Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal
Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga 10-17
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 18.7 - 16.12.2018
Þann 18. júlí 2018 verður þjóðinni boðið á sýningu í Listasafni Íslands um fullveldi Íslands, forsendur
þess og meginþætti í sjálfstæðisbaráttu og sjálfsmynd Íslendinga frá árinu 1918 til dagsins í dag.
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019
BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu 18.5 - 31.12 2018
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
SUMARTÓNLEIKAR
Kristín Einarsdóttir Mäntylä, Sigrún Björk Sævarsdóttir og
Elena Postumi flytja sönglög.
þriðjudaginn 17. júlí kl. 20:30.
Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Dúettinn Ylja, þær Bjartey Sveins-
dóttir og Gígja Skjaldardóttir, mun
syngja og leika á gítara á stofu-
tónleikum Gljúfrasteins á morgun
kl. 16. Munu þær flytja nýstárlega
þjóðlagatónlist, að því er fram kem-
ur í tilkynningu en þar segir að Ylja
hafi vakið verðskuldaða athygli
fyrir þjóðlagatónlist sína þar sem
draumkenndur gítarleikur hljómi
fallega við hljómfagrar raddir
Bjarteyjar og Gígju.
Ylja fagnar í ár 10 ára afmæli og
verður haldið upp á það um leið
með tónleikunum. Þær stöllur
munu leika sín helstu og þekktustu
lög og einnig kynna efni af hljóm-
plötu sem væntanleg er í haust.
Stofutónleikarnir á Gljúfrasteini
eru haldnir hvern sunnudag í sum-
ar fram til 26. ágúst og hefjast allt-
af kl. 16. Aðgöngumiðar eru seldir í
safnbúð Gljúfrasteins á tónleika-
degi og kosta 2.500 kr. en aðgangur
er ókeypis fyrir börn á leikskóla-
aldri.
Yljandi Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir skipa dúettinn Ylju.
Ylja heldur afmælis-
og stofutónleika
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Ég mun taka mörg lög af nýju
plötunni minni í fyrsta skipti og
mun rúlla henni í gegn ásamt ein-
hverjum eldri lögum og mögulega
einhverjum sem hafa aldrei heyrst
opinberlega áður,“ segir rapparinn
Aron Can Gultekin sem heldur tón-
leika á Húrra í kvöld, laugardags-
kvöld.
Aron gaf nýlega út plötuna
Trúpíter og segir hann að viðtökur
við henni hafi verið mjög góðar.„Ég
er mjög ánægður með viðtökurnar
og veit að hlustendahópurinn er-
lendis er að stækka,“ segir Aron en
hann er nýkominn frá Noregi þar
sem hann spilaði á tónlistarhátíð-
inni North Of í Harstad.
„Það var ógeðslega gaman. Ég
spilaði líka í Ósló fyrr í sumar þann-
ig að maður er svona smá farinn að
fara meira út og kynnast mark-
aðnum þar.“ Það kom Aroni á óvart
þegar fólk frá tónlistarhátíðinni
hafði samband við hann.
„Þau sendu mér bara póst á
Facebook, mjög „random“, og svo
allt í einu var ég mættur út til
þeirra. Senan hérna heima er nátt-
úrulega mjög lítil miðað við annars
staðar þannig að það er mjög gam-
an að fara út og kynnast fleira fólki
þar.“
Íslenskan engin hindrun
Aron segir Norðmenn og Svía
vera sérstaklega hrifna af tónlist-
inni hans en Aron rappar og syngur
oftast á íslensku. Hann segir það
ekki hindrun að hann rappi á ís-
lensku. „Það dýrka það allir. Bara
svo allir viti það þá breytir engu
hvort þú syngur á íslensku eða
ensku. Ef þú ert nógu örugg eða
öruggur og ef þér finnst þú vera að
gera góða tónlist þá er það að fara
að virka. Þú skilur ekkert hvað
margir rapparar eru að segja þó að
þeir rappi á ensku, þetta er alveg
hætt að snúast um að skilja hvert
einasta orð. Þú fattar bara væbið.“
Textarnir á Trúpíter, nýju plöt-
unni, flæða vel og einkennast af
endurtekningum. Um textasköp-
unina segir Aron: „Textarnir eig-
inlega koma bara til mín, ég pæli
aldrei í því fyrir fram hvernig lag
ég ætla að gera. Ef ég vil bara fara
í stúdíó og gera eitthvað þá bara
geri ég það. Ég fatta það kannski
bara þegar ég er búinn að búa til
hálft lagið eða þegar ég er búinn að
skapa allt lagið hvernig lag þetta er.
Textarnir á nýju plötunni eru eig-
inlega bara það sem ég hef verið að
hugsa akkúrat á þeirri stundu sem
ég tek lagið upp.“
Aron segir að hann hafi verið að
vinna að plötunni ómeðvitað í ein-
hvern tíma. „Við vorum bara að
gera tónlist í svona ár, vorum ekki
að vinna að einhverri plötu fyrr en
kannski fyrir fimm eða sex mán-
uðum. Við ákváðum líka að vera
ekki að hugsa um að við værum að
gera einhverja plötu, héldum bara
áfram að fara í stúdíó og gera góð
lög. Þessi plata sýnir dálítið að við
erum ekki með neinar mjög miklar
pælingar á bak við allt heldur er
þetta meira svona samansafn af
fullt af lögum sem við höfum verið
að vinna að. Svo ákváðum við að
henda þeim saman í eina plötu þar
sem þau eru öll í svipuðum dúr og
þú getur rennt þeim mjög vel í
gegn saman.“ Mennirnir á bak við
taktana og tónlistina á plötunni eru
Jón Bjarni Þórðarson og Aron Rafn
Gissurarson en þeir þrír hafa unnið
saman frá byrjun ferils Arons Can.
Ánægður með ört vaxandi senu
Rappsenan á Íslandi er í sífelldri
mótun og margir nýir rapparar
hafa skotið upp kollinum undan-
farið. Aron er himinlifandi yfir
þeirri þróun. „Mér finnst það bara
geðveikt, þetta hjálpar mjög mörg-
um ungum krökkum að ganga í
gegnum ýmislegt. Rappið var eitt-
hvað sem ég notaði til að gera að
bara geggjuðu áhugamáli. Mér
finnst snilld að það séu svona marg-
ir ungir krakkar sem séu að byrja
núna og sjúkt að þau geti fundið
eitthvað sem hentar þeim sem virk-
ar í raun og veru og fólk fílar. Ég
dýrka bara að senan sé að stækka
og að það sé mikið af ungum krökk-
um að koma í hana. Það er bara
gaman,“ segir Aron.
Sticky plötuútgáfa hefur séð um
að gefa tónlist Arons út síðustu tvö
ár en Sticky er ung útgáfa á vegum
skemmtistaðarins Priksins sem hef-
ur gjarnan tekið að sér að gefa út
efni fyrir unga rappara. „Þeir eru
allir snillingar maður og algert
„shout out“ á þá, þeir hjálpa okkur í
öllu sem við gerum og gera það eig-
inlega bara að verkum að við getum
gert þetta svona. Mikil ást á þá.“
Tónleikarnir hefjast klukkan níu
og standa til miðnættis, hugsanlega
kemur fleira listafólk fram á tón-
leikunum en Aron vill ekkert gefa
upp um það. „Það koma örugglega
einhverjir og taka einhver lög þarna
óvænt. Fólk verður bara að mæta
og sjá.“
Rappari í sókn
Aron Can heldur tónleika á Húrra í kvöld og flytur
meðal annars lög af nýjustu plötu sinni, Trúpíter
Morgunblaðið/Hari
Upptekinn Það er nóg að gera hjá Aroni þessa dagana. Hann er nýkominn frá Noregi þar sem hann spilaði á tónlist-
arhátíðinni North Of en vinsældir hans erlendis hafa aukist mikið síðustu misseri, þá sérstaklega í Skandinavíu.
Morgunblaðið/Valli
Vinsæll Aron Can á Secret Solstice-hátíðinni í júní síðastliðnum.