Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Þó að ekki sé mikil hefð fyrirskákmótahaldi hér á landiyfir hásumarið þá er þvíöðruvísi farið víða annars staðar. Hollendingar og Svíar hafa lengi valið meistaramótunum stað og stund á þessum árstíma og fyrir skemmstu voru bæði þessi mót til lykta leitt. Margir þátttakendur eru Íslendingum að góðu kunnir, hafa teflt hér á Reykjavíkurskákmótum og í öðrum keppnum. Efsti flokkur hollenska meistara- mótsins dró til sín átta stórmeistara. Til úrslita þessa móts er litið þegar valið er í landslið fyrir Ólympíumót. Sigurvegarinn Sergei Tiviakov, sem fæddist í Krasnodar í Rússlandi árið 1973 og hefur af og til átt sæti í liði Hollands frá því hann fluttist þangað árið 1998, náði snemma for- ystunni og lét hana ekki af hendi: 1. Tiviakov 5½ v. 2.-5. Sokolov, L’Ami, Van Foreest og Van den Do- el 4 v. 6. Ernst 3 v. 7. Van Wely 2 v. 8. Leenhouts 1½ v. Í mikilvægustu sigurskák Tivia- kovs yfir vini okkar Ivan Sokolov var eins og sá síðarnefndi hefði gleymt eitt augnablik að leppun táknar yfirleitt ákveðna spennu. Sá sem nær að leppa t.d. hrók, eins og Tiviakov gerði í eftirfarandi skák, hefur vopn í hendi; að viðhalda lepp- uninni getur stundum verið stysta leiðin til sigurs. Þeim sem verður að þola slíka leppun er hollast að kom- ast út úr henni sem fyrst. Góðir skákmenn ganga stundum gegn slíkum leiðbeiningum – og jafnvel gegn betri samvisku. Í stað þess að víkja drottningu sinni til hliðar, sem var eina leiðin til að verja stöðuna, opnaði Ivan á aðra leppun. Refs- ingin lét ekki á sér standa: Hollenska meistaramótið 2018; 3. umferð: Sergei Tiviakov – Ivan Sokolov Spænski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 g6 Sjaldséð leið en Ivan teflir spænska leikinn oft á afar persónu- legan hátt. 6. a4 b4 7. d4 exd4 8. Bg5 Be7 9. Bf4 Bb7 10. O-O d6 11. Rxd4 Ra5 12. Bd5 c6 13. Ba2 Rf6 14. Rd2 O-O 15. R4b3 Rxb3 16. Bxb3 He8 17. He1 Bf8 18. Df3 d5? Hann hefði betur leikið þessu ein- um leik fyrr. Hvítur er fljótur að leppa riddarann. 19. Bg5 Be7 20. exd5 Rxd5 21. Hxe7! Hxe7 22. Re4! Leppun hróksins á e7 er óþægi- leg, m.a. vegna veikleikanna á svörtu reitunum. Hér er þvingað að leika 22. ... Dc7 og þó að hvítur geti unnið peð með 23. Bxd5 cxd5 24. Rf6+ Kg7 25. Rxd5 Bxd5 26. Df6+ Kg8 27. Dxe7 Dxe7 28. Bxe7 á svart- ur jafnteflismöguleika eftir 28. ... b3. En svartur sættir sig ekki við þetta og opnar nú á leppun riddarans á d5. 22. ... f5?? 23. Rf6+ Kh8 24. Rxd5 cxd5 25. Bf6+! Hárbeittur lokahnykkur. Eftir 25. ... Kg8 kemur 26. Bxe7 Dxe7 27. Bxd5+ og svartur tapar manni eða hrók. Óvænt úrslit á sænska meistaramótinu Svíinn með finnska nafnið, Hans Tikkanen, varð sænskur meistari á dögunum eftir harða keppni við langstigahæsta keppandann, Nils Grandelius, sem varð í 2.-3. sæti ásamt öðrum þekktum stórmeistara og þeim næststigahæsta, Tiger Hill- arp Persson. Þeir hlutu báðir 6 vinn- inga og þessir þrír skáru sig frá öðr- um keppendum sem voru tíu í efsta flokki. Tiger Hillarp var jafn Tikkanen í efsta sæti fyrir lokaumferðina og fékk það verkefni að tefla við Nils Grandelius. Í flóknu miðtafli lét hann bjartsýnina ráða för en Grandelius sá við öllum hans brell- um og vann. Á sama tíma vann Tikkanen öruggan sigur á neðsta manni mótsins. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Leppun táknar spennu Atvinna Við elskum öll Jón Viðar. Og fyrir hvað? Að vera hann sjálfur, að þora, að skeyta ekkert um skoðanir annarra og það í sjálfu leikhúsinu, því ef eitthvað háir þessu samfélagi, ef eitt- hvað háir heiminum, þá er það meðvirkni, að þora ekki að vera maður sjálfur af ótta við álit annarra. Og hver er mesti sársauki í heimi: Að geta ekki verið maður sjálf- ur. Eins og konan í myndinni Kona fer í stríð, hún kærir sig kollótta um álit annarra, hún er bara að reyna bjarga því sem er verðmætast fyrir hana: Náttúrunni. Hún leggur ýmislegt á sig til þess. Og eitt, hún þarf að lifa felulífi, það er ekki fyrr en nýverið að það var í lagi að elska, að elska náttúruna. Og talandi um hryðjuverk, þá sá ég engin hryðjuverk þótt rafmagnið færi af. Það var enginn drepinn eða í hættu, það var alveg ljóst í myndinni. En hún fellir möstrin og það er meira að segja húmor í því, líka vegna þess að Halldóra Geirharðsdóttir hefur þessa kómísku taug ásamt sínum leik- hæfileikum og það skiptir líka máli hvaða lífssýn Halldóra hefur kynnt fyrir okkur á síðustu árum. T.d. í sjón- varpspistlum sínum; þar sem hún sýn- ir okkur eitthvað sem við hin sjáum ekki. Konan í Kona fer í stríð fellir möstr- in þegar allt annað er þrautreynt. (Sjá umræðu síðustu ára og hvernig einn staðurinn af öðrum er lagður undir virkjanir og stóriðju). Það er búið að ræða þetta, leggja niður stofnanir, DO lagði meira að segja niður Skipulags- stofnun árið 2002 (sirka) af því hún var ekki á sama máli og hann varðandi Kárahnjúkavirkjun. Og svo endalaust framvegis. Það er búið að mótmæla, mótmæla, mótmæla og mótmæla, hingað hafa komið hetjur frá útlönd- um, verið gerð tónlist, bækur, eig- inlega allt og það af upp- lýstu og framsæknu fólki á Íslandi. Ég nefni bara Guð- mund Pál. Mig minnir að Al- þjóðagjaldeyrissjóð- urinn hafi sett Kára- hnjúkavirkjun í efsta sæti sem hrunvald, já fyrir hruninu 2008. Það er nefnilega þannig að virkjanasinnar og Al- þingi eiga peningana, alla peningana. Þegar við mótmæltum daglega á Austurvelli 2002 áttum við ekki fyrir einni út- varpsauglýsingu. Kona fer í stríð fékk sex milljónir í kynningarfé. Það er stórkostleg breyting. Við erum að sigra. Fyrir utan nú eitt, Kona fer í stríð er ekki heimildamynd, þetta er bíó- mynd, um það sem fólk langar stund- um að gera, fella þessi möstur. Þetta er skessan Háspönnumöst, eins og ég kalla hana. Eins og skessan segir í bók sem ég gaf út 2002, hét Hringavitleysusaga en þar segir skessan: Það er möst að hafa háspennu. Það voru bændur sem sprengdu Laxárstífluna. Umhverfismálin eru mál málanna. Það er talað um að grámóskan núna séu síðustu andartökin úr Grænlands- jökli. Þegar ég skrifaði ritgerð fyrir þrjá- tíu árum las ég að blýmengun í Græn- landsjökli ætti bara eftir að koma í ljós, hún situr í jöklinum og leysist svo upp, kannski núna. Það sem Jón Viðar telur myndinni helst til foráttu er að hún sé klisja, að- alpersónan býr í 101 og hennar auka- sjálf er jógakennari. Túlkar þetta ekki hvernig nútíminn fer með okkur? Við engjumst á milli þessara póla. Fyrir utan það að jóga sem er vinsælt núna, það miðar að einni heild, heildrænni hugsun, eins og náttúruverndarsinnar hafa alltaf haldið á lofti. Hættið að slíta okkur í sundur. Hættið að sprengja gljúfrin. Hættið að stífla árnar. Hættið að rífa upp mosann. Hættið að slíta okkur í sundur. Eins og Ármann Jakobsson benti mér á í sambandi við Völuspá: Jörðin er búin til úr manninum. Þess vegna finnum við til þegar jörðinni er gert eitthvað. Og í sambandi við bóndann sem er talin klisja í myndinni vil ég segja eitt. Þennan margumrædda vetur þegar við stóðum á Austurvelli, þá voru tveir menn, tveir menn sem studdu mig, sem sendu silfurberg, prjónavettlinga, listaverk og ljóð því þeir héldu að ég gæti bjargað landinu, og þeir sendu meira en það, þeir sendu fimmþús- undkalla í umslagi svo hægt væri að borga útvarpsauglýsingar um að hóp- urinn ætlaði að hittast og hafa extra mikið umleikis á föstudögum. Þessir tveir menn voru austfirskir bændur. Bændur. Íslenskir b æ n d u r. Guðmundur á Vaði. Og Örn í Hús- ey. Ég vona að ég megi nefna nöfn þeirra hér. Óþrjótandi baráttujaxlar ásamt Guðmundi Beck. Menn sem stóðu gagnvart ofurefl- inu. Og eitt í viðbót. Konan í Kona fer í stríð er ekki að baða sig nakin í fossum, hún gerir það í einrúmi en hún hlustar á mosann, mosann já, en eins og við vitum öll þá koma skilaboð frá Alheiminum í gegn- um mosa. Kona gerir kraftaverk Eftir Elísabetu Jökulsdóttur »Eins og konan í myndinni Kona fer í stríð, hún kærir sig koll- ótta um álit annarra, hún er bara að reyna bjarga því sem er verð- mætast fyrir hana: Náttúrunni. Elísabet Jökulsdóttir Höfundur er skáld. Öðru hverju berast heimsbyggðinni skrýtn- ar tilkynningar frá at- hyglissjúkum valda- manni vestan hafs. Þessi maður, Donald Trump, forseti BNA, krefst þess að öll ríki sem eru aðilar að NATÓ verji 2% af landsframleiðslu sinni til hernaðarmála! Þetta eru gríðarlega háar fjár- hæðir til eins umdeilds málaflokks. Á öðrum mikilvægum sviðum samfélags- ins er ekki unnt annað en að takmarka opinberar fjárveitingar og minnka þjónustu. Í BNA er vægast sagt mjög ein- kennilegt heilbrigðiskerfi. Það er al- gjörlega háð efnahag hvers notanda þess hversu góða þjónustu hann getur leyft sér. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér það sem öðrum þykir sjálfsagt og er auðvelt að greiða fyrir. Misskipt- ing auðs hefur líklega sjaldan eða jafn- vel aldrei verið meiri en nú á tímum. Flóttamenn í heiminum telja í dag nálægt 100 milljónum. Langsamlega flestir flýja ófrið í löndum sínum vegna langvarandi hernaðar enda er engin lausn í sjónmáli hvernig leysa eigi þessi vandræði. Þetta flóttafólk er örsnautt og leggur á sig lífshættulegt ferðalag í þeirri von að komast í betra og frið- samara umhverfi en það er að koma sér frá. Donald Trump vill fleiri vopn! Hann vill efla sem mest hergagnaiðnað í heiminum og þá sérstaklega í BNA. Fyrir honum er það mikilvægasti boð- skapurinn fyrir gjörvalla heimsbyggð- ina! Í augum margra er hann ófyr- irleitinn, vanstilltur og illa menntaður ruddi sem ætti að taka sér flest annað fyrir hendur en að vera einn valdamesti maður heims. Flóttafólk hefur verið til á öllum tímum. Það hefur verið að flýja of- beldi, hatur og hernað, stundum vegna nátt- úruhamfara og vatns- skort. Frægasta flótta- fólkið munu vera María og Jósef með Jesúbarnið þá þau flúðu ofbeldið í Ísrael og yfir til Egypta- lands. Síðasta ráðstefna Þjóðabandalagsins Fyrir réttum 80 árum lauk al- þjóðlegri ráðstefnu á vegum Þjóða- bandalagsins, forvera Sameinuðu þjóð- anna. Þessi ráðstefna sem haldin var í Sviss um mitt ár 1938 átti að reyna að leysa flóttamannavandann í heiminum en þá voru um 8 milljónir flóttamanna, langsamlega flestir gyðingar á flótta undan nasistastjórn Hitlers. Allmörg ríki brugðust vel við í fyrstu og buðust til að taka nokkra tugi þúsunda með því skilyrði að önnur ríki gerðu slíkt hið sama. Mikill hugur var í ríkjum hins frjálsa heims að leysa þetta vandamál en mistökin voru þau að Þjóðabanda- lagið bauð nasistastjórninni í Þýska- landi að senda fulltrúa sinn á ráðstefn- una þar eð tilgangur ráðstefnunnar varðaði sjónarmið þeirra. Nasíski fulltrúinn náði að sá óánægju og tor- tryggni meðal annarra fulltrúa ráð- stefnunnar og varð fyrir vikið engin niðurstaða af þessari metnaðarfullu ráðstefnu. Þjóðabandalagið var þar með úr sögunni eftir að ráðstefnan fór út um þúfur. Um þessi efni má lesa samtíðarlýsingu, t.d. Morgunblaðið 9. júlí 1938, bls. 2: „Engin þjóð vill leyfa innflutning á Gyðingum – Vonlítið um árangur af Evian ráðstefnunni. –Hver vill vernda 8 milljónir Gyðinga?“ Svo virðist sem Donald Trump hyggist ætla sér að leika sama leik og nasistaforingjarnir fyrir 80 árum sem töldu að lausn allra mála sé aukinn vopnaburður. Það er virkilega miður að gjörvöll heimsbyggðin skuli þurfa að sitja uppi með slíkan gallagrip sem þennan mann. Fyrir 2% af framleiðslu hvers lands mætti efla heilbrigðiskerfi allra landa mjög mikið. Það mætti nýta eitthvað af þessu mikla fé sem ella á að fara í her- gögn eftir væntingum Trumps til að efla menntun og friðsamleg samskipti milli þjóða. Það mætti bæta mat- vælaframleiðslu í öllum þeim löndum þar sem mikill skortur er á lífsbjörg. Það mætti efla gróðurfar og bæta vatnsbúskap verulega og gera öll nú- verandi samfélög byggilegri og betri. Hergögn eru það sísta sem okkur skortir. Ekkert væri betra fyrir framtíð mannkyns enda gæti hagur allra landa eflst. En þegar svona þjóðarleiðtogi eins og núverandi forseti BNA er við völd, þá er ekki von á neinu góðu. Flóttafólk á tímamótum Eftir Guðjón Jensson » Það er virkilega mið- ur að gjörvöll heims- byggðin skuli þurfa að sitja uppi með slíkan gallagrip sem þennan mann. Guðjón Jensson Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ. arnartangi43@gmail.com Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.