slík lyf. Strákar voru rúmlega helmingi
líklegri til að hafa fengið örvandi lyf uppáskrifuð en stúlkur, 12,7%
á móti 5,5%.
Alls kváðust 206 einstaklingar hafa fengið örvandi lyf uppá-
skrifuð frá lækni og af þeim höfðu 36 (17,5%) dreift lyfjunum sín-
um til annarra. Eins og sést í töflu I var algengast að unglingarn-
ir dreifðu lyfjunum sínum með því að selja þau (6,3%). Um 2,4%
þeirra sem fengu örvandi lyf höfðu dreift þeim á alla þá vegu sem
um var spurt og sama hlutfall sagðist aldrei hafa tekið lyfin sjálf
en aðeins dreift þeim til annarra.
Skoðað var hvort þeir nemendur sem dreifðu örvandi lyfjunum
sínum skæru sig með einhverjum hætti frá öðrum þátttakendum
með tilliti til kyns, tilfinningalegra tengsla við foreldra og annarr-
ar vímuefnanotkunar (tafla II). Í þeim tilgangi var hópnum skipt
í þrennt: 1) Þeir sem ekki höfðu fengið uppáskrifuð örvandi lyf, 2)
Þeir sem höfðu fengið örvandi lyf en ekki dreift þeim til annarra
og 3) Þeir sem höfðu fengið örvandi lyf og dreift þeim með því
að selja, skipta eða gefa. Í ljós kom talsverður munur sem í öll-
um tilfellum reyndist marktækur miðað við p<0,01 á kí- kvaðrat
prófi. Sem dæmi má sjá í töflu II að 4,9% þeirra unglinga sem aldrei
höfðu fengið örvandi lyf höfðu reykt á síðustu 30 dögum. Hins
vegar höfðu 11,6% þeirra sem höfðu fengið örvandi lyf án þess
að dreifa þeim reykt á þessu tímabili og 66,7% þeirra sem höfðu
dreift. Þannig sést að þeir unglingar sem höfðu fengið örvandi
lyf frá lækni án þess að dreifa þeim til annarra, voru 2-5 sinnum
líklegri en þeir sem aldrei höfðu fengið slík lyf til þess að hafa
reykt (p=0,001) eða drukkið á síðastliðnum 30 dögum (p=0,001)
eða einhverntíma á ævi sinni prófað kannabis, alsælu (p=0,001),
amfetamín (p=0,001) eða að sniffa (p=0,001). Þessir nemendur voru
einnig nær tvöfalt líklegri til þess að segjast fá lítinn tilfinninga-
R A N N S Ó K N
Tafla I. Ólögmæt afdrif örvandi lyfja sem ávísað var með lyfseðli.
Svör Fjöldi (n) %
Dreift með sölu 13 6,3
Dreift með skiptum 4 1,9
Dreift með gjöfum 9 4,3
Ekki tekin, aðeins dreift 5 2,4
Dreift með sölu, skiptum og gjöfum 5 2,4
Samtals 36 17,5
Tafla II. Tengsl dreifingar örvandi lyfja unglinga við ýmsar breytur.
Aldrei fengið lyf Fengið örvandi lyf með lyfseðli
Aldrei dreift Dreift
Reykt síðustu 30 daga* 4,9% 11,6% 66,7%
Drukkið síðustu 30 daga* 8,1% 16,5% 54,3%
Prófað kannabis* 6,5% 16,9% 55,6%
Prófað amfetamín* 1,3% 6,4% 45,9%
Prófað e-töflur* 1,2% 3,5% 40,5%
Prófað að sniffa* 2,7% 5,2% 37,8%
Lítill tilfinningalegur
stuðningur foreldra*
6,3% 11,4% 37,5%
Kvenkyn* 52,8% 29,7% 36,1%
*Marktækt miðað við p<0,01 á kí-kvaðrat prófi.