Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 25

Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 25
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Halldóra Vífilsdóttir arkitekt á 50 ára afmæli í dag. Hún hóf störfhjá Landsbankanum 1. desember síðastliðinn. og vinnur húnvið verkefnisstjórn vegna uppbyggingar bankans við Austur- bakka. Hún hætti þá störfum sem forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins en hún hafði verið forstjóri þar frá 2014. „Við erum núna í frumhönnunarfasanum en allir hönnuðir eru komn- ir að borðinu. Byggingin verður 22.000 fermetrar en verður brotin upp í smærri misháar byggingar. Þannig er dregið úr stærð hússins.“ Landsbankahúsið verður á móts við Seðlabankann, sem sagt hinum megin við Kalkofnsveginn en á reitnum eru að rísa hótel, íbúðir og verslanir. Stefnt er á að hefja undirbúningsframkvæmdir við Lands- bankahúsið um næstu áramót. Áhugamál Halldóru eru fjölskyldan og vinir, útivist, hreyfing, lax- veiði, skíði, gönguferðir og ferðalög, og að sjálfsögðu arkitektúr og hönnun. Halldóra er þegar búin að fara í veiði í sumar og það var í Langá á Mýrum. „Það er árviss viðburður hjá fjölskyldunni að vera við opnun í Langá og svo förum við alltaf í Selá í ágúst. Við erum orðnir fjórir ættliðir við bakkann; foreldrar mínir, bræður og mágkona og svo börn og barnabörn, og eru þetta sérstaklega skemmtilegar stundir.“ Eiginmaður Halldóru er Þór Sigfússon hjá Íslenska sjávarklasanum. Börn þeirra eru Oddur Ísar, sem er að verða 18 ára, nemi í FG, og Krist- ína Katrín, 14 ára, nemi í Garðaskóla og fótboltastelpa. „Ég er því líka alltaf á hliðarlínunni.“ Í tilefni dagsins ætlar Halldóra að bjóða konum í freyðandi föstudag á heimili sínu. Fjölskyldan Við opnun Langár á einum sólardegi sumarsins, 20. júní. Freyðandi föstudagur Halldóra Vífilsdóttir er fimmtug í dag D óra Ólafsdóttir fæddist í Sigtúnum á Kljáströnd í Suður-Þingeyjarsýslu 6.7. 1912 og ólst þar upp. Þá var Kljáströnd útgerðarbær en þar var umtalsverð útgerð, verslun og læknir. Í upphafi síðustu aldar var lagður sími á milli Höfða og Kljástrandar en faðir Dóru lærði símtækni í Noregi, fyrstur Ís- lendinga. Dóra stundaði nám við MA og lauk þaðan gagnfræðaprófi og var við störf í Kaupmannahöfn um og upp úr 1930. Hún var lengst af hús- freyja á Akureyri og starfaði við Landsímann á Akureyri í 40 ár. Hún býr nú á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Skjóli í Reykjavík. En hvernig tilfinning er það að vera orðin 106 ára? Dóra segist hvorki skilja upp né niður í því hvernig á því standi að hún sé ekki löngu horfin á vit forfeðra sinna. Svo hlær hún. „Þetta er allt í lagi meðan ég get stigið í fæturna. Ég get gengið í mat og kaffi. Ég hef ekkert slakað á því.“ Aldurinn hefur sett sitt mark á Dóru en hugsunin er skýr þótt sjón og heyrn hafi dalað talsvert. Dóra hefur keypt Morgunblaðið um árabil og les það spjaldanna á milli þegar það berst henni í Skjól. „Ég er sérstaklega hrifin af greinum Jóns Steinars lögmanns. Hann er rökfastur. Ég les annars það í Mogg- anum sem mér finnst þess virði. Þar hef ég fréttirnar sem ég sé ekki leng- ur í sjónvarpinu.“ Dóra er mikil áhugakona um fót- bolta og fylgdist vel með „strákunum okkar“ þegar þeir spiluðu í Rúss- landi. Sjóndepurð kom í veg fyrir að Dóra gæti notið sjónvarpsútsendinga til fulls – en hún sá nóg til að segja eftir leikina að það hefði vantað dálít- inn kraft í piltana þegar þeir spörk- uðu í boltann! Að sjálfsögðu las hún svo um leikina þegar Morgunblaðið barst henni næsta dag. Þeim fækkar sem geta sagt með sanni að þeir hafi séð Kötlu gjósa ár- ið 1918. Dóra var í Höfða í Grýtu- bakkahreppi þegar hún og aðrir heimilismenn sáu eldglæringar á Dóra Ólafsdóttir, fyrrverandi húsfreyja á Akureyri – 106 ára Afmælið í fyrra F.v.: Laufey Dóra Áskelsdóttir, Aðalsteinn Arnarson, Hildur Ósk Aðalsteinsdóttir, Hulda Björk Jó- hannsdóttir, Vilborg Aðalsteinsdóttir, Hákon Aðalsteinsson, Dóra K. Drexler, Ása Drexler og Dóra Ólafsdóttir. Sá Matthías Jochums- son og sá Kötlu gjósa Afmælisbarnið Ný mynd af Dóru. Reykjavík Ásdís Björk fæddist 6. júlí 2017 kl. 5.36 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 4.072 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Jóna Katrín Guðnadóttir og Haraldur Björnsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Illuminate colour Illuminate colour línan er byggð á lífrænni Acai olíu og hörfræ olíu. Þessar nærandi olíur eru notaðar til að byggja upp mýkt og hjálpar við viðgerð á hárinu. Næringaríka olían er full af omega 3, omega 6 og öðrum fjölbreyttum vítamínum. Eins og t.d. B1,B2, B3 og Vítamín C+D. Ávinningur þessara efna bjóða upp á fullkomna blöndu af auknum gljáa og ljóma. Modus Hár og Snyrtistofa - Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki REF Stockholm er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Sjá nánar á harvorur.is Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.