Morgunblaðið - 18.08.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.08.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Sterkur heiðagæsastofn  Veiðin hefst á mánudag  Grágæsin er vör um sig  Þúsundir fugla skotnar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsa- stofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grá- gæsastofninn. Út frá sjálfbærni auð- linda eru skotveiðimenn beðnir að hafa þetta í huga ef valið stendur milli þess að skjóta heiðagæs eða grágæs. „Það er spenningur í veiðimönnum og margir fara af stað strax á mánudag- inn myndi ég ætla. Þetta er sport sem margir stunda enda skemmtilegt,“ hægt að ganga að neinu vísu um hvar hana sé að finna. „Þegar menn hins vegar finna heiðagæs, til dæmis við tjörn, er hún ekki svo mjög vör um sig og því auðveldari viðureignar en grágæsin,“ segir Dúi. Fram hefur komið að heiðagæsa- stofninn er nú í sögulegu hámarki og hefur vaxið mjög undanfarin ár og ár- ið 2015 fór hann yfir hálfa milljón fugla. Um 15 þúsund heiðagæsir eru skotnar hér á landi ár hvert. Stofn grágæsa er áætlaður 140 þúsund fuglar og er talið að um þriðjungur hans sé skotinn ár hvert. Grágæsir koma hins vegar mörgum ungum á legg og því er stofninn sjálfbær. breytt frá því sem var; að maður bankaði uppá á sveitabæjunum og fengi leyfi til að fara út á akra að skjóta fugl. Núna greiðir maður fyrir þessar hlunnindanytjar og þarf leyfi,“ segir Dúi, sem telur að gæsin sé nú að færa sig austar á bóginn á Suðurlandssléttunni; jafnvel í sveit- irnar austur við Vatnajökul. Dúi Landmark segir að grágæsin sé vör um sig og stygg en nokkuð út- reiknanlegt sé þó hvar hún haldi sig; í upphafi veiðitímabils sé hún mikið í grónu landi og sæki í ber og lyng. Þegar fari svo að líða á haustið og kólna færi hún sig niður á láglendið. Um heiðagæsina gildi að ekki sé sagði Dúi Landmark skotveiðiáhuga- maður í samtali við Morgunblaðið. Gæsir halda sig mikið í lágsveitum á Suðurlandi og þangað sækja veiði- menn mikið. „Þetta er að vísu gjör- Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gæsir Fuglinn er var um sig. Minjastofnun Íslands telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa Sundhöllina í Keflavík. Óskað hafði verið eftir áliti húsafrið- unarnefndar á friðlýsingu hússins ef varðveisla þess yrði ekki tryggð skv. deiliskipulagi. Þá var Hjörleifi Stef- ánssyni arkitekt falið að meta varð- veislugildið. Nefndin fjallaði svo um málið fyrr í vikunni og segir hún mannvirkið hafa mikið gildi til varð- veislu en niðurstaðan dugi þó ekki til þess friðunartillaga verði gerð. Sundhöll Keflavíkur var tekin í notkun árið 1939 sem útilaug en það var Guðjón Samúelsson, húsameist- ari ríkisins, sem teiknaði yfirbygg- ingu sem var opnuð árið 1950. Húsið fór úr notkun árið 2006. Í bréfi Minjastofnunar Íslands til Ragn- heiðar Elínar Árnadóttur, fyrrver- andi ráðherra, sem hefur verið í for- ystu þess fólks sem vill varðveita sundlaugina gömlu, segir að leitt sé að hjá Reykjanesbæ hafi lítillar við- leitni gætt til þess að finna flöt á varðveislu sundhallarinnar, það er í samráði við eigendur þess og holl- vinasamtök. Í öðrum bæjum, svo sem á Akranesi og Seyðisfirði, hafi verið metnaður í málum líkum þessu. Höfðað til bæjarstjórnar Á Facebook-hópnum Björgum Sundhöll Keflavíkur segir Ragnheið- ur Elín þessa niðurstöðu vera von- brigði. Fundað verði eftir helgina með fulltrúum Minjastofnunar og frekari skýringa óskað. Einnig seg- ist hún höfða til nýkjörinnar bæjar- stjórar Reykjanesbæjar, því eftir hverjar kosningar eigi að taka ákvörðun um hvort aðalskipulagi sveitarfélags skuli breytt. Þurfi nú að vega og meta hvort aðeins háhýsi verði við ströndina í Keflavík eða hvort söguleg mannvirki megi þar standa. sbs@mbl.is Sundhöllin ekki friðuð  Mikið varð- veislugildi bygg- ingar dugar ekki Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sundhöll Verður væntanlega rifin. Fyrsta skóflu- stungan að nýrri gas- og jarðgerð- arstöð Sorpu var tekin í gær í Álfs- nesi. Guðmundur Ingi Guðbrands- son umhverfis- ráðherra og fulltrúar sveitar- félaganna á höfuðborgar- svæðinu tóku fyrstu skóflustunguna. Bygging stöðvarinnar er stærsta verkefni Sorpu frá því að fyrirtækið hóf starfsemi. Með tilkomu stöðvar- innar verður gjörbylting í meðhöndl- un heimilisúrgangs á höfuðborgar- svæðinu, að því er fram kemur í til- kynningu, og urðun lífræns úrgangs verður liðin tíð. Áætlað er að stöðin verði komin í fullan rekstur fyrri hluta árs 2020. Markmiðið er að nýta sem best allan lífrænan úrgang sem til fellur á heimilum á höfuðborgarsvæðinu, svo sem matarleifar og gæludýra- úrgang. Ekki aðeins nýtast næring- arefnin sem felast í lífrænum heim- ilisúrgangi, heldur einnig orkan sem verður til við niðurbrot úrgangsins. Ársframleiðsla stöðvarinnar verður annars vegar um þrjár milljónir Nm3 af metangasi, sem hægt er að nýta sem eldsneyti á ökutæki, og hins vegar 10-12.000 tonn af jarð- vegsbæti, sem hentar vel til land- græðslu. Lífrænn úrgangur fullnýttur Álfsnes Dregið verður úr urðun.  Sorpa reisir gas- og jarðgerðarstöð Uppsjávarskipin hafa flest verið að veiðum í Smugunni austur af landi síðustu daga þar sem ágætlega hef- ur veiðst af makríl. Þar eru skipin á alþjóðlegu hafsvæði ásamt skipum frá Rússlandi. Um sólarhringssigl- ing er í Smuguna frá stöðum á Norðausturlandi og Austfjörðum. Alls er búið að veiða tæplega 40 þúsund tonn af makríl á vertíðinni og er það nokkru minna en á sama tíma í fyrra. „Það hefur svo sann- arlega verið rólegt yfir makrílveið- unum að undanförnu. Skipin hafa leitað bæði fyrir vestan og austan land með litlum árangri,“ sagði m.a. á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í gær. aij@mbl.is Á makrílveið- um í Smugunni Eigandi bifreiðar sem lagt var við Stakkahlíð þarf að leysa hann út hjá Vöku eða öðru fyrir- tæki sem tekur að sér að fjarlægja bíla sem eru fyrir. Gatan var malbikuð í gærmorgun. Daginn áður var sett upp skilti þar sem athygli íbúa var vakin á því og þeir beðnir að fjarlæga ökutæki sín úr götunni. Einn bíleigandi varð ekki við því af ókunnum ástæðum og því var kallaður til dráttarbíll svo að vinnan gæti haldið áfram. Mikið hefur verið malbikað í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í sumar enda ekki vanþörf á. Margar götur voru orðnar illa farnar. Sama má segja um þjóðvegi landsins. Þar eru malbikunarflokkar á ferðinni. Óvenjulangir kaflar fá nýtt og betra slitlag. Þurftu að ná í dráttarbíl til að geta malbikað Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bíll var fyrir malbikunarflokki Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur verið ákærður fyrir peninga- þvætti af embætti héraðssaksókn- ara, sem staðfesti í samtali við Morgunblaðið að ákæra hefði verið gefin út. Júlíus Vífill greinir sjálfur frá málinu á Facebook og segir að síð- astliðin tvö ár hafi sér fundist sem hann stæði í veðurbáli. Á sig hafi verið bornar fráleitar sakir í æsi- fréttastíl um að fjármunir á erlend- um bankareikningum væru illa fengnir og ekki sínir. Héraðs- saksóknari hafi nú kannað sann- leiksgildi þess og komist að því að ekki sé fótur fyrir þeim ásökunum. „Hann hefur hins vegar birt mér ákæru sem snýr að skattamálum. Það kom á óvart og eru mér von- brigði. Ég tel engar lagalegar for- sendur vera fyrir ákærunni og mun auðvitað takast á við hana fyrir dóm- stólum. Það mál verður útkljáð á þeim vettvangi,“ segir Júlíus. Eins og fram kom á mbl.is fyrir um ári var Júlíus Vífill til rann- sóknar hjá embætti héraðssaksókn- ara, grunaður um stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Lögmaður hans, Sigurður G. Guð- jónsson, mátti ekki vera verjandi hans í málinu, því héraðssaksóknari hugðist kalla Sigurð til skýrslu- gjafar. sbs@mbl.is Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti  Telur ekki forsendur fyrir kærunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.