Morgunblaðið - 14.07.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
Með sjálfbærni að leiðarljósi
Finnsk innanhússhönnun
02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is
Innblásið af Aalto
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Árvakur hf. og 365 miðlar hf. hafa
undirritað kaupsamning um kaup á
100% hlutafjár í Póstmiðstöðinni
hf.
Árvakur er útgáfufélag Morg-
unblaðsins og 365 miðlar er eigandi
Torgs ehf. útgáfufélags Frétta-
blaðsins. Póstmiðstöðin er nú þegar
dreifingaraðili Fréttablaðsins en
áætlanir kaupenda gera ráð fyrir
að Póstmiðstöðin muni einnig ann-
ast dreifingu Morgunblaðsins,
gangi kaupin í gegn.
Í í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu félaganna tveggja er haft eftir
Ingibjörgu S. Pálmadóttur, for-
stjóra 365 miðla, að alþekkt sé að
rekstrarumhverfi fjölmiðla á Ís-
landi hafi verið erfitt. Við slíkar að-
stæður sé mikilvægt að eðlileg hag-
ræðing fái að eiga sér stað. „Þessi
kaup Árvakurs og 365 miðla eru
liður í því að tryggja að áfram
verði gefin út öflug dagblöð á Ís-
landi, og að innlendir aðilar, stórir
og smáir hafi aðgang að öflugri
dreifingarþjónustu sem veitir
einokunarþjónustu ríkisins sam-
keppni og aðhald,“ er haft eftir
Ingibjörgu.
Svipuð þróun og erlendis
„Erlendis hefur þróunin verið sú
að dagblöð hafa samnýtt dreifikerfi
til að takast á við erfiðar markaðs-
aðstæður. Hér á landi er ekki síður
þörf á að fara þessa leið þegar haft
er í huga að íslenski fjölmiðlamark-
aðurinn er smár, hann býr við
mikla erlenda samkeppni, auk
harðrar samkeppni við umsvifa-
mikið ríkisfyrirtæki,“ er haft eftir
Haraldi Johannessen, fram-
kvæmdastjóra Árvakurs, í tilkynn-
ingunni.
Fyrirvari á kaupunum
Kaupsamningurinn er m.a. gerð-
ur með fyrirvara um samþykki
Samkeppniseftirlitsins. Árvakur
mun fara með 51% eignarhlut í
Póstmiðstöðinni og 365 miðlar 49%
að kaupunum loknum.
Seljendur Póstmiðstöðvarinnar
eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf.
og Hannes Hannesson.
Póstmiðstöðin rekur þjónustu
sem nær m.a. til móttöku, söfnunar
og flutnings á póstsendingum og
segir Haraldur að leitast verði við
að tryggja að starfsmenn muni
njóta ávinnings af breytingunum.
Árvakur og 365 miðlar
kaupa Póstmiðstöðina
Hörð samkeppni og smár markaður kallar á hagræðingu
Morgunblaðið/Valli
Þarfaþing Póstmiðstöðin tekur á móti, flokkar og flytur póstsendingar.
Haraldur
Johannessen
Ingibjörg S.
Pálmadóttir
Ágætur gangur hefur verið að undanförnu í heyskap hjá
bændum í Skagafirði og fyrri slætti er víða lokið. Á bænum
Syðri-Hofdölum í Blönduhlíð lauk fyrri slætti nú í vikunni og
var eftirtekjan alls um 1.600 rúllur sem hlaðið hefur verið upp
í miklar stæður skammt sunnan við útihúsin. Um miðjan ágúst
verður svo seinni sláttur tekinn og ætti hann að skila um 1.000
rúllum til viðbótar. „Veðrið hefur lítið truflað okkur í hey-
skapnum,“ segir Atli Traustason, bóndi í Syðri-Hofdölum.
Almennt hefur heyskapur gengið vel á Norðurlandi.
„Sprettan hefur verið mikil, enda yfirleitt hlýtt og svo koma
skúradembur sem gera gróðrinum gott. Seinni sláttur sem er
að hefjast ætti að skila bændum miklum heyjum. Einhverjir
verða því að taka þriðja sláttinn og því eru menn í fullri alvöru
að ræða útflutning á heyi til Noregs. Hverjir möguleikarnir
þar eru ætti að skýrast eftir helgina,“ segir Sigurgeir Hreins-
son, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Á Suðurlandi er allt skemmra á veg komið, enda hefur úr-
koma sett flest úr skorðum þar. Sunnanlands verður rigning
um helgina, en á mánudag snýst, að sögn veðurfræðings, í
norðlægar áttir og þá rofar til með sólskini með allt að fimm-
tán stiga hita og brakandi þerri. Slíkt er gott heyskaparveður
og þess munu bændur til dæmis í Borgarfirði og á Suðurlandi
sérstaklega njóta. „Hér í Landeyjum og raunar víðar á Suður-
landi er talsvert um að bændur hafi ekki lokið fyrri slætti, sem
er óvenjulegt í miðjum júlí. Þessu veldur rigningin og stund-
um hafa menn þurft að rúlla heyinu áður en það er orðið vel
þurrt. Allt hefur þetta samt sloppið til en klárlega er þetta
engin óskastaða. Menn eru að bíða eftir góðum þurrki og það
er víst von á glætu eftir helgina,“ sagði Hlynur Snær Theó-
dórsson, bóndi á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum, í sam-
tali við Morgunblaðið. Þar á bæ er allt hey tekið í rúllur þó að
bændur séu í vaxandi mæli farnir að verka vothey í stæður, þá
einkum á stórbúum. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þúsundum af heyrúllum ekið í stæðurnar
Heyskapur langt kominn á Norðurlandi en rigningin veldur vanda hjá sunnlenskum bændum
„Ríkisstjórnin skal nú gera sér
grein fyrir því að öll spjót standa á
henni og að ábyrgðin er hennar ef
eitthvað fer úrskeiðis á Landspít-
alanum.“ Þetta er meðal þess sem
kemur fram í fundaboði samtak-
anna Jæja sem boðað hafa til mót-
mælafundar á Austurvelli á þriðju-
dag undir yfirskriftinni: „Vaknið
ríkisstjórn!“
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu slitnaði upp úr
kjaraviðræðum samninganefnda
ljósmæðra og ríkisins á sáttafundi á
þriðjudag og hefur ekki verið boð-
að til nýs fundar.
Að öllu óbreyttu hefst yfirvinnu-
bann ljósmæðra á miðnætti 18. júlí
en þær gera kröfu um 17-18% kaup-
hækkun. Ber því enn nokkuð á milli
því tilboð ríkisins náði ekki tólf pró-
sentum, segir Katrín Sif Sigur-
geirsdóttir, formaður samninga-
nefndar ljósmæðra.
Boðað til mótmælafundar á þriðjudaginn
Jæja Tveir samstöðufundir hafa nú þegar
verið haldnir í tengslum við kjarabaráttuna.