Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 12

Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hrunamannahreppur í upp-sveitum Árnessýslu ergósenland. Þetta er víð-feðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landa- mærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á lág- lendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálend- isbrúnina og á góðum sum- ardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Slíkt skapar kjörskilyrði til ræktunar en stór hluti af því græn- meti sem íslenskir neytendur fá kem- ur frá gróðrarstöðvunum á Flúðum og þar í kring. Tómatar, gúrkur, sveppir, jarðarber og kál. Gerir gæfumuninn „Oft hefur nú sprettan verið meiri en í sumar sem hefur verið blautt og stundum kalt. Nú er hins vegar blíðuveður hér; sól og rigning til skiptis sem gerir gæfumuninn. Ef vel viðrar nú síðari hlutann í ágúst og í september er okkur borgið,“ segir Þröstur Jónsson ræktunarbóndi á Flúðum. Þröstur og Sigrún Páls- dóttir eiginkona hans stunda kálrækt á 10 ha. og eru afurðirnar seldar und- ir merkjum Stundaður er kúabú- skapur á alls 21 bæ í Hrunamanna- hreppi þar sem voru framleiddar alls 7,6 milljónir lítra af mjólk á síðasta ári. Miklar breytingar hafa reyndar orðið í kúabúskapnum í tímans rás, en árið 1980 voru mjólkurbændur í sveitinni alls 49. Breytingin er mikil, en á móti fækkun kemur að búin sem áfram eru hafa stækkað. Ferðaþjónusta í Hrunamanna- hreppi er í blóma. Á Flúðum eru hót- el og tjaldsvæði sem er þéttsetið flestar helgar yfir sumarið. Þá eru hundruð sumarhúsa í sveitinni. Einn- ig golfvellir og margir áhugaverðir staðir sem vert er að heimsækja. Einn þeirra er Gamla laugin í hvera- hólmanum við Flúðir, sem var gerð árið 1891 og er elsta sundlaug á Ís- landi. Þar var baðstaður í aldaraðir, en laugin var í notkun til 1947. Hún var svo endurgerð fyrir fáeinum ár- um og nú hefur verið komið upp nýrri veitingaaðstöðu og fleiru, Skemmtileg fjölbreytni Í dag búa í Hrunamannahreppi tæplega 800 manns og þar af um 420 manns, eða rúmlega helmingur, á Flúðum. Þéttbýlisfólkið hefur við- urværi af ýmsu. „Atvinnutækifæri hér í sveitinni eru í seinni tíð orðin fjölbreyttari en áður var. Hér er ferðaþjónusta, iðnaður, skólarnir, verslun. Svo hafa iðnaðarmenn eins og rafvirkjar, smiðir, píparar nóg að gera, rétt eins og bakari og bókhald- ari. Eitt leiðir af öðru í atvinnulífinu og skapar annað nýtt,“ segir Hall- dóra Hjörleifsdóttir oddviti Hruna- mannahrepps. „Við sem búum hér árið um kring önnum ekki öllu sem þarf og því eru hér margir farandverka- menn. Margir hafa verið hér í árarað- ir og sest hér að. Þetta er hörkudug- legt og í allan stað frábært fólk sem við gætum ekki verið án. 20% af íbú- um í Hrunamannahreppi eru af er- lendu bergi brotin og þeir gera sam- félagið fjölbreyttara,“ segir Halldóra oddviti og heldur áfram: „Við erum til dæmis með góða skóla sem geta tekið við fleiri nem- endum. Hér er nægt framboð af lóð- um og verið er að leggja ljósleiðara um svæðið sem er bót af því netteng- ingar hér – þjóðvegir nútímans – hafa verið veikar. Þá er hér versl- unarhúsnæði í byggingu og ýmis áform því viðvíkjandi, sem segir okk- ur að Flúðir og Hrunamannahreppur eru vaxtarsvæði.“ Gróandi sveit Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Flúðir eru fjölsóttur ferðamannastaður árið um kring. Tjaldsvæðið í þorpinu er fremst á þessari mynd og að baki er skógi vaxinn Högnastaðaásinn og í kring nýslegin tún bænda í þessum mikla landbúnaðarhéraði. Hrunamannahreppur er matarkista og fjölsóttur mannastaður. Flúðir eru miðja sveitarinnar og þar dafnar fjölbreytileiki mannlífsins. Busl Gamla laugin á Flúðum er sú elsta á landinu. End- urgerð fyrir fáum árum og er vinsæll staður í dag. Jarðarber Í Silfurtúni á Flúðum ræktar Eiríkur Ágústs- son jarðarber og marg fleira, gott og grænt. Mektarbýli Í Núpstúni er kúabú og nýtt fjós í smíðum. Hér búa Margrét Larsen og Páll Jóhannsson. Ræktun Þröstur Jónsson á akrinum með Páli Orra syni sínum og Sylvíu Önnu Davíðsdóttur konu hans. Halldóra Hjörleifsdóttir Nú í byrjun ágústmánaðar var opn- uð ný veitingastofa í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi þar sem ferðaþjón- usta hefur verið starfrækt um langt árabil. Aðstaða verður til að taka á móti 60 til 70 gestum í hús- inu. „Hingað kemur mikill fjöldi gesta árlega og við þurftum að þróa starfsemina í samræmi við vaxandi aðsókn. Ákváðum því að opna veitingastað og vera með matseðil í anda safnsins hér, þar sem brugðið er ljósi á sögu há- karlaveiða og hlunnindanytja,“ segir Guðjón Hildibrandsson í Bjarnarhöfn í samtali við Morg- unblaðið. Safnið í Bjarnarhöfn eins og það er í núverandi mynd var opnað árið 2003. Þar er með öðru sögð saga föðurfjölskyldu Guðjóns; fólks sem lifði af gögnum lands og sjáv- ar og kann vinnubrögðin sem því fylgja. Meðal þess sem er á mat- seðlinum í Bjarnarhöfn sem sjálf- stæður réttur er sviðasulta með kartöflumús, rófustöppu og salati. Einnig má nefna matarmikla há- karlauggasúpu þar sem ugginn af skepnunni er soðinn í súpunni en síðan er í hana bætt hvannarjurt, grjótkrabba og sjávarþangi. Þriðji réttur er svo reykt gæsabringa með salati. „Svo erum við líka með kaffi og bakkelsi í þjóðlega stílnum eins og hæfir hér í Bjarnahöfn. Gestir vilja kynnast sérstöðu hvers svæðis, matarmenningu og sögu, eins og er áherslumál okkar hér, segir Guðjón sem starfrækir ferðaþjón- ustuna með Kristjáni bróður sín- um og móður þeirra, Hrefnu Garð- arsdóttur. sbs@mbl.is Veitingastofa í Bjarnarhöfn HÁKARLAUGGASÚPA OG GÆSABRINGA Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Byggingar Bjarnarhöfn er vinsæll við- komustaður ferðafólks. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Snæfellingur Guðjón Hildibrandsson rekur staðinn með fjölskyldu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.