Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 10
11
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
ÚTSALA
40% afsláttur
af öllum vörum
SUMAR
fleiri hross í keppni. Jakob telur að
það mætti jafnvel fækka aftur í
flokkunum. „Þetta er gríðarlega
mikið. Það eru 100 hross í hverjum
flokki í gæðingakeppninni og þessi
sérstaka forkeppni er ofboðslega
erfið fyrir hestana. Manni finnst
maður vera að taka óþarflega mik-
ið út á hestunum svona í byrjun
móts. Hann Nökkvi er sterkasti
hestur sem ég hef verið með og
hann var alveg búinn. Ég hefði
kosið að spara orkuna fram á síð-
asta dag, en svona getur þetta ver-
ið.“ Sérstök forkeppni felst í því að
þrír hestar eru inni á vellinum í
einu þar sem riðið er eftir fyrir-
mælum þular.
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Samband hesta og manna hefur
löngum verið rætt og rannsakað.
Fáir þekkja það betur en verð-
launaknapinn Jakob Svavar Sig-
urðsson en hann og Nökkvi frá
Syðra-Skörðugili eru ríkjandi
landsmótsmeistarar í B-flokki. Þeir
eru mættir aftur á landsmót og
freista þess að endurheimta titilinn
en auk þess að taka þátt í gæðinga-
keppninni hefur Jakob Svavar sýnt
kynbótahross með góðum árangri.
Má segja að þeir Nökkvi og Jak-
ob Svavar séu hálfgerðar stjörnur
innan hestaheimsins og er Nökkvi
m.a.s. með eigin facebooksíðu. Jak-
ob Svavar hefur átt farsælan feril
sem knapi á hestamótum í gegnum
tíðina og varð t.a.m. heimsmeistari
í tölti á Heimsmeistaramóti ís-
lenska hestsins í Hollandi í fyrra.
Hann segist enn ekki hafa ákveðið
hvort þeir fari aftur út að keppa á
næsta ári. „Ég á rétt á því að fara,
sem heimsmeistari í tölti, en við er-
um að skoða stöðuna og það er enn
óráðið á hvaða hesti ég fer.“
Undirbúningur lykilatriði
Þá er Jakob spurður hvernig
maður nái svo góðum árangri í
hestaíþróttinni. Segir hann undir-
búning og góðan hest lykilatriði,
ásamt því að hafa ástríðu fyrir
hestum að sjálfsögðu. „Það segir
sig kannski sjálft en þú verður að
lifa fyrir þetta. Ég hef verið í
kringum þetta frá barnsaldri. Hvað
varðar árangur, þá næst hann ekki
nema vera með góðan hest og fá að
hafa hann í góðan tíma, því þetta
er rosalega mikil vinna. Það er
þetta tvennt sem skilar árangri: að
fá góðan hest og vera samvisku-
samur og hugsa vel um hestinn og
þjálfa hann vel. Þetta er smá
heppni líka,“ bætir Jakob við og
brosir. En hvað gerir Nökkva að
afburðahesti í huga Jakobs? „Hann
hefur einstakt gangrými og býr yf-
ir frábærum gangtegundum, tölti
og brokki. Algjörlega óvenjulegt
brokk. Við eigum ennþá eitthvað
inni á þessu móti að ég tel,“ segir
Jakob.
Gríðarlega jöfn keppni í ár
Nökkvi og Jakob urðu efstir í
sérstakri forkeppni í vikunni og í
þriðja sæti í milliriðlakeppninni á
miðvikudag. Jakob Svavar segir
samkeppnina í ár gífurlega harða.
„Þetta er náttúrlega landsmót; hér
eru allir þeir bestu og allir stefna
hingað. Breiddin í hestunum er að
aukast og líka knaparnir. Þetta er
allt að styrkjast, bæði A- og B-
flokkur. Ég hef sjaldan séð svo
góða og jafna keppni.“
Í ár er komin upp sú staða að
vegna fjölgunar innar hestagrein-
arinnar öðlast hestamannafélögin
aukinn þátttökurétt og geta sent
Að sögn Jakobs eru landsmót í
hans huga alltaf ánægjuleg en
fyrst og fremst mikil vinna.
„Landsmótið þýðir gríðarleg vinna
og sér í lagi ef þú ert að keppa með
mörg hross. Það er helsti mun-
urinn á landsmótum og svo Ís-
landsmótum og heimsmeistaramót-
um, að þetta er mesta vinnan. En
þau eru líka skemmtileg að því
leyti að þetta er uppskera; þú ert
að sýna alla vinnuna og undirbún-
inginn.“
Sækir í ró fyrir keppni
Fyrr í vikunni greindi Morgun-
blaðið frá lokaverkefni í íþróttum
og þjálfun er snýr að líkamlegri
heilsu knapa þar sem því er haldið
fram að knapar verði að vera í
góðu formi til að ná árangri. Jakob
Svavar tekur undir það. „Maður
reynir að passa upp á sjálfan sig,
hugsa um heilsuna. Maður verður
að vera í góðu standi líkt og hest-
urinn.“ Hann segist jafnframt ekki
hafa neina sérstaka rútínu þegar
kemur að keppnisdögum en vill þó
hafa ró í kringum sig og forðast
óþarfa stress. „Það getur verið erf-
itt að halda rónni þegar það er
mikið álag svo það tekst nú ekki
alltaf, oft er allt á síðustu stundu,“
segir Jakob og hlær. Hann og
Nökkvi snúa aftur í úrslitum í B-
flokki á sunnudag.
Landsmót fyrst og fremst mikil vinna
Verðlaunaknapinn Jakob Svavar er mættur aftur á landsmót með Nökkva frá Syðra-Skörðugili
Morgunblaðið/Nína Guðrún Geirsdóttir
Reynsla Jakob og Gróa frá Grímarsstöðum. Jakob keppir á verðlaunahestinum Nökkva á landsmótinu. Nökkvi var vant við látinn meðan á myndatöku stóð.
Morgunblaðið/Eggert
Stuð Setningarathöfn Landsmóts hestamanna var í gærkvöldi. Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður var meðal viðstaddra.
Þá er komið að sjötta degi lands-
móts og spennan magnast. Dagur-
inn hefst með B-úrslitum í B-flokki
gæðinga á aðalvellinum.
Eftir það taka við B-úrslit í
unglingaflokki og barnaflokki. Á
kynbótavelli hefst dagurinn á yfir-
liti stóðhesta og á skeiðbrautinni
fara fram seinni umferðir 150 m og
250 m skeiðs. Um kvöldið verða
verðlaun veitt fyrir hryssur á aðal-
vellinum kl. 18:30. Beint þar á eftir
verða B-úrslit í tölti og kvöldinu
lýkur með ræktunarbússýning-
unum sívinsælu.
Um kvöldið verða kántrítón-
leikar með Axel Ó. ásamt Rúnari F.
og stórdansleikur í reiðhöllinni með
fastagestunum Helga Björns og
Reiðmönnum vindanna.
Landsmót hestamanna 2018: Föstudagur
Landsmót hestamanna 2018
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018