Morgunblaðið - 18.08.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 18.08.2018, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Á myndinni sést útskriftarathöfn hermanna í Al- þýðuandspyrnunefndunum (PRC) sem styðja rík- isstjórn Abedrabbos Mansours Hadis forseta í yfirstandandi borgarastyrjöld í Jemen. Samein- uðu þjóðirnar hafa boðið fulltrúum ríkisstjórnar Hadis og uppreisnarhreyfingar Húta til friðar- viðræðna í Genf í næsta mánuði til að binda enda á stríðið. Jemenska ríkisstjórnin bindur ekki miklar vonir við friðarviðræðurnar. Embættismenn hennar telja að Hútar muni ekki gefa nógu mikið eftir til að hægt sé að semja við þá. Jemen AFP Binda ekki miklar vonir við komandi friðarviðræður Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Að minnsta kosti 324 manns hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir þorp í indverska fylkinu Kerala upp á síðkastið í kjölfar einnar mestu úr- komu sem þar hefur sést. Indverska innanríkisráðuneytið hefur tilkynnt dauða 868 manns í ýmsum fylkjum landsins frá því að flóðin hófust. Að sögn héraðsráðherrans Pinarayi Vijayan er um að ræða „verstu flóð í 100 ár“. Samkvæmt frétt BBC hafa um 200.000 manns misst heimili sín í flóðunum og hírast nú í tjaldbúðum. AFP greinir frá því að fjöldi manns sé einnig í sjálfheldu vegna flóðanna og að yfirvöld héraðsins hafi varað við því að frekara úrhellisregn sem spáð hefur verið gæti haft í för með sér frekari eyðileggingu og fleiri dauðsföll. „Við erum að senda út fleiri báta og hermenn til þess að hjálpa til við björgunaraðgerðir,“ sagði héraðs- embættismaðurinn P. H. Kurian við AFP. Um er að ræða rúmlega 30 herþyrlur og 320 báta sem keppast nú við að bjarga íbúum Kerala. Að sögn stjórnvalda hefur þúsundum manns þegar verið bjargað en enn bíða um 6.000 bjargvætta sinna. 41 fljót rennur í gegnum Kerala- fylki í Arabíuhaf og að sögn yfir- valda hafa 80 stíflur verið opnaðar í Kerala til þess að reyna að létta á flóðinu. „Við erum nú vitni að nokkru sem hefur aldrei áður gerst í sögu Ker- ala,“ sagði Vijayan við blaðamenn. „Næstum allar stíflur hafa brostið. Flest vatnsver okkar eru á kafi og vélarnar hafa orðið fyrir skemmd- um.“ „Ekkert vatn og matur“ Samkvæmt veðurstofu Indlands hefur Idukki, sveitarfélag í miðju Kerala-fylki, farið á kaf í um þriggja metra djúpt vatn vegna úrkomunn- ar. Svæðið er því nær einangrað frá umheiminum og erfitt hefur reynst að koma birgðum og annarri hjálp þangað. Embættismenn telja að um 10.000 km vega hafi farið á kaf eða grafist undir skriðum vegna flóð- anna. Alþjóðaflugvelli Kerala-fylkis hef- ur verið lokað fram á 26. ágúst og mögulega lengur vegna hamfar- anna. Auk þess sem ferðaþjónusta hefur hrunið hefur gúmmífram- leiðsla, ein arðbærasta iðnaðargrein Kerala, orðið fyrir verulegum skemmdum vegna flóðanna. Íbúar Kerala hafa nýtt sér sam- félagsmiðla til þess að kalla á hjálp og til þess að vísa björgunarsveitum veginn til sín. Þetta hefur þó reynst sumum erfitt, þar sem ekki er hægt að reiða sig á símsamband í þessum hamförum. „Fjölskylda mín og ná- grannafjölskyldurnar eru í vand- ræðum út af flóðinu á Pandanad nakkada-svæðinu í Alappuzha,“ skrifaði íbúinn Ajo Varghese í Fa- cebook-færslu sem hefur vakið mikla athygli. „Ekkert vatn og mat- ur. Ekki hægt að hafa samband frá og með kvöldinu. Farsímar eru sambandslausir og slökkva á sér. Gerið það, hjálpið okkur ... enginn kemur til bjargar.“ Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fór til Kerala í gær til þess að meta stöðuna og skemmd- irnar. Fylki á bólakafi á Indlandi  Hundruð manna látin vegna flóðs í Kerala-fylki á Indlandi  „Verstu flóð í 100 ár,“ segir fylkis- ráðherrann  „Við erum nú vitni að nokkru sem hefur aldrei áður gerst í sögu Kerala“ AFP Flóð Fólk Svamlar í gegnum vatn á götum Kozhikode í norðurhluta Trivandrum í Kerala í gær. Rúmlega 300 manns hafa látist í fylkinu. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóð- anna komst í gær að þeirri niðurstöðu að Brasilíumönnum beri að leyfa Lula da Silva, fyrrverandi for- seta Brasilíu, að bjóða sig fram í forsetakosningum sem haldnar verða í nóvember. Lula er í fang- elsi fyrir peningaþvætti en hefur þó verið sigurstranglegur í skoð- anakönnunum. Kjörgengi hans gæti skipt sköpum fyrir útkomu kosninganna. SÞ segir Brasilíu- mönnum að leyfa framboð Lula Lula da Silva Slóvenska þingið staðfesti í gær fyrrverandi gamanleikarann Mar- jan Šarec sem nýjan forsætisráð- herra landsins. Stjórnarkreppa hef- ur ríkt í Slóveníu frá því að kosningar voru haldnar hinn 3. júní síðastliðinn. Í kosningunum fékk Lýðræðisflokkur Slóveníu, hægri- flokkur forsætisráðherrans fyrr- verandi Janez Janša, flest atkvæði en tókst ekki að mynda þingmeiri- hluta. Šarec hefur nú myndað minnihlutastjórn miðvinstriflokka. Šarec er 40 ára og þar með yngsti forsætisráðherra Slóveníu. Nýr forsætisráð- herra Slóveníu Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.