Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 18
538 LÆKNAblaðið 2017/103
aðeins 10,7% hækkun í Bandaríkjunum á tímabilinu. Eins og á Ís-
landi notuðu Evrópuþjóðirnar metýlfenídat nær eingöngu í með-
ferð ADHD í börnum en Bandaríkjamenn notuðu metýlfenídat og
amfetamín jöfnum höndum.7
Í rannsókn Helgu Zoëga og félaga var meðal annars skoðuð
tíðni ávísana örvandi lyfja fyrir börn fædd á árunum 1994 til 1996
á Íslandi á árunum 2003-2009. Rúmlega 6% barnanna í rannsókn-
inni höfðu einhverntíma fengið ávísað örvandi lyfjum á tímabilinu
en aukning ávísana milli ára var eftirtektarverð. Börnin í yngsta
hópnum voru helmingi líklegri til að fá ávísað örvandi lyfjum ein-
hverntíma á tímabilinu miðað við elstu börnin, en 8% þeirra höfðu
fengið ávísað örvandi lyfjum á rannsóknartímabilinu.8
Í nýlegri rannsókn9 frá árinu 2016 á 521 íslenskum háskólanem-
um í grunnnámi kemur fram að 13% þeirra hafa misnotað örvandi
lyf. Sé litið á þann hóp sem ekki hafði fengið lyfin uppáskrifuð
til eigin nota var hlutfallið 11%. Önnur íslensk rannsókn sýnir að
metýlfenídat virðist fela í sér síst minni hættu á ávanabindingu
en kókaín eða amfetamín þegar því er sprautað í æð og að þeir
sem kjósa að misnota metýlfenídat hér á landi kjósi helst langvirk-
andi útgáfur efnisins.10 Einnig sýndu rannsakendur fram á að af
þeim fíklum sem misnota örvandi efni gegnum æð á Íslandi er
metýlfenídat langalgengasta efnið.11
Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja hefur verið
nánar skilgreind sem millifærsla frá einstaklingum sem þau eru
ætluð samkvæmt lyfseðli til annarrar manneskju sem hefur ekki
fengið þeim ávísað. Þetta á við hvort sem lyfin eru seld, þeim skipt
eða þau gefin.12 Þessi hegðun sem heitir diversion á ensku hefur
stundum verið kölluð lyfjaflakk á íslensku og munu höfundar
halda sig við þessa ágætu þýðingu á hugtakinu í þessari umfjöll-
un.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að um 7-24% þeirra sem fá ávís-
að örvandi lyfjum ástunda einhverntíma lyfjaflakk. Almennt má
segja að tíðni lyfjaflakks örvandi efna aukist með aldri og sé al-
gengust hjá háskólanemum og öðrum fullorðnum notendum.
Breytileikinn í algengi skýrist aðallega af aðferðafræði rannsókn-
anna og aldri þátttakenda.12,13,14
Nýleg rannsókn meðal 13-16 ára bandarískra barna benti til að
tíðni lyfjaflakks hjá þessum aldursflokki væri um 10%.12 Stór sam-
antektarrannsókn frá 2008 sýndi fram á að tíðni flakks örvandi
lyfja fram til 18 ára aldurs sé á bilinu 5-9%,14 á meðan enn önnur
nýleg bandarísk rannsókn á meira en 11.000 þarlendum börnum
á aldrinum 10-18 ára gaf til kynna að um 12% þeirra sem höfðu
fengið ávísað örvandi lyfjum höfðu einhverntíma ástundað lyfja-
flakk.15
Hættan af lyfjaflakki er tvíþætt. Í fyrsta lagi skapast hætta af
því að einstaklingurinn sem fær lyfjunum ávísað tekur ekki öll
lyfin sín sjálf/ur og ADHD-einkennin eru þar af leiðandi ómeð-
höndluð. Það getur haft alvarlegar afleiðingar á borð við skert
lífsgæði, kvíða, þunglyndi, námserfiðleika og hættu á áfengis- og
vímuefnamisnotkun.4 Í öðru lagi er sú hætta sem fylgir lyfjanotk-
un án aðkomu eða eftirlits lækna eða annars heilbrigðisfagfólks
sem þýðir að notendur eru án ráðgjafar, fræðslu eða eftirlits í notk-
un sinni á efnunum. Einstaklingar geta ánetjast örvandi lyfjum og
misnotkun þeirra getur haft í för með sér fjölda hættulegra auka-
verkana. Til dæmis má nefna aukna tíðni annarra geðsjúkdóma og
félagslegra vandamála auk hættunnar á of stórum skammti sem
gæti leitt til alvarlegrar fötlunar eða dauða.16 Algengar aukaverk-
anir örvandi efna eru til dæmis svefnleysi, höfuðverkur, lystar-
leysi, ýmis einkenni frá hjarta og æðakerfinu eins og háþrýstingur
og óreglulegur hjartsláttur og geðræn einkenni eins og kvíði, fíkn,
og í einhverjum tilfellum geðrof.17
Nokkrar erlendar rannsóknir hafa tengt lyfjaflakk við aðra
áhættuhegðun eins og vímuefnanotkun.18,19 Í rannsókn á lyfja-
flakki fólks á tvítugsaldri14 kom í ljós að langflestir þeirra sem
stunduðu slíkt glímdu einnig við fíknisjúkdóma. Þá eru hegð-
unarvandamál einnig mun algengari í þessum hópi.18 Þó ADHD
sé mun oftar greint hjá strákum en stelpum hefur ekki tekist að
sýna fram á það með skýrum hætti hvort kynið sé líklegra til að
dreifa lyfjunum sínum ólöglega.19
Það eru vitanlega fjölmargar aðrar breytur sem geta haft áhrif
á það hvort unglingur leiðist út í það að stunda lyfjaflakk. Það er
vel þekkt að stuðningur foreldra er einn helsti áhrifaþáttur í heilsu
og líðan unglinga. Slíkur stuðningur verkar verndandi í erfiðum
aðstæðum, auðveldar aðlögun og dregur úr áhættuhegðun.20 Fáar
sem engar rannsóknir eru hins vegar til um áhrif tilfinningalegs
stuðnings foreldra á lyfjaflakk unglinga.
Þessari rannsókn var ætlað að svara spurningunni hversu al-
gengt lyfjaflakk sé meðal íslenskra unglinga sem fá ávísað örvandi
lyfjum. Einnig var skoðað hvort þessi hegðun tengist kyni, tilfinn-
ingalegum tengslum við foreldra og notkun vímuefna.
Efniviður og aðferðir
Hér er byggt á gögnum sem safnað var í íslenskum hluta ESPAD-
rannsóknarinnar (European School Survey Project on Alcohol and
Other Drugs) um vímuefnaneyslu 10. bekkinga. Gagnasöfnun
fer fram á fjögurra ára fresti í um 40 Evrópulöndum og er studd
af Evrópuráðinu.21 Rannsóknin er þannig hönnuð að það eru
þrenns konar spurningar mögulegar. Í fyrsta lagi eru svokallað-
ar skylduspurningar (mandatory questions) sem öll lönd verða að
leggja fyrir, í öðru lagi geta lönd valið ákveðnar staðlaðar spurn-
ingar sem alþjóðlegi rannsóknarhópurinn mælir með (optional
questions) og í þriðja lagi geta rannsóknarteymi landa sett inn
spurningar um efni sem þeim finnst sérstaklega áhugaverð (local
questions). Spurningarnar sem fjölluðu um lyfjaflakk falla undir
þriðja flokkinn og er því um að ræða séríslenska útfærslu.
Í íslenska þýðinu voru 4204 nemendur fæddir árið 1999 sem
voru í 266 bekkjardeildum 133 skóla. Nemendur í sérskólum voru
ekki hluti þýðisins. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar
(tilkynning númer 7039) sem óskaði ekki eftir að sótt væri um
formlegt leyfi þar sem ekki var um persónugreinanleg gögn að
ræða. Eftir að skólastjórum allra grunnskóla á Íslandi hafði verið
sent kynningarbréf og eintak af spurningalistanum, var haft sam-
band við þá og þeir beðnir um leyfi til fyrirlagnar. Það fékkst hjá
114 skólum sem í voru 179 10. bekkir.
Öllum forráðamönnum var síðan sent upplýsingabréf þar sem
þeim var kynnt efni rannsóknarinnar og gefinn kostur á að hafna
þátttöku barna sinna. Að auki var öllum þátttakendum gerð grein
fyrir því á forsíðu spurningalistans að þau þyrftu hvorki að taka
þátt né heldur að svara öllum spurningunum. Engir nemendur
eða foreldrar þeirra höfnuðu þátttöku og fengust svör frá 2336 10.
bekkingum, eða 55,6% þýðisins.
R A N N S Ó K N