Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 54
574 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Óháð rannsóknarnefnd Háskóla Íslands og Landspítala vegna ígræðslu plastbarka í sjúkling frá Íslandi á Karólínska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi 9. júní 2011 kynnti niðurstöður rannsóknarskýrslu sinnar á opnum fundi í Norræna húsinu mánu- daginn 6. nóvember síðastliðinn. Nefndina skipuðu Páll Hreinsson dóm- ari við EFTA-dómstólinn, formaður, Georg Bjarnason krabbameinslæknir og vís- indamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada og María Sigurjónsdóttir geðlæknir við réttargeðdeildina í Dikem- ark í Noregi. Á fundinum kynnti Páll Hreinsson meginatriði skýrslunnar sem er mjög ítar- leg, upp á 262 blaðsíður og má finna hana í heild sinni á vefsíðu Háskóla Íslands hi.is/node/309002. Þar er einnig að finna upptöku af kynningu nefndarinnar ásamt öllum fylgiskjölum skýrslunnar. Samkvæmt skipunarbréfi var markmið nefndarinnar að rannsaka sérstaklega aðkomu Landspítala og Háskólans og starfsmanna þeirra að málinu. Í skip- unarbréfinu segir ennfremur: „Rann- sóknarnefndinni er ætlað að veita álit sitt á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigð- isstarfsmanna í tengslum við plastbarka- ígræðsluna hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla og uppfylli þannig þær gæðakröfur sem gerðar eru til sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu […]. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þáttöku ís- lenskra lækna í birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet 24. nóvember 2011 og fyrir málþingi um plastbarkaað- gerðina á Andemariam Beyene í Háskóla Íslands sumarið 2012. Þá er talið mikil- vægt að fá úr því skorið hvort niðurstöður rannsóknaraðila í Svíþjóð séu að hluta til byggðar á röngum eða villandi upplýs- ingum um þátt og aðkomu íslenskra heil- brigðisstarfsmanna að málinu.“ Megingagnrýni nefndarinnar snýr að störfum þeirra Tómasar Guðbjartssonar og Óskars Einarssonar sem sinntu Andem- ariam á Landspítala og voru meðhöfundar að vísindagreininni í Lancet. Í meginniður- stöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að „þegar aðgerðin var gerð á Andem- ariam hafi ekki verið til staðar nægur vísinda- legur grundvöllur fyrir því að græða í fólk plastbarka þakinn mergfrumum og samtímis að gefa vaxtarörvandi lyf.“ „Ígræðsla plastbarkans í Andemariam hafi í eðli sínu verið klínísk rannsókn þar sem afla þurfti leyfis siðanefndar áður en hún var fram- kvæmd samkvæmt sænskum lögum.“ Þetta var ekki gert. „Hefði verið sótt um leyfi fyrir aðgerðinni þykir ólíklegt að verkefnið hefði verið sam- þykkt. Var þetta brot kært til lögreglu í Svíþjóð. Þá uppfyllti samþykkisyfirlýsing Andemariams fyrir aðgerðinni ekki skilyrði sænskra laga fyrir þátttöku í vísindarannsókn.“Rétt fyrir birtingu skýrslunnar kom fram að sænski ríkissaksóknarinn hefði fellt niður mál- sókn á hendur Macchiarini fyrir mann- dráp af gáleysi þar sem ekki þóttu líkur á sakfellingu í málinu. Áfram segir í niðurstöðum nefndar- innar að Tómas hafi ekki sýnt nægilega aðgæslu í samskiptum sínum við Macchi- arini. „Á hinn bóginn er það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að að Tómasi hafi mátt vera ljóst að hin mögulega gervibarkaaðgerð á Andemariam skorti öll nauðsynleg opinber leyfi og yrði því í andstöðu við sænsk lög og viðteknar siðareglur á þessu sviði.“ Þá kemur einnig skýrt fram í skýrsl- unni að samkvæmt upphaflegu lækna- bréfi frá Tómasi Guðbjartssyni er fylgdi Andemariam hafi læknum Karólínska sjúkrahússins eingöngu verið ætlað að meta möguleika og kosti laserskurðað- gerðar á sjúklingnum. „Það er mat nefndarinnar að fyrsta tilvís- un TG á ATB til KS, dags 9.maí 2011, […] hafi verið eðlileg og að TG gerði ráð fyrir því að ATB kæmi til Íslands þremur dögum eftir mat sænsku læknanna og framhaldið yrði metið hér á landi.“ Þá er það mat nefndarinnar að eftir að Andemariam er kominn til meðferðar á Karólínska sjúkrahúsinu færðist ábyrgð á meðferð hans yfir á lækna þar. „Að mati nefndarinnar er það á ábyrgð lækna Karólínska háskólasjúkrahússins að Andemariam var boð- in þátttaka í tilraunameðferð af þessum toga. Á Ítarleg skýrsla um plastbarkamálið ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Tveir af þremur nefndarmönnum kynntu skýrsluna, þau Páll Hreinsson dómari við EFTA-dómstólinn og María Sigur- jónsdóttir geðlæknir. Þriðji nefndarmaðurinn, Georg Bjarnason krabbameinslæknir, var fjarstaddur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.