Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2017/103 543
„Njót lyfja“
Hugtökin lyf og lækning eru bæði jafngömul íslensku máli og virð-
ast frá upphafi hafa verið nátengd galdri og trú.
Orðið læknir er forngermanskt, meðal annars þekkt í fornensku
lǽcnian, lācnian, en gæti átt sér keltneska rót því líaig sem merk-
ir læknir er skylt lēpagi sem hugsanlega þýðir galdraþulumaður.
Ýmsir telja þó að orðið sé al-germanskt og eigi skylt við latneska
orðið legere, að `lesa; tína eða safna saman´ og gríska orðið légō,
sömu merkingar og lógos `ræða, orð, rök´ og léxis `orð, ræða .́ Upp-
hafleg merking væri þá g̀aldraþulu-læknir´ eða ef til vill fremur
(̀græðslu)jurtasafnari .́1
Lyf er sömuleiðis ævagamalt orð og vel þekkt í elstu ritheim-
ildum í merkingunni `meðal, læknisdómur; töframeðal´ af sama
toga og nýnorska orðið lyve `læknisdómur, fróun ,́ fornháþýska
orðið luppi `eitur, töfrar´ og gotneska orðið lubjaleis `eiturfróður .́
Líklega eru þessi orð skyld lauf og upphafleg merking þess `jurt
eða jurtaseyði til lækninga .́1 Ekki er ólíklegt að lyflæknirinn til
forna hafi verið galdramaður (kona eða karl) eða einhver sem
hafði trúarlegu hlutverki að gegna í heiðnum sið, jafnvel goði eða
gyðja. Um þetta höfum við fáar heimildir aðrar en fornbókmenntir
okkar en þar má til dæmis sjá í Eddukvæðum að læknisgeta Óðins
fór saman við galdragetu hans og spádómsgáfu. Menglöð „sú hin
sólbjarta“ hefst við á Lyfjabergi með meyjum sínum, eins og segir
Tengsl lækninga við trú og töfra eru þekkt frá fornu fari af elstu bókum
og samofin langt fram eftir öldum. Lækningar og lyfjagerð voru stund-
aðar og þróaðar í klaustrum, bæði hérlendis og á meginlandi Evrópu. Úr
klaustrunum færðust þessi vísindi yfir í háskólana eftir því sem þeir urðu
til. Samhliða þróuðust alþýðulækningarnar sem áfram voru iðkaðar um
alla Evrópu, sprottnar af hinum lærðu, fornu lækningum. Á það ekki síst
við um grasalækningarnar sem eru fyrsta form og grundvöllur nútíma
lyflækninga.
Hér á eftir verður nánar vikið að samþættingu trúar, töfra og lækninga
í elstu íslensku heimildum. Litið verður til bókmenntaarfsins, elstu lækn-
ingahandrita og ekki síst galdrarita 17. aldarinnar sem urðu tilefni brennu-
dóma yfir fjölda Íslendinga eftir að galdraofsóknirnar í Evrópu teygðu anga
sína hingað til lands. Í þessum heimildum má greina ákveðna þróun sem
sýnir að 16. og 17. öld voru þekkingarlegt hnignunarskeið hvað lækningar
varðar. Lærðar lækningar voru um þær mundir skammt á veg komnar líkt
og í nágrannalöndum og óljós skil milli lærðra og leikmanna. Á sama tíma
og fólk var brennt á báli fyrir það sem í galdraskræðurnar var skráð iðkuðu
menntamenn danska ríkisins lækningar sem vert er að bera saman við
fyrrnefndar heimildir og spyrja: Hvar lágu skilin milli töfra og vísinda – milli
læknis og galdramanns?
Lækning, trú og töfrar – samþætting
og þróun fram yfir siðaskipti
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur
Höfundur stundar sjálfstæðar rannsóknir við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
olinathorvardar@gmail.com
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.12.165
Greinin barst blaðinu 14. september 2017, samþykkt til birtingar 4. nóvember 2017.
Á G R I P
í Fjölvinnsmálum (vísa 42), en ein af meyjum hennar var gyðjan
Eir sem ætla má að hafi verið lækningagyðja.2
Jurtir voru sjálfsögð læknismeðul á söguöld og eru enn í dag.
Notkun þeirra var þó ekki alltaf raunvísindaleg eins og sumar frá-
sagnir votta. Hálfdanar saga Brönufóstra segir frá því er grös voru
lögð undir svæfil sofandi stúlku til þess að efla ástarhug hennar.
Sama átti við um ýmis meðul önnur, til dæmis rúnir og steina.
Egill Skallagrímsson eyðir misheppnuðum lækningagaldri sem
framinn hafði verið með því að rista rúnir á „tálkn“ (sennilega
hvalskíði) sem lögð voru í rúm sjúkrar stúlku. Við það versnaði
henni stórum. Úrbætur Egils voru sem hér segir:
„... hann bað þá hefja hana ór rúminu ok leggja undir hana
hrein klæði, ok nú var svá gǫrt. Síðan rannsakaði hann rúmit,
er hon hafði hvílt í, ok þar fann hann tálkn, og váru þar á
rúnarnar. Egill las þær, ok síðan telgði hann af rúnarnar ok
skóf þær í eld niður; hann brenndi tálknit allt ok lét bera í vind
klæði þau, er hon hafði haft áður. Þá kvað Egill: „Skalat maðr
rúnar rísta, nema ráða vel kunni ...“ (s. 229-30)3
Að svo búnu reist Egill nýjar rúnir sem hann lagði undir hægindið
í hvílunni. Var þá sem stúlkan vaknaði af svefni og sagðist hún nú
heil vera. Gjörningur Egils að skafa tálknin niður í eld minnir á
ákvæði Hávamála um að eldur taki við sóttum (vísa 137).4, 5, Ekki
verður heldur horft fram hjá því ráði – sem ætla má að alltaf sé
í góðu gildi – að viðra vel sængurföt og láta lofta um máttlítinn
sjúkling sem lengi hefur legið i sótt sinni.
Rúnaristingar hafa augljóslega tíðkast um öll Norðurlönd sem
liður í lækningagöldrum gegn sjúkdómum og sársauka. Meðal
elstu minja þar um er höfuðkúpa fundin í Ribe i Danmörku frá
Y F I R L I T S G R E I N
Heilmildir. 1: Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Ganfort® dags. 1. júní 2017. 2: Leske MC et al. Arch Ophthalmol 2003; 121: 48-56.
Þegar meðferðarmarkmið næst ekki
með einlyfjameðferð1
Hver einasti mmHg skiptir máli2 (bimatoprost/timolol) augndropar, lausn 0,3+5 mg/ml
Stytt samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir Ganfort augndropa, lausn:
GANFORT 0,3 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn. Virkt innihaldsefni: Hver ml af lausn inniheldur 0,3 mg bimatoprost og 5 mg timolol (sem 6,8 mg timololmaleat). Ábendingar: Til að lækka augnþrýsting hjá
fullorðnum sjúklingum með gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) eða hækkaðan augnþrýsting, sem svara ekki nægilega vel meðferð með beta-blokkandi augnlyfjum eða prostaglandinhliðstæðum. Frábendingar:
Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Teppusjúkdómur í öndunarvegum (reactive airway disease), þ.e. astmi eða saga um astma, alvarlegur langvinnur teppulungnasjúkdómur.
Gúlshægsláttur, sjúkur sínushnútur, leiðslurof í gáttum, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof án gangráðs. Greinileg hjartabilun, hjartalost. Markaðsleyfishafi: Allergan Pharmaceuticals Ireland. Fyrir frekari
upplýsingar um lyfið má hafa samband við Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf., Dalshrauni 1, 220 Hafnarfjörður, sími 550 3300, www.actavis.is. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika
lyfsins: 1. júní 2017. Október 2017. Nálgast má upplýsingar um Ganfort, fylgiseðil lyfsins og gildandi samantekt á eiginleikum þess á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.isActa
vi
s
71
01
32
UMBOÐSAÐILI Á ÍSLANDI: