Morgunblaðið - 14.07.2018, Side 19

Morgunblaðið - 14.07.2018, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 gömlu fiskverkunarhúsi. Raunar var fiskverkunarhúsið áður sláturhús í eigu samvinnufélagsins. Versl- unarhúsið var byggt árið 1933 en slát- urhúsið 1950. Húsin eru á landi í eigu Haganess ehf. sem er í eigu ótengdra aðila. Starfsemi þess er æðarrækt og æðardúnstekja. Gunnar segir við- haldið kosta sitt. „Þetta var farið að kalla á mikið við- hald. Ég hafði orðið ekkert með þetta að gera. Ég sá að þetta myndi drabb- ast niður. Svo kostar helling að eiga hús. Við gerðum út á grásleppu úr Haganesvík og vorum með hrogna- verkun í þessum húsum. Við geymd- um þar veiðarfæri og dót. Þess vegna keyptum við húsnæðið á sínum tíma.“ Fljótabakki hefur sýnt fleiri eignum áhuga. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hefur Fljótabakki þannig gert til- boð í jörðina Hraun við Miklavatn. Hún er um 2.300 hektarar. Fleiri til- boð hafa borist. Salan er ófrágengin. Þar hafa verið nokkur hlunnindi af dúntekju og veiði. Rætt er við ábú- anda á Brúnastöðum hér til hliðar. Fljótabakki og tengd félög Blue Elver hf. Fljótabakki ehf. Sun Ray Shadow H. BV** Mos Eisley Cantina LLC Delaware, Bandaríkjunum* Fljótabakki ehf. Skuld við tengd félög*** ■ Wilderness Machines LLC ■ Irwin Backcountry Guides LLC ■ Sun Ray Shadow H. BV ■ Interiors LLC ■ Jetson Systems LLC ■ Grassy Creek LLC ■ Brouwersgracht Houdstermaatschappij BV ■ Grassy Creek Amsterdam BV ■ Grassy Creek LLC UK Branch ■ Freestone Builders LLC ■ SNC Trousset - Le Miroir ■ No. 12 Interiors ■ Fillmore West Investment Trust (FWIT) ■ Blue Elver hf. Green Highlander ehf. Skuld við tengd félög*** ■ CS Irwin LLC ■ Wilderness Machines LLC ■ Irwin Backcounty Guides LLC ■ Brouwersgracht Houdstermaatschappij BV ■ Sun Ray Shadow H. BV ■ Fljótabakki ehf. ■ Grassy Creek LLC ■ Blue Elver ehf. ■ Hölkni ehf. ■ Crested Butte Club LLC ■ Grassy Creek Amsterdam BV ■ Grassy Creek LLC UK Branch ■ Jetson Systems LLC ■ SNC Trousset - Le Miroir ■ Silver Sides LLC ■ Black Sheep ehf. ■ Chad Pike ■ Alan Pike ■ No. 12 Interiors UK Branch Hölkni ehf. Skuld við tengd félög*** ■ Blue Elver ehf. - Lang- tímalán ■ Members (ekki útskýrt) ■ Grassy Creek Amsterdam BV ■ Sun Ray Shadow H. BV ■ Fljótabakki ehf. ■ Grassy Creek LLC ■ SNC Trousset - Le Miroir ■ Blue Elver ehf. ■ Green Highlander ehf. Black Sheep ehf. Skuld við tengd félög*** ■ Blue Elver hf., móðurfélag ■ No. 12 Interiors LLC ■ Fljótabakki ehf. ■ Grassy Creek LLC ■ Green Highlander ehf. ■ Irwin Backcountry Guides LLC ■ Grassy Creek Amsterdam BV ■ Jetson Systems LLC ■ SNC Trousset - Le Miroir ■ Hölkni ehf. Blue Elver Skuld við tengd félög*** ■ Viðskiptareikningur FWIT**** ■ Viðskiptareikningur Grassy Creek BV ■ Grassy Creek LLC ■ Langtímalán Sun Ray Shadow H. BV ■ Viðskiptareikningur Sun Ray Shadow H. BV Black Sheep ehf. Green Highlander ehf. Varpland hf. John Harald Örneberg Hölkni ehf. 100% 100% 100% 100% 100% 60% 40% 100% *Samkvæmt hollensku fyrirtækjaskránni, Kamer van Koophandel, er félagið eini hluthafinn í Sun Ray Shadow. **Félagið heitir fullu nafni Sun Ray Shadow Houdstermaatschappij BV. ***Samkvæmt ársreikningi 2016. ****Fillmore West Investment Trust (FWIT). Heimild: Creditinfo „Þegar þetta byrjaði að byggjast upp fyrir um þremur árum var maður bjartsýnn um að það yrði meiri innspýting. Þetta er stór vinnustaður sem ætti að gefa mikla innspýtingu í samfélagið. Það hef- ur gerst sumstaðar, til dæmis í Öræfunum. Það er nú fyrst í sum- ar að einhverjir heimamenn eru farnir að vinna þarna,“ segir Jó- hannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum, og nefnir að starfsmanna- velta sé mikil á hótelinu á Depl- um. Jóhannes seg- ir að hin hliðin á peningnum sé sú að samfélaginu á svæðinu gæti stafað hætta af. „Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að kaupa upp þessar jarðir sem losna, án þess að þar verði föst búseta.“ Fámenni í sveitinni „Við erum það fá í sveitinni að hver jörð sem dettur út skiptir miklu máli. Þetta varðar sam- félagsmálin, að halda úti skóla og slíku. Síðan þarf að manna göngur og réttir og sinna félagsstarfi í sveitinni,“ segir Jóhannes og nefn- ir að grunnskólanum austan vatna á Sólgörðum verði líklega lokað í haust vegna fækkunar barna. Hann nefnir að Fljótin séu ákveðin „endastöð“ í sveitarfélaginu Skagafirði og Norðvesturkjör- dæmi. „Það er aldrei gott að vera á endanum. Þótt við séum skammt frá Siglufirði er það annað kjör- dæmi og annað sveitarfélag. Það skiptir máli að hér sé ákveðinn fjöldi til að halda þessu samfélagi gangandi. Það er ekki fyrir venju- legt fólk að keppa við þessa fjár- sterku aðila ef þeir ætla sér að kaupa jarðirnar, ekki síst vegna þess að við byggjum mikið á sauð- fjárrækt hér. Staðan þar er ekkert sérstaklega sterk og menn kannski veikir fyrir.“ Ríkisvaldið grípi til aðgerða Stefán Vagn Stefánsson, for- maður byggðaráðs Skagafjarðar, segir byggðaráð ekki hafa tekið uppkaup á jörðum í Fljótum til at- hugunar á fundum sínum. „Við höfum samt ákveðnar áhyggjur af stöðunni, ekki aðeins þarna, heldur almennt vegna upp- kaupa á jörðum sem kaupendur ætla ekki til nytja,“ segir hann. Stefán telur ríkið þurfa að grípa til aðgerða, vandinn sé almennur og á landsvísu. „Ég held að boltinn sé hjá ríkisvaldinu, þetta verður að byrja þar,“ segir hann. „Mér skilst á Sigurði Inga [Jóhannssyni, sam- göngu- og sveitarstjórnar- ráðherra], að hann ætli að setja af stað vinnu í þessum málum á landsvísu. Það verður fróðlegt að fylgjast með og við munum klár- lega gera það.“ Íbúar í Fljótum áhyggjufullir  Byggðarráð treystir á ríkisvaldið Stefán Vagn Stefánsson Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Veiðisport Selfossi Þjónustustöðvar N1 um allt land. Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.