Læknablaðið - 01.12.2017, Page 54
574 LÆKNAblaðið 2017/103
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Óháð rannsóknarnefnd Háskóla Íslands
og Landspítala vegna ígræðslu plastbarka
í sjúkling frá Íslandi á Karólínska sjúkra-
húsinu í Stokkhólmi 9. júní 2011 kynnti
niðurstöður rannsóknarskýrslu sinnar á
opnum fundi í Norræna húsinu mánu-
daginn 6. nóvember síðastliðinn.
Nefndina skipuðu Páll Hreinsson dóm-
ari við EFTA-dómstólinn, formaður, Georg
Bjarnason krabbameinslæknir og vís-
indamaður við Sunnybrook-stofnunina í
Toronto í Kanada og María Sigurjónsdóttir
geðlæknir við réttargeðdeildina í Dikem-
ark í Noregi.
Á fundinum kynnti Páll Hreinsson
meginatriði skýrslunnar sem er mjög ítar-
leg, upp á 262 blaðsíður og má finna hana
í heild sinni á vefsíðu Háskóla Íslands
hi.is/node/309002. Þar er einnig að finna
upptöku af kynningu nefndarinnar ásamt
öllum fylgiskjölum skýrslunnar.
Samkvæmt skipunarbréfi var markmið
nefndarinnar að rannsaka sérstaklega
aðkomu Landspítala og Háskólans og
starfsmanna þeirra að málinu. Í skip-
unarbréfinu segir ennfremur: „Rann-
sóknarnefndinni er ætlað að veita álit sitt
á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigð-
isstarfsmanna í tengslum við plastbarka-
ígræðsluna hafi verið í samræmi við lög,
reglur og verkferla og uppfylli þannig þær
gæðakröfur sem gerðar eru til sérhæfðrar
heilbrigðisþjónustu […]. Einnig er hlutverk
nefndarinnar að rannsaka lagalegan og
siðferðilegan grundvöll fyrir þáttöku ís-
lenskra lækna í birtingu greinar um efnið
í vísindatímaritinu Lancet 24. nóvember
2011 og fyrir málþingi um plastbarkaað-
gerðina á Andemariam Beyene í Háskóla
Íslands sumarið 2012. Þá er talið mikil-
vægt að fá úr því skorið hvort niðurstöður
rannsóknaraðila í Svíþjóð séu að hluta til
byggðar á röngum eða villandi upplýs-
ingum um þátt og aðkomu íslenskra heil-
brigðisstarfsmanna að málinu.“
Megingagnrýni nefndarinnar snýr að
störfum þeirra Tómasar Guðbjartssonar og
Óskars Einarssonar sem sinntu Andem-
ariam á Landspítala og voru meðhöfundar
að vísindagreininni í Lancet. Í meginniður-
stöðum skýrslunnar kemur meðal annars
fram að „þegar aðgerðin var gerð á Andem-
ariam hafi ekki verið til staðar nægur vísinda-
legur grundvöllur fyrir því að græða í fólk
plastbarka þakinn mergfrumum og samtímis að
gefa vaxtarörvandi lyf.“
„Ígræðsla plastbarkans í Andemariam hafi
í eðli sínu verið klínísk rannsókn þar sem afla
þurfti leyfis siðanefndar áður en hún var fram-
kvæmd samkvæmt sænskum lögum.“
Þetta var ekki gert.
„Hefði verið sótt um leyfi fyrir aðgerðinni
þykir ólíklegt að verkefnið hefði verið sam-
þykkt. Var þetta brot kært til lögreglu í Svíþjóð.
Þá uppfyllti samþykkisyfirlýsing Andemariams
fyrir aðgerðinni ekki skilyrði sænskra laga
fyrir þátttöku í vísindarannsókn.“Rétt fyrir
birtingu skýrslunnar kom fram að sænski
ríkissaksóknarinn hefði fellt niður mál-
sókn á hendur Macchiarini fyrir mann-
dráp af gáleysi þar sem ekki þóttu líkur á
sakfellingu í málinu.
Áfram segir í niðurstöðum nefndar-
innar að Tómas hafi ekki sýnt nægilega
aðgæslu í samskiptum sínum við Macchi-
arini.
„Á hinn bóginn er það jafnframt niðurstaða
nefndarinnar að ekkert í gögnum málsins bendi
til þess að að Tómasi hafi mátt vera ljóst að
hin mögulega gervibarkaaðgerð á Andemariam
skorti öll nauðsynleg opinber leyfi og yrði því í
andstöðu við sænsk lög og viðteknar siðareglur
á þessu sviði.“
Þá kemur einnig skýrt fram í skýrsl-
unni að samkvæmt upphaflegu lækna-
bréfi frá Tómasi Guðbjartssyni er fylgdi
Andemariam hafi læknum Karólínska
sjúkrahússins eingöngu verið ætlað að
meta möguleika og kosti laserskurðað-
gerðar á sjúklingnum.
„Það er mat nefndarinnar að fyrsta tilvís-
un TG á ATB til KS, dags 9.maí 2011, […] hafi
verið eðlileg og að TG gerði ráð fyrir því að
ATB kæmi til Íslands þremur dögum eftir mat
sænsku læknanna og framhaldið yrði metið hér
á landi.“
Þá er það mat nefndarinnar að eftir að
Andemariam er kominn til meðferðar á
Karólínska sjúkrahúsinu færðist ábyrgð
á meðferð hans yfir á lækna þar. „Að mati
nefndarinnar er það á ábyrgð lækna Karólínska
háskólasjúkrahússins að Andemariam var boð-
in þátttaka í tilraunameðferð af þessum toga. Á
Ítarleg skýrsla um plastbarkamálið
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Tveir af þremur nefndarmönnum kynntu skýrsluna, þau Páll Hreinsson dómari við EFTA-dómstólinn og María Sigur-
jónsdóttir geðlæknir. Þriðji nefndarmaðurinn, Georg Bjarnason krabbameinslæknir, var fjarstaddur.