Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Allar almennar bílaviðgerðir Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, kveðst mjög óánægður með þá ákvörðun Hafrannsóknastofnunar að endurskoða ekki áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxa- stofna á Íslandi. Í samtali við Morgunblaðið segir Einar að ákvörðunin sé mikið áfall fyrir byggðir landsins, einkum á Vest- og Austfjörðum, þar sem íbú- ar hafi gert sér vonir um atvinnu- uppbyggingu með fiskeldi. Nú sé uppi fullkomin óvissa. Gefur lítið fyrir rökin að baki „Þetta kom okkur auðvitað í opna skjöldu. Við höfðum unnið í góðri trú með Hafrannsóknastofnun í hér um bil eitt ár þar sem settar voru fram hugmyndir sem gætu leitt til þess að endurskoða áhættumatið þannig að það gæti leitt til aukinna framleiðsluheimilda,“ segir Einar, en hann telur að allar efnilegar for- sendur hafi verið fyrir hendi til end- urskoðunar. „Þetta er mikið áfall fyrir at- vinnugreinina og fyrirtækin, en ekki síður fyrir þær byggðir sem höfðu bundið vonir við endurskoðun áhættumatsins, vegna þess að fisk- eldismenn höfðu lagt til nýjar eld- isaðferðir til að draga úr hættu á erfðablöndun,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Hafrann- sóknastofnunar segir um ákvörð- unina að í lögum sé ekki heimild til að draga úr eldi sem leyft hafi verið á grunni áhættumats, reynist leyfi- legt eldi vera of mikið. Því sé ekki ráðlegt að breyta áhættumatinu. Einar kveðst ósammála rök- semdafærslunni. „Ég bendi á að áhættumatið var unnið án þess að nein bein lagaheimild væri fyrir þeirri matsgerð enda hefur það í dag þá stöðu að vera álit stofnunar- innar, en er ekki lögbundið plagg að neinu leyti. Ef menn hefðu viljað bregðast við þessum áhyggjuefnum stofnunar- innar hefði hæglega mátt gera það með lagasetningu á næsta þingi. Það er alveg ljóst mál að þótt áhættumat sé endurskoðað og önn- ur niðurstaða fengin, þá er langur vegur frá því þar til framleiðsla hefst eða rekstrar- og starfsleyfi eru gefin út,“ segir hann. Áfall fyrir byggðir landsins  Fiskeldisfólk óánægt með ákvörðun Hafró  „Kom okkur í opna skjöldu“  Hafna röksemdafærslu stofnunarinnar fyrir því að endurskoða ekki áhættumat Líklegt er að borgarísjaki hafi strandað við Skagaströnd gær, skammt frá bænum Bakka. Þar sem jakinn var aðeins um kílómetra frá landi standa líkur til þess að hann sitji fastur, en nýj- ustu gervihnattamyndir gáfu þó til kynna í gær að hann ræki enn í suður. Nýrri myndir munu varpa skýrara ljósi á þetta. Ljósmyndir benda til þess að jakinn sé 120-130 metrar á lengd og breidd, en sjaldgæft er að borg- arísjakar strandi við Ísland. „Það hefur verið óvenju mikið af þeim þarna miðað við árstíma. Yfirleitt koma þeir á haustin,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur og hafíssérfræðingur. „Borgarísjakar koma nærri landi nokkrum sinnum á ári, en það er alls ekki alltaf sem þeir koma svo nálægt að þeir strandi. Það er alltaf gaman þegar þeir stranda nógu nálægt landi þannig að maður sjái þá vel,“ segir hún og nefnir að ástæða sé til að vara við siglingum nærri jök- unum. „Þeir eru stöðugt að bráðna og á örskots- stundu geta þeir snúist. Þeir bráðna hraðar að neðan og þegar þeir velta geta komið mjög miklar bylgjur. Þótt þeir hafi strandað eru þeir ekki stöð- ugir,“ segir hún. jbe@mbl.is Sjaldgæfur atburður við Íslandsströnd Ljósmynd/Ólafur Bernódusson Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Fundi samninganefndar ríkisins og ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu síðdegis í gær. Hefur næsti fundur í deilunni verið boðaður á miðvikudag klukkan 14. Ljósmæður lögðu fram tilboð fyrir samninganefndina á fundinum í gær en samninganefnd ríkisins gekk ekki að þeim kröfum sem settar voru fram, sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samn- inganefndar ljósmæðra, við mbl.is í gær. „Mér skilst að þeir ætli að smíða tilboð í öðru formi og leggja fyrir okkur. Þeir segjast þurfa að taka sér tíma til að setja það sam- an,“ sagði Katrín. Er næsti samningafundur ákveð- inn á miðvikudaginn í næstu viku og segir Katrín ýmsar ástæður fyr- ir því hvers vegna svo langt sé í næsta fund. Hefðu ljósmæður vilj- að funda fyrr að hennar sögn. „Þeir [samninganefnd ríkisins, innsk. blaðamanns] skýra það með því að það séu sumarfrí og það þurfi að kalla inn einhverja aðila sem koma að þessu tilboði,“ sagði Katrín. Fagnar samræðum gærdagsins Katrín segist í samtali við mbl.is vera ánægð með þær samræður sem áttu sér stað á fundinum og sé bjartsýnni á gang mála en hún var þegar fundurinn hófst. Jafnframt segir Katrín að ljósmæður finni fyrir miklum stuðningi í baráttu sinni og sá stuðningur hafi lagt þeim lið í deilunni. „Við vitum að þetta er réttlætismál og vitum að við erum ekki að fara fram með frekju og yfirgangi og ég held að almenningur sé sammála okkur um það. Við höfum lagt fram gögn sem rökstyðja okkar mál,“ sagði Katrín. Uppsagnir og yfirvinnubann Uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi um síðustu helgi og þá sam- þykktu ljósmæður yfirvinnubann sem tekur gildi um miðjan mán- uðinn. „Ég hef verulegar áhyggjur og helst vildi maður sjá að það væri hægt að vinna þetta hraðar og betur. Það hlýtur að vera allra hag- ur.“ Fimm dagar í næsta fund  Sumarfrí setja strik í reikninginn  Formaður samninga- nefndar ljósmæðra segist vera bjartsýnni nú en fyrir fundinn Skipulagsstofnun hefur auglýst til kynningar frummatsskýrslu Fann- borgar ehf. vegna mats á umhverf- isáhrifum hálendismiðstöðvar í Ás- garði í Kerlingarfjöllum. Svæðið er um fimm kílómetra frá Hveradöl- um. Kynningartíminn stendur til 10. ágúst. Fannborg hefur áform um að ráðast í framkvæmdir við hálendis- miðstöðina í Kerlingarfjöllum. Þar er nú rekin aðstaða fyrir ferða- menn, skíða- og útivistarfólk. Hug- myndin er að byggja nýjan og stærri gistiskála en fjarlægja eldri byggingar þar sem nýjar verða reistar. Einnig verður fráveita á svæðinu endurnýjuð. Fyrirsjáanleg fjölgun þeirra sem heimsækja svæðið knýr á um að aðstaða ferða- manna í Ásgarði verði bætt. Í og við Ásgarð eru nú alls 19 bygg- ingar. Í skýrslunni er fjallað um fjóra valkosti við uppbyggingu hálendis- miðstöðvarinnar. Áform Fannborg- ar miðast nú við að allt að 300 gest- ir geti gist í húsum til útleigu í Ásgarði. Gert er ráð fyrir auknu framboði á gistingu í herbergjum í gistiskálum og áframhaldandi veit- ingasölu. Þótt framboð á gistingu í uppbúnum rúmum verði aukið mun áfram gefast kostur á að gista í svefnpokaplássi. Einnig er gert ráð fyrir rekstri tjaldstæða. gudni@mbl.is Kynna frummat á hálend- ismiðstöð  Byggja á nýjan og stærri gistiskála Morgunblaðið/Árni Sæberg Kerlingarfjöll Mikil náttúrufegurð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.