Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 26
suðurhimni. Henni er í fersku minni að um kvöldið voru látnir út diskar og að morgni næsta dags hafði fallið á þá aska. Þeir eru ekki heldur margir sem sáu skáldið Matthías Jochumsson í lifanda lífi. „Ég man að ég sá Matt- hías á götu á Akureyri. Mér fannst gaman að sjá hann.“ Annað eyfirskt skáld hitti hún oftar en það var Davíð Stefánsson sem var góður kunningi Þóris, eiginmanns Dóru. Hún minnist þess að hafa heimsótt Davíð og þótti ekki síður gott að fá hann í heimsókn. „Ég man að við Þórir drukkum kaffi í eldhúsinu hjá Davíð.“ Að sjálfsögðu var Dóra spurð um lykilinn að langlífi og þar kom reglu- bundin hreyfing til umræðu. Dóra vann á vöktum hjá Landsímanum við að afgreiða símtöl og fór gjarnan í sund fyrir eða eftir vakt. Hún bjó nyrst við Norðurgötu og gekk í vinn- una. En það er ekki bara hreyfingin sem kom Dóru til góða. Hún nefnir hollan mat í uppvextinum. Nýr fiskur var gjarnan á borðum og heimamenn skutu sel, hnísur og fugla. Allt var et- ið og ekkert fór til spillis. „Það var alltaf góður matur í Sigtúnum. Bræð- ur mínir lögðu silunganet og þeir voru á bryggjunni og veiddu í mat- inn,“ sagði afmælisbarnið þegar rætt var við það í byrjun vikunnar. Þess má að lokum geta að Dóra hefur prjónað hundruð dýra og gefið börnum. Hún er enn að prjóna og hyggst ekki hætta því í bráð. Fjölskylda Dóra giftist 15.2. 1943 Þóri Guð- mundi Áskelssyni, f. á Skugga- björgum í Dalsmynni í Suður- Þingeyjarsýslu 18.7. 1911, d. 10.12. 2000, sjómanni og seglasaumara. Foreldrar hans voru Áskell Hannes- son, f. á Austari Krókum 29.5. 1875, d. 29.3. 1953, bóndi, og k.h., Laufey Jóhannsdóttir, f. á Skarði í Grýtu- bakkahreppi 6.10. 1877, d. 22.4. 1927, húsfreyja. Börn Dóru og Þóris eru: 1) Ása Drexler, f. 25.11. 1933, húsfreyja og fv. skrifstofumaður í Bandaríkjunum og ekkja eftir Heinz Drexler, f. 1923, og eru börn þeirra: a) Dóra Karen, f. 11.11. 1964, eftirlitsverkfræðingur með loftgæðum, gift Eric Ruzius verkfræðingi f. 20.10. 1962, en börn þeirra eru Eric Thor, f. 20.3 2000, og Emma, f. 1.2. 2002; b) Hans, f. 28.7. 1967, verktaki, og eru börn hans og Stephanie Drexler, f. 9.9. 1972, að- stoðarmanns kennara barna með sér- þarfir: Lucas, f. 10.10. 2007, og Sid- ney, f. 30. 6. 2009. 2) Áskell, f. 19.3. 1953, fv. ritstjóri Bændablaðsins og nú starfsmaður Landgræðslunnar. Kona hans er Vilborg Aðalsteins- dóttir f. 9. 10. 1954, kennari, sjúkra- liði og lyfjatæknir á Landspítala. Börn: a) Aðalsteinn Arnarson, f. 17.11. 1972, skurðlæknir á Landspít- ala og Klíníkinni, kvæntur Huldu Björk Jóhannsdóttur, f. 26. maí 1973, hjúkrunarfræðingi á Landspítala, og eru börn þeirra Hákon, f. 12.9. 2001, Sara Lind, f. 14.8. 2007, og Hildur Ósk, f. 27.7. 2014. Faðir Aðalsteins er Örn Bragason, f. 10.2. 1953, deildar- stjóri; b) Laufey Dóra, f. 27.4. 1990, deildarlæknir á Landspítala. Systkini Dóru: Anna Gunnur, f. 1911, d. 1945; Guðríður, f. 1916, d. 2005, húsfreyja á Akureyri; Gunnar, f. 1917, d. 1991, sjómaður á Akur- eyri; Baldvin, f. 1919, d. 2015, versl- unarmaður á Akureyri; Vigfús, f. 1922, d. 2012, framkvæmdastjóri á Akureyri; Árni, f. 1925, d. 2003, kennari á Akureyri, og Þóra Soffía, f. 1931, skrifstofumaður og hús- freyja í Hafnarfirði. Foreldrar Dóru voru Ólafur Gunnarsson, f. 27.7. 1878 á Höfða, Grýtubakkahreppi, d. 15.1. 1964, út- vegsbóndi á Kljáströnd, og k.h. Anna María Vigfúsdóttir, f. 28.11. 1888 á Hellu í Árskógshreppi, d. 10.7. 1973, húsfreyja á Kljáströnd. Dóra Ólafsdóttir Soffía Jónsdóttir húsfr. á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal Halldór Halldórsson á Brimnesi á Árskógsströnd Halldóra Halldórsdóttir húsfr. á Hellu á Árskógsströnd Vigfús Vigfússon b. á Hellu á Árskógsströnd Anna María Vigfúsdóttir húsfreyja á Kljáströnd Anna Rósa Þorsteinsdóttir húsfr. á Hellu á Árskógsströnd Vigfús Gunnlaugsson b. á Hellu á Árskógsströnd Ólafur Hjaltested skólastjóri fyrsta barnaskólans í Rvík og prestur í Saurbæ Sigurður J. Ringsted bankastj. á Akureyri Gunnar Ringsted tónlistar- maður og tónlistar- kennari í Borgarnesi Guðríður Gunnars- dóttir húsfr. í Sigtúnum á Kljáströnd Baldvin G. Ringsted tannlæknir á Akureyri Sigurður Gísli Ringsted verkfr. á Akureyri Vilhelm Halldór Vigfússon starfsmaður ÚA Vigfús Vigfússon sjómaður Þóra Rósa Vigfúsdóttir Christiansen hatta- gerðarkona á Akureyri og í Kaupmannahöfn Guðríður Magnúsdóttir Hjaltested ljósmóðir í Saurbæ í Hvalfirði, systurdóttir Hallgríms, föður Jónasar skálds Georg Pétur Einarsson Hjaltested ráðsmaður í Saurbæ í Hvalfirði Anna Petrea Pétursdóttir Hjaltested húsfreyja á Kljáströnd Gunnar Ólafur Gunnarsson útvegsbóndi á Kljáströnd Ólöf Magnúsdóttir húsfreyja í Höfða, dóttir Magnús­ ar prests í Steinnesi Árnasonar, biskups á Hólum Þórarinssonar Gunnar Ólafsson pr. í Höfða í Höfðahverfi í S­Þing., systursonur Gunnars Gunnarssonar pr. í Laufási, föður Tryggva Gunnars­ sonar og afa Hannesar Hafstein skálds og ráðherra Úr frændgarði Dóru Ólafsdóttur Ólafur Gunnarsson útvegsb. á Kljáströnd ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 106 ára Dóra Ólafsdóttir 90 ára Bergþóra Magnúsdóttir Elita Benediktsson 85 ára Guðrún Margrét Elísdóttir Selma Guðjónsdóttir Stefán Bjarnason 80 ára Arnþór Garðarsson Þuríður Magnúsdóttir 75 ára Aðalsteinn Steinþórsson Ágúst Guðmundsson Friðbjörn Þórðarson Gunnar Guðjón Baldursson Helga B. Yngvadóttir Höskuldur Erlendsson Maria Powichrowska Sóley Anna Þorkelsdóttir 70 ára Áslaug Bergsteinsdóttir Eiríkur Trausti Stefánsson Eyrún S. Jónsdóttir Guðrún J. Hansdóttir Guttormur Sigurðsson Hildur Ása Benediktsdóttir Hilmar Hjaltalín Jónsson Hreiðar Þór Sæmundsson Jóna Kristjánsdóttir Kristín Kjartansdóttir Krystyna R. Maszewska Ólafía J. Hansdóttir Ólöf Vilhelmsdóttir Pétur Gunnlaugsson Sigfús Smári Viggósson Sigurveig Guðjónsdóttir 60 ára Alicja Rybkowska Árni Jónasson Hörður Ingólfsson Jónas Baldursson Jónína R. Guðmundsdóttir Júlíus Júlíusson Karl Knudsen Kristinn Ásbjörnsson Kristinn Óskarsson Maríus Sævar Pétursson Sigurjón Ólafsson 50 ára Ásdís Halla Bragadóttir Dagmar Kjartansdóttir Dariusz W. Synoradzki Ingvi Már Guðmundsson Jason Cullen Thompson Kristjana M. Hilmarsdóttir Sigríður S. Sigurðardóttir Sigrún Ragnarsdóttir Sigurður H. Sævarsson Tong Chen 40 ára Guðrún Guðmundsdóttir Hrafnkell Brynjarsson Inga Birna Erlingsdóttir Kristín Hannesdóttir Óli Freyr Kristjánsson Petra Björg Kjartansdóttir Pétur Már Gunnarsson Sigrún Ósk Arnardóttir Unnur Eir Arnardóttir Valgeir Ingason Þorvaldur Gröndal Þóra Björg Hallgrímsdóttir 30 ára Arna Björk Ómarsdóttir Einar Bergmann Rúnarsson Erla Heiða Sverrisdóttir Íris Ösp Símonardóttir Johan Henrik Fredriksson Jón Ólafur Kjartansson Katrín Björk Proppé-Bailey Kristinn Annel Kristinsson Óðinn Þórarinsson Rebekka Hoffmann Til hamingju með daginn 30 ára Sindri ólst upp á Hofsósi, býr á Akureyri, lauk prófi í rafvirkjun og stundar málmsmíði með föður sínum. Maki: Kamonlak Nams- anga, f. 1993, starfs- maður hjá Kjarnafæði. Foreldrar: Gunnlaugur Steingrímsson, f. 1948, bílasmiður og framkv.stj. Stuðlabergs og Fjarðar- stáls, og Valbjörg B. Fjól- mundsdóttir, f. 1953, hótelstýra á Fosshóli. Sindri Víðir Gunnlaugsson 30 ára Sandra ólst upp á Þórshöfn á Langanesi, býr í Kópavogi, er snyrti- fræðingur, lauk BSc-prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ og er að detta í fæðingar- orlof. Maki: Óðinn Guðmunds- son, f. 1978, flugmaður hjá Icelandair. Sjúpsonur: Haukur Óð- insson, f. 1999. Foreldrar: Erla Jóhanns- dóttir, f. 1953, og Konráð Jóhannsson, f. 1954. Sandra Ösp Konráðsdóttir 30 ára Björn ólst upp á Dalvík, býr þar, lauk sveinsprófi í húsasmíði og farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum. Maki: Sólrún Anna Ósk- arsdóttir, f. 1996, nemi í hjúkrunarfræði og starfar við umönnun. Foreldrar: Björn Björns- son, f. 1957, húsasmíða- meistari og hafnarvörður á Dalvík, og k.h., Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1964, glerlistakona. Björn Már Björnsson S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart WWW. S I G N . I S Lýður Bakkdal Björnssonfæddist í Bakkaseli í Bæjar-hreppi í Strandasýslu 6.7. 1933. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Elín Andrésdóttir, hús- freyja í Bakkaseli, og Björn Lýðs- son, bóndi þar. Björn var sonur Lýðs Sæmunds- sonar, bónda og trésmíðs í Bakka- seli, og k.h., Elínborgar Daníels- dóttur húsfreyju, en Valgerður var dóttir Andrésar Sigurðsson, bónda á Þórisstöðum, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju. Eftirlifandi eiginkona Lýðs er Guðbjörg Ósk Vídalín Óskarsdóttir, f. 1931. Þau eignuðust dótturina Val- gerði Birnu hjúkrunarfræðing, f. 1959. Lýður lauk stúdentsprófi frá MR 1954 og BA-prófi í mannkynssögu og landafræði frá HÍ, auk kennslurétt- inda þaðan, og cand.mag.-prófi í sögu og landafræði frá HÍ 1965. Lýður kenndi við Vogaskóla í Reykjavík 1957-65, við Verzlunar- skóla Íslands 1965-76 og við Kenn- araháskóla Íslands 1976-84. Hann var dósent við Kennaraháskóla Ís- lands 1984-85, sinnti stundakennslu og sagnfræðirannsóknum og var rit- stjóri sögulegs efnis hjá Genealogia Islandorum. Lýður sat um tíma í stjórn Lands- sambands framhaldsskólakennara, Félags háskólamenntaðra kennara 1966-69, var varaformaður Sagn- fræðingafélags Íslands 1973-74 og formaður þess 1974-75, ritari Stúd- entafélags Reykjavíkur 1976-78 og gjaldkeri Hagþenkis 1983-84. Lýður var afkastamikill rithöf- undur um sagnfræðilegt efni og ligg- ur eftir hann fjöldi rita, kennslu- bóka, ritgerða og greina. Hann skrifaði m.a. bækur um Skúla fóg- eta, Hagræna landafræði, Sögu sveitarstjórnar á Íslandi I-II, Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu, Björn ritstjóra, Sögu Kópavogs, Sögu Hjúkrunarskóla Íslands, Heimavarnarlið Levetzows og her Jörundar, Sögu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og sögu Kaup- mannasamtaka Íslands. Lýður lést 25.2. 2015. Merkir Íslendingar Lýður Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.