Morgunblaðið - 18.08.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 18.08.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Laugar ehf. hafa samið við Mos- fellsbæ um að fá að byggja 900 fermetra viðbyggingu við Íþrótta- miðstöðina Lágafell (Lækj- arhlíð 1A). Har- aldur Sverris- son, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að samn- ingurinn við Laugar feli í sér góða viðbót við Íþróttamiðstöð- ina Lágafell, þar sem Laugar ehf. leigi nú aðstöðu fyrir líkamsrækt- arstöð sína. „Þeir óskuðu eftir því að fá að stækka þá aðstöðu sem þeir leigja af okkur og Laugar munu byggja þá viðbót sem við höfum samið um og standa straum af öllum kostn- aði við framkvæmdirnar,“ sagði Haraldur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Björn Leifsson, aðaleigandi Lauga ehf. sem eiga og reka World Class-líkamsræktarstöðv- arnar, segir að teikningar að við- byggingunni séu nú til skoðunar og umfjöllunar hjá byggingarfull- trúa Mosfellsbæjar. „Við vonumst til þess að geta ráðist í framkvæmdir alveg á næstunni,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Viðbygg- ingin er kjallari og jarðhæð, sam- tals 900 fermetrar. Hún mun rísa í vestur, við sundlaugarbygginguna. Á neðri hæðinni, þ.e. í kjallaran- um, verða tveir leikfimisalir, einn fyrir „spinning“ og annar fyrir „hot yoga“. Á efri hæðinni verður stór leik- fimisalur, sem verður samnýttur með skólanum, og nýr búnings- klefi, sem verður að mestu leyti nýttur af skólanum yfir daginn í skólasundið og á kvöldin af okk- ur,“ sagði Björn. Björn segir að þessar fram- kvæmdir geri það að verkum að hægt verði að stækka tækjasalinn umtalsvert, því leikfimisalurinn sem hafi verið hluti af tækjasaln- um verði rifinn og aukið við tækin sem því nemur. „Þegar þessum framkvæmdum okkar er lokið verðum við með mjög öfluga lík- amsræktarstöð í Mosfellsbæ,“ sagði Björn. Laugar eiga og reka fjórtán World Class-stöðvar um land allt. Sú fimmtánda er í byggingu á Völlunum í Hafnarfriði og á að opna fyrir næstu áramót. Laugar eru með samnýtingu í sjö sund- laugum í fimm sveitarfélögum, að sögn Björns. Laugar ætla að stækka við Lágafell  World Class og Mosfellsbær hafa samið um liðlega 900 fermetra viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina Lágafell, sem World Class mun byggja og eiga  Aðstaða mun batna til muna, segir Björn Leifsson Lágafell Aðstaða World Class í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli í Mosfellsbæ mun batna til muna með stækkuninni. Björn Leifsson VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Nóg framboð er af bóluefni gegn lifrarbólgu A á Íslandi. Vegna skorts á bóluefninu var ekki hægt að anna eftirspurn í sum- arbyrjun. Ný sending af efninu í ágúst hefur bætt úr því. Fyrirtækið Vistor er einn helsti innflytjandi bóluefna á Ís- landi. Gunnur Helga- dóttir, fram- kvæmdastjóri Vistor, segir skortinn á bóluefni gegn lifrarbólgu A ekki hafa verið bundinn við Ísland. Vonar að nóg verði til „Þetta lítur mun betur út en í vor. Við erum mjög glöð að sjá fram á að eiga vonandi nóg með haustinu. Þetta er flókin framleiðsla með mikl- um kröfum um gæðaeftirlit. Því er ekki hægt að lofa neinu en maður vonar að það verði nóg til,“ segir Gunnur um framboðið af bóluefni gegn lifrarbólgu. „Það kom upp alheimsskortur á bóluefnum í vor. Framleiðendur höfðu ekki undan. Það er meðal ann- ars vegna þess að fólk ferðast miklu meira en áður og þarf meira á bólu- setningum að halda. Notkunin hefur því aukist. Það tók fyrirtækin tíma að auka framleiðsluna. Við vorum ekki eina landið sem glímdi við þennan vanda. Það var líka skortur annars staðar á Norðurlöndum. Frambjóðendur skömmtuðu bólu- efnin eins og þeir gátu inn á mark- aðina til að sinna þessu eins og hægt var,“ segir Gunnur. baldura@mbl.is Eiga nú bóluefni gegn lifrarbólgu A Morgunblaðið/Eggert Heilsugæsla Nú er aftur hægt að fá bóluefni við lifrarbólgu A. Gunnur Helgadóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa bygging- ariðnaðarins (RB) við Nýsköpunar- miðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Raka- skemmdir og mygla. Íslenski út- veggurinn og reynsla Svía. Ólafur H. Wallevik, prófessor og for- stöðumaður RB við Nýsköpunarmið- stöð Íslands, segir að kynntar hafi ver- ið nýjar aðferðir við að herma útveggi í tölvulíkani til að meta raka- og mygluá- hættu. „Íslenski útveggurinn fór í slíka hermun og var niðurstaðan sú að hann er mikill skaðvaldur þegar kemur að raka og myglu í íslenskum húsum. Gæði málningar og vatnsfælni skiptir líka mjög miklu til að fyrirbyggja raka- myndum. Við erum langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að rannsóknum á orsökum myglu,“ segir Ólafur og bætir við að 20% Svía glími við heilufarsvandamál tengd raka og myglu. „Hin Norðurlandaríkin hafa barist við myglu og raka jafnt og þétt og lagt í mikla rannsóknarvinnu til þess að bæta byggingarmáta og reglugerð í kringum húsbyggingar. Lengi vel var þetta ekki sama vandamálið hjá okkur. Við bjuggum í stærra húsnæði og bað- herbergið var eina votrýmið í húsinu en nú er eldhúsið einnig skilgreint þannig. Auk þess voru eldhús meira lokuð af en nú er. Fólk er sjaldnar heima að degi til og gluggar ekki nógu oft opnaðir eða þeir eru of þéttir,“ segir Ólafur. Hópur verkfræðinga frá ýmsum verkfræðistofum, háskólum og RB hafa tekið sig saman undir yfirskrift- inni Betri byggingar og leita nú fjár- mögnunar til að hefja alvöru rannsókn- ir á ástæðum rakaskemmda og myglu. „Við erum með vel yfir 10 kenningar um það hvað valdi því að mygla og raki er verulega meira áberandi nú en áður. Áður fyrr voru útveggir einangraðir að innan með plasti og múraðir en það kom greinilega fram á málstofunni að betra er að einangra að utan. Einnig var byrjað að einangra með steinull að innan. Með lektum og gifsplötum út- bjuggum við kjörskilyrði fyrir raka- myndun,“ segir Ólafur, sem bendir á að gifsplötur séu efst á matseðli mygl- unnar. „Í gifsplötum er pappír sem er líf- rænn matur. Mygla þarf næringu, vatn og rétt hitastig til þess að þrífast. Mygla getur skapast á mánuði eða tek- ið lengri tíma,“ segir Ólafur. Þekkingarleysi á nýjungum, skortur á rannsóknum og viðhald sem er ábótavant er stór hluti raka- og myglu- vandamálsins að sögn Ólafs. „Á málþinginu kom fram að þök eru mjög mikið vandamál þegar kemur að raka og myglu og það er mun meira vatn í íslenskri steypu en erlendri vegna þess að íslenskir steinar eru með miklu meira holrými,“ segir Ólafur og bendir á að annars staðar á Norður- löndunum þurfi meira viðhald og að oftar þurfi að kalla til fagmenn sem meti hús áður en þau fara á sölu. „Ég er þeirrar skoðunar að við þurf- um að nota náttúrulega loftræstingu í húsum þar til við höfum innleitt góðar vélrænar lausnir,“ segir Ólafur. Gifsplötur eru efst á matseðli myglunnar  20% Svía með heilsufarsvandamál tengd myglu og raka Ljósmynd/Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins Húsfyllir Margir sýndu áhuga á ráðstefnunni um rakaskemmdir og myglu. Morgunblaðið/Eggert Raki og mygla Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður RB, vill vinna að lausnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.