Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 20

Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Fram kom hjá Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar ehf., á aðal- fundi félagsins í mars 2017, að bygg- ingarkostnaður nýrra ganga ásamt tengingu við eldri göng er áætlaður rúmlega 13,5 milljarðar króna m/ vsk. á núverandi verðlagi. Verktími var áætlaður 3-4 ár frá ákvörð- unartöku til þess tíma að hvor tveggja göngin verða komin í notk- un. Samkvæmt skýrslu sérfræðing- anna frá í vor er kostnaður við gerð ganganna meiri en Spölur áætlaði, eða 20.140 milljónir króna. Þetta er dýrasta útgáfan, enda gert ráð fyrir mestu öryggi. Stærsti kostnaðarlið- uninn er áætlaður jarðgangagröftur, 3.905 milljónir, þarnæst sprautu- steypa, 2.462 milljónir, vatnsklæðn- ingar 1.723 milljónir og vegskálar, 1.289 milljónir.Verktakakostnaður er alls áætlaður 15.921 milljón. Á verðlagi ársins 1998 var beinn framkvæmdakostnaður við núver- andi göng 3,3 milljarðar en með und- irbúningskostnaði, fjármagnskostn- aði og fleira 4,6 milljarðar, samkvæmt upplýsingum Gísla Gísla- sonar. Fært á verðlag með bygg- ingavísitölu til júlí 2018 gerir það annars vegar um 10 milljarða og hins vegar 13,8 milljarða króna. „Hámarksmeðalumferð (ADU) fyrir göng sem liggja í halla og beygjum er 8.000 ökutæki á sólar- hring skv. gildandi reglum. Með- alumferð 2016 var 6.436 ökutæki. Miðað við eðlilega umferðarspá er mjög líklegt að umferðin fari í 8.000 ökutæki 2019,“ sagði í skýrslu stjórnar Spalar, sem kynnt var 2017. Í fyrstu hugmyndum um ný göng var gengið út frá því að ein- stefnuumferð yrði í hvorum tveggja göngunum. Þannig myndi umferð norður í land fara um nýju göngin en umferð til höfuðborgarinnar um þau gömlu. En þar sem hin nýju göng þurfa að vera talsvert lengri en þau gömlu myndi aksturslengd aðra leið- ina til Akraness lengjast um 8 km. Því telja sérfræðingarnir einstefnu ekki vera valkost. Nálægð við Akra- fjall skerðir möguleikana á útfærslu nyrðri gangamunnans. Ný göng talin kosta rúma 20 milljarða  Boltinn er nú kominn á borð stjórnmálamanna Morgunblaðið/Golli Sprenging Halldór Blöndal þáverandi samgönguráðherra sprengdi síðasta haftið í Hvalfjarðargöngunum 1997, 165 metrum undir yfirborði sjávar. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áætlað er að ný göng undir Hval- fjörð muni kosta rúma 20 milljarða króna. Er þá miðað við þau göng sem sérfræðingar telja hagkvæmast að grafa undir fjörðinn. Mannvit hefur í samvinnu við for- stöðumann jarðgangadeildar Vega- gerðarinnar, Gísla Eiríksson, skoðað og borið saman nokkra valkosti fyrir tvöföldun Hvalfjarðarganga. Var sagt frá niðurstöðu þeirra í Morg- unblaðinu s.l. fimmtudag. Öryggisreglur hafa verið hertar til muna frá því að núverandi göng voru hönnuð fyrir rúmum 20 árum. Ný göng þurfa að vera lengri og breiðari og með minni veghalla. Þau yrðu allt að tveimur kílómetrum lengri en núverandi göng. Þá þarf að gera ráð fyrir flóttaleiðum. Undirbúningur að gerð nýrra Hvalfjarðarganga hófst hjá Vega- gerðinni í byrjun árs 2017. Göngin munu verða samhliða núverandi göngum. Samið var við verk- fræðistofuna Mannvit um úttektir og undirbúning vegna ganganna og var skýrslunni skilað til Vegagerð- arinnar í apríl s.l. Er ekki á samgönguáætlun Undirbúningi að nýjum Hval- fjarðargöngum er lokið í bili af hálfu Vegagerðarinnar, samkvæmt upp- lýsingum G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa. Boltinn sé nú kominn til stjórnmálamanna. „Eng- ar ákvarðanir hafa verið teknar og það liggur hjá stjórnmálamönnunum að taka þær,“ segir G. Pétur. Tvöföldun Hvalfjarðarganga hef- ur ekki verið á samgönguáætlun og það mun koma í ljós í haust hvort verkefnið verður á nýrri samgöngu- áætlun, sem þá verður kynnt. Ný Hvalfjarðargöng er heldur ekki að finna á jarðgangaáætlun. Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna hefur enn ekki komið saman til að ræða mál Hjartar Júlíusar Hjartar- sonar, sem sendur var heim af heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Ástæða heimfararinnar var sögð óæskileg hegðun Hjartar með- an á mótinu stóð og ákvað atvinnu- rekandi hans, Sýn, að senda hann heim. Fram kom í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 5. júlí sl. að taka ætti málið fyrir á allra næstu vikum. Frá þeim tíma er nú liðinn rúmur mán- uður en að sögn Eiríks Stefáns Ás- geirssonar, formanns Samtaka íþróttafréttamanna, hafa sumarfrí innan stéttarinnar sett strik í reikn- inginn. Hann segir þó að málið verði tekið upp hjá samtökunum og á því verði tekið. „Það hefur töluverður fjöldi verið í sumarleyfi og þess vegna hefur ekki gefist tími til að taka þetta fyrir. Við munum hins vegar kalla saman fund sem verður að öllum líkindum haldinn undir lok þessa mánaðar,“ segir Eiríkur. Mál af þessu tagi hefur ekki komið inn á borð hjá samtökunum áður en fram kom í frétt sem birtist fyrr í sumar að samtökin hygðust ráðfæra sig við Blaðamannafélag Íslands um næstu skref. Hjörtur Hjartarson hefur verið meðlimur í Samtökum íþróttafrétta- manna frá árinu 2015. Hann óskaði eftir því að hætta störfum hjá vinnu- veitanda sínum, Sýn, í kjölfar fyrr- greindra atvika. Hjörtur sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu á Fa- cebook þar sem hann sagðist skilja vel þau hörðu viðbrögð sem komu fram vegna hegðunar hans í Rúss- landi. Þá ætlaði hann að einbeita sér að því að bæta framkomu sína gagn- vart nákomnum og öðrum. aronthordur@mbl.is Mál Hjartar verði rætt á næsta fundi  Samtök íþrótta- fréttamanna ráðgera að funda á næstunni Morgunblaðið/RAX Hjörtur Mál hans verður rætt á fundi Samtaka íþróttafréttamanna. Starfsmenn Meitils – GT tækni á Grundartanga unnu að því í nótt að þétta sprungur í múrklæðingu ofar- lega í Hvalfjarðargöngum norðan- verðum. Þetta er meðal lagfæringa- og endurbótaverkefna sem Spölur sinnir undir lok rekstrartíma síns áður en félagið afhendir ríkinu göngin til eignar. Sprungur er hér og þar að finna í klæðningunni og tekur nokkrar nætur að fara yfir svæðið allt og ljúka verkinu. Göngin eru opin fyrir umferð meðan á þessu stendur. Hafist er handa eftir miðnætti þegar fáir eru á ferð. Varðliðar eru úti fyrir ganga- munnum beggja vegna fjarðar, stöðva bíla og biðja ökumenn að fara gætilega um vinnusvæðið. Meitils- menn standa þannig vel að málum og ökumenn fara ljúfmannlega að tilmælum þeirra, segir á vef Spalar. Ljósmynd/Spölur Hvalfjarðargöng Starfsmenn Meitils-GT tækni í körfubíl munduðu spraut- ur uppi undir lofti ganganna og fylltu upp í sprungur hratt og örugglega. Göngin fínpússuð fyrir afhendingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.