Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 26

Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o Íslensk tunga, þó fögur sé, ástkær og ylhýr, á því óláni að ófagna,rétt eins og mörg önnur mál, að eiga sér ýmis orð sem í senn eruhörmulega ljót og leiðinleg. Oft hefur á þessum vettvangi veriðvikið að hikorðinu héddna, sem ekki aðeins er ljótasta hikorð okkar heldur jafnframt ljótasta orð íslenskrar tungu og sennilega ljót- asta hikorð og orð í heimi. Það setur ákaflega leiðinlegan blæ á mál fjölmargra þeirra sem láta í sér heyra opinberlega. Mælingar hafa sýnt að þetta eina ljóta orð verður stundum næstum helmingur alls sem sumir spyrlar og viðmælendur í fjölmiðlum hafa fram að færa. Notkunin vill þá einatt verða svo krampakennd að nær lagi væri að tala um hikkorð en hikorð. Útlendingar sem ekki kunna íslensku spyrja gjarna í forundran hvað hann þýði þessi grundvallar- fónemaklasi, þetta lykilorð, sem þeir skynja í máli svo margra Íslend- inga. Missa svo hökuna al- veg niður undir nafla við þau tíðindi að það merki ekki neitt. En ekkert tjóar vol og víl. Baráttan er í fullum gangi á mörgum vígstöðvum og von- andi styttist í að undanhald héddnismans hefjist fyrir alvöru. Málfræðingar vinna til dæmis að því að útbúa nýjan, fegurri og fjölskrúðugri hikorðalista, talkennarar hafa lengi fengist við að ná burt sjálfu hikinu og ungur tölvunarfræðingur er að hanna forrit sem breytir héddna í máli manna í búkhljóð jafn- harðan í beinni útsendingu. Fælingarmáttur þessa forrits verður von- andi mikill eftir að það kemst í almennt brúk. Meðan beðið er eftir öllu þessu eru ekki önnur ráð tiltæk en háð og flím. Þannig varð til ljóðið um Dúdda héddna sem birtast mun í ljóða- bók hjáritaðs, Ljóðpundari, sem Forlagið gefur út með haustinu. Takið sérstaklega eftir því hvernig Dúddi er í þráhyggju sinni látinn hunsa fornan ljóða- og sagnaarf Íslendinga: Dúddi héddna Dúddi héddna hann er fangi kreddna heldur um þær ræður ótt og títt segir alltaf héddna, héddna, héddna og héddna, héddna, gegnum blítt og strítt. Oft í hópi pilta og stúlkna penna pískrar Dúddi: Héddna, héddna, héddna. Eins á meðal beljaka og breddna baular Dúddi: Héddna, héddna, héddna. Hann leitar ekki í sjóði sagna og eddna segir bara héddna, héddna, héddna. Héddnabaráttan Tungutak Þórarinn Eldjárn thorarinn@eldjarn.net Við þurfum sem þjóð að marka stefnu í menn-ingarmálum til lengri tíma. Á það hefur alltafskort, þótt margt hafi verið vel gert á þvísviði, eins og sjá má á blómlegu menningar- lífi, sem hér þrífst. En það þarf ekki síður að marka heildstæða stefnu í menningarmálum en í efnahags- og atvinnumálum. Hverjir eiga að vera meginþættir í slíkri stefnu? Grundvallarþáttur er að sjálfsögðu varðstaða um ís- lenzka tungu. Hún hefur oft orðið fyrir mikilli ágjöf á seinni öldum. Hún var orðin mjög dönskuskotin snemma á síðustu öld en það tókst að hreinsa hana af þeim áhrifum. Nú er það enskan, sem sækir mjög á, og tímabært að hefja gagnsókn gegn áhrifum hennar. Það er okkur til skammar hvað ensk heiti á fyr- irtækjum hafa breiðst mikið út hér. Sú smitun er orðin svo mikil að það hlýtur að koma til álita að setja ein- hverjar takmarkanir við því. En það er líka hægt að berjast gegn þessari þróun á annan hátt og þá fyrst og fremst með því að skapa það andrúm í samfélaginu, sem venur stofnendur fyrirtækja af þessum ósið. Að öðru leyti koma áhrif ensk- unnar fram í því að það er orðið áberandi útbreitt að fólk „sletti“ eins og það er kallað. Það er of langt gengið, þegar fastir starfsmenn Rík- isútvarpsins „sletta“ í sínu daglega starfi. Stofnunin ætti að hefjast handa við að innræta starfsfólki sínu þá virðingu fyrir eigin máli og stofnuninni sem slíkri að slíkt sé ekki við hæfi. Hið sama á auðvitað við um aðra ljósvakamiðla, blöð og netmiðla. Ábyrgð fjölmiðla er mikil í þessum efnum og segja má að meðferð íslenzks máls hafi hrakað með áberandi hætti á þeim vettvangi. Það skiptir máli í þessu samhengi að kjörnir fulltrú- ar og forystumenn þjóðarinnar gangi á undan með góðu fordæmi og geri þetta grundvallarmál, varðveizlu íslenzkrar tungu, að reglulegu umfjöllunarefni. Annar þáttur í stefnumörkun í menningarmálum til lengri tíma er varðveizla menningararfs þjóðarinnar. Þar hafa fræðimenn unnið mikið og merkilegt starf fyrr á tíð og ekki sízt á 19. og 20. öld. Raunar er starf þeirra margra svo merkilegt við rannsóknir og útgáfu á bókmenntum fyrri tíma og sögu þjóðarinnar í þessu landi yfirleitt að það er löngu tímabært að sýna þessu fólki með einhverjum hætti þá virðingu, sem því ber. En þetta snýzt ekki bara um varðveizlu menningar- arfs frá fyrri öldum. Menningararfur framtíðarinnar er að verða til núna og að honum þarf að huga. Það hefur verið unnið mikið starf við skrásetningu á sögu leik- listar á Íslandi á síðustu rúmum hundrað árum. Það sama má segja um bæði bókmenntir og myndlist. En getur verið að tónlistin hafi orðið út undan? Það er sjálfsagt mjög breytilegt hvernig haldið hefur verið utan um verk genginna tónskálda frá síðustu öld. Í sumum tilvikum hefur það áreiðanlega verið unnið samvizkusamlega en í öðrum tilvikum síður. Fyrir nokkrum árum tók hópur æskuvina Atla Heimis Sveinssonar svo og vina hans úr tónlistarheim- inum höndum saman um að tryggja skráningu allra verka hans. Þegar sú vinna hófst kom í ljós, að verk hans eru meiri að vöxtum en nokkurn hafði grunað. Skráning slíkra verka er umfangsmikið verkefni. Það þarf að skrá verkin og upplýsingar um hvenær þau urðu til. Það þarf líka að halda til haga, hvort þau hafi verið flutt og þá hvar og hvenær og hverjir hafi staðið að þeim flutningi. Drifkrafturinn í þessari vinnu var Sif heitin Sigurð- ardóttir, eiginkona Atla Heimis, sem nú er látin. Hér hefur áður verið vikið að því, að Clara Schumann, eig- inkona þýzka tónskáldsins Roberts Schumanns, hafði frumkvæði að því undir lok 19. aldar, að sambærileg skráning færi fram á verkum þess tónskálds. Þessi vinna við æviverk Atla Heimis hefur orðið til þess að leiða huga minn að því að sambærilega vinnu þurfi að inna af hendi við verk annarra íslenzkra tónskálda, í þeim tilvikum, þar sem það hefur ekki þegar verið gert. Slík skráning á verkum íslenzkra tónskálda fyrr og nú ætti að verða einn af helztu þáttum í þeirri stefnu- mörkun í menningarmálum, sem hér er fjallað um. Og spurning, hvort ekki væri við hæfi að Alþingi sýndi viljann í verki á 100 ára afmæli fullveldisins með því að veita fjármuni til slíks verks. Að öðru leyti er æskilegt að saga þróunar tónlistar- lífs á Íslandi á okkar tímum verði tekin saman ekki síður en leiklistarsagan og myndlistarsagan. Í slíkri söguritun má ekki gleyma þeim útlendingum, sem komu við sögu í þeirri uppbyggingu. En það er líka kominn tími til að huga að fleiri þátt- um menningarlífsins. Við höfum byggt glæsilegt Þjóð- leikhús og Borgarleikhús. Við höfum byggt Hörpu. En nú er kominn tími á að huga að Íslenzku óperunni. Það er væntanlega flestum orðið ljóst, að hún getur ekki blómstrað í Hörpu af þeirri einföldu ástæðu að þar er hún hliðarstarfsemi. Fyrir nokkrum árum komu fram hugmyndir um byggingu sérstaks óperuhúss af hæfilegri stærð í Kópavogi í bæjarstjóratíð Gunnars Birgissonar. Það er tilefni til að setja þær hugmyndir á dagskrá á ný. Við eigum vaxandi hóp söngvara sem eru fullfærir um að standa undir mun víðtækari óperuflutningi en nú er stundaður hér. Í nýrri stefnumörkun til framtíðar í menningar- málum á sérhæft hús fyrir óperuflutning að verða næsta mál á dagskrá. Nýtt hús fyrir Íslenzku óperuna á að verða næsta verkefni Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ný stefnumörkun í menningarmálum Hulda, Unnur BenediktsdóttirBjarklind, kvað 1944, að Ís- land væri „langt frá heimsins víga- slóð“. Það var að vísu ekki alls kost- ar rétt, því að undan ströndum var þá háð stríð. En Íslendingar hafa í sakleysi sínu iðulega vanmetið böl heimsins og veldi mannvonskunnar. Við Arnór Hannibalsson snæddum kvöldverð með hinum víðkunna pólska heimspekingi Leszek Kola- kowski í apríl 1979, og þá spurði ég hann, hvort okkar helsti tilvist- arvandi væri dauði Guðs. Kola- kowski svaraði að bragði, að vandinn væri miklu heldur, að djöfullinn væri dauður í hugum mannanna. Ég rifj- aði þá upp þjóðsöguna af púkunum þremur, sem fjandinn sendi til að spilla mannkyni. Eftir ár sneru þeir aftur. Einn sagðist hafa kennt mannkyni að ljúga og annar að stela. Lét andskotinn sér það vel líka. En hinn þriðji, sem minnstur þótti fyrir sér, sagðist hafa kennt öllum heldri mönnum að trúa því, að djöfullinn væri ekki til. Þetta verk þótti yf- irmanni hans best. Nú eru liðin fimmtíu ár, frá því að Kremlverjar sendu her inn í Tékkó- slóvakíu til að berja niður umbótatil- raunir. Því hefðu heldri menn ís- lenskir ekki trúað í sakleysi sínu. Röskri viku fyrir innrásina, 15. ágúst 1968, birtu þeir í vikublaðinu Frjálsri þjóð nafnlausa skopstæl- ingu á skrifum Matthíasar Johann- essens, skálds og ritstjóra Morg- unblaðsins. „Skyldu Rússar vera komnir inn í Tékkóslóvakíu? Áreið- anlega. Þessi níðingar, djöflar. Ég veit, að þeir ráðast inn í Tékkóslóv- akíu, eins og ég finn blóðið streyma eftir æðum mér. Évtúsénkó, Évtú- sénkó, Tarsis. Ég verð að muna að hlusta á fréttirnar.“ Og aftur: „Ég veit, að þeir ráðast inn í Tékkóslóv- akíu og kremja landið fagra undir járnhælum sínum. Kafka, Kafka, mikið varstu heppinn að vera búinn að deyja. Til að lifa. Ef þeir ráðast ekki inn í Tékkóslóvakíu í dag, gera þeir það á morgun.“ Hlátrasköllin voru vart þögnuð á ritstjórnarskrifstofu Frjálsrar þjóð- ar, þegar rússneskir skriðdrekar sigu inn fyrir landamæri Tékkóslóv- akíu. Það fer ósjaldan illa, þegar menn reyna að gera lítið úr böli heimsins og veldi mannvonskunnar. Og sá tími er liðinn, að Ísland sé langt frá heimsins vígaslóð. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hlátrasköllin voru vart þögnuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.