Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Starf við fjár- og áhættustýringu Hjá okkur er laus staða við fjár- og áhættustýringu. Í starfinu felst þátttaka í mótun stefnu á sviði fjárstýringar, fjármögnunar, áhættumats og áhættu- stýringar á fjármálasviði. Ábyrgð á daglegri fjárstýringu og eftirliti með framgangi hennar. Umsjón með stýringu fjármálalegrar áhættu og áhættumati. Þá felst í starfinu samræming á vinnulagi við gerð áhættumats fyrirtækisins og vinna með öðrum starfsmönnum að mati á áhættuþáttum. Virk þátttaka í verkefnum sem lúta að fjármögnun og framgangi lánasamninga og greiðslna og umsjón með tengslum við fjárfesta félagsins og aðra lánveitendur. Menntunar- og hæfniskröfur eru háskólapróf á sviði fjármála, viðskiptafræði, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi og reynsla af fjár- og áhættu- stýringu. Þekking á samskiptum við fjárfesta er kostur. Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2018. Nánari upplýsingar um starfið veita Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, gudlaugs@landsnet.is og Ólafur Kári Júlíusson, sérfræðingur mannauðsmála, olafurk@landsnet.is. Allar upplýsingar um Landsnet er að finna á www.landsnet.is, Facebook, LinkedIn eða Instagram. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur hverju þú gætir bætt við okkar frábæra vinnustað. MÁ BJÓÐA ÞÉR RAFMAGNAÐA FRAMTÍÐ? Við hjá Landsneti höfum það hlutverk að halda ljósum landsins logandi og erum að leita að framúrskarandi samstarfsmanni í hópinn. Sjómannadagsráð leitar eftir áhugasömum samstarfsaðila um rekstur heilsueflandi þjónustu í nýrri þjónustumiðstöð við Sléttuveg. Þar er m.a. gert ráð fyrir líkamsræktar- og sjúkraþjálfunaraðstöðu með áherslu á eldri kynslóðir. Um er að ræða u.þ.b. 400 m² til leigu í þjónustumiðstöð sem er hluti af uppbyggingu á nýju hjúkrunarheimili og leiguíbúðum fyrir aldraða. Gert er ráð fyrir að rekstur hefjist fyrri hluta ársins 2020. Nánari upplýsingar veitir Jón Grétar Magnússon verkefnastjóri í síma 8666099, jon.magnusson@sjomannadagsrad.is TÆKIFÆRI Heilsueflandi þjónusta Atvinnuauglýsingar 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.