Morgunblaðið - 18.08.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 18.08.2018, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Norðurleiðarrútan dimmrauða stöðvast á miðri Hvítárbrúnni þegar ökumaður álpast á móti farþegi hrópar og bendir sjáið alla laxana í bátnum loks bakkar drossían og rútan sveigir rólega að Hvítárvallaskálanum. Haustið 1928 var Hvítárbrú hjá Ferjukoti í Borgarfirði vígð, mikið mannvirki á þeirrar tíðar mæli- kvarða. Hún er tveir bogar sem eru 51 metri hvor og tengjast með stórum stöpli í miðri ánni. Yfir þessu er svo aðalboginn. Hann er því rúmlega 102 metra langur. Hvítárbrúin er með virðulegustu mannvirkjum, rétt eins og aðalborin væri. Hún varð strax eins og hjarta sem dældi umferðinni í báðar áttir, vestur eða aust- ur yfir ána. Blómatíð þessa mannvirkis varð heill mannsaldur, en hlutverkið breyttist þegar nýr tími gekk í garð með Borgar- fjarðarbrúnni. Enn er þó Hvítárbrú augna- yndi, 90 ára gömul. Hún er óbreytt að öðru leyti en því, að handrið hennar hafa fengið nokk- urn fláa út á við. En hún er barn síns tíma og er því einbreið. Þurfti oft að bakka af brúnni ef annar varð fyrri til á móti. Þetta muna margir. Ekki bætti um þegar heilu hóp- arnir af ríðandi fólki þurftu yfir brúna þegar yfir stóðu hin stóru hestamannamót í Faxaborg. Það reyndi því oft á þolinmæði öku- manna. Í gamla daga var smáverslun í Ferjukoti, aflögð um 1960. Þar var alltaf lax til sölu meðan netaveiðin var stunduð í Hvítá. Einnig var lax seldur á bakkanum Hvít- árvallamegin í veiðihúsi sem Hannes Ólafsson átti og kallaði gjarnan Höll Sumarlandsins. Lax- veiðin í ánni var geysimikil og bátar með utanborðsmótor brun- andi um ána flesta sumardaga að vitja um netin. Það var því oft mikið um að vera við Hvítárbrú á þessum ár- um. Það var ekki síst að þakka Hvítárvallaskálanum. Hann var ekki hefðbundin vegasjoppa held- ur ágætis veitingahús og það mjög vinsælt. Hvern dag var þriggja rétta matseðill og mikil áhersla lögð á fagmennsku. Fólk stoppaði mikið í skálanum, enda var talið á þeim árum að tveggja tíma akstur væri þaðan til Reykjavíkur. Hvít- árvallaskálinn var eingöngu í rekstri sumartímann og starf- ræktur fram undir 1990. Nú er umferð lítil við Ferjukot. Hvítárbrú hin fagra Eftir Helga Kristjánsson Helgi Kristjánsson »Enn er þó Hvítárbrú augnayndi, 90 ára gömul. Höfundur býr í Ólafsvík. Í 1. grein raf- orkulaga frá 2003 segir að skapa eigi forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku. Í 8. grein laganna er þetta út- fært sem ákvæði um að Landsneti sé heimilt að reka raforkumarkað. Þetta er allt og sumt sem sagt er um málið. Landsnet hefur nokkrum sinnum gefið út yfirlýsingar um stofnun á uppboðsmarkaði, nú síðast á vor- fundi í mars 2018 um að stefnt skuli að því fyrir 2020. Nefnt var að ekki væri víst að þeir yrðu sjálfir rekstr- araðilar svo þetta er frekar óljóst í augnablikinu. Ef uppboðsmarkaður fyrir heild- sölu á raforku verður einhvern tíma að raunveruleika á Íslandi þá mundi hann taka yfir heildsölu á almennum raforkumarkaði, sem nú stjórnast af gjaldskrám. Einnig væri hægt að opna fyrir þann möguleika að hluti af sölu á raforku til stórnotenda gæti farið þar í gegn, í litlum mæli til að byrja með, en gæti aukist er fram líða stundir. Euphemia Miklar raforkutengingar hafa ver- ið gangsettar um alla Evrópu á und- anförnum áum og áratugum með það að markmiði að skapa einn sam- eiginlegan raforkumarkað fyrir Evr- ópu. Þetta form á samrekstri er kallað PCR (Price Coupling of Regions). Ísland er enn sem komið er ótengt Evrópu með sæstreng og á því ekki kost á að taka fullan þátt í sam- rekstrar-kerfinu að óbreyttu. En notkun á hinni evrópsku aðferða- fræði fyrir einangrað Ísland ætti samt að vera möguleiki sem vert væri að kíkja á. Reiknilíkan PCR gengur undir nafninu Euphemia (Pan-European Hybrid Electricity Market Integra- tion Algorithm). Hin „vel-talandi“ heilög Euphemia er nefnd sem mey Guðs og píslarvottur í grísk- kaþólsku rétttrúnaðarkirkjunni. Hún hafnaði dýrkun á Vares, sem var herguð Forngrikkja. Í refsing- arskyni var henni varpað fyrir ljón og dó hún þar. Árið var 303. Reiknilíkön Sagt er: „Öll reiknilí- kön eru vitlaus, en sum eru nothæf.“ Reiknilíkön eru eft- irlíking af raunveru- leikanum og tekst mis- vel að ná tilsettri nákvæmni með skap- legum reiknitíma. Reiknilíkanið Eup- hemia hefur það fram yfir flest önnur að það byggir á traustum grunni, hefur reynst vel og farið í gegnum gríðarlegar prófanir í mörg ár. Ekki annað að sjá en að vel hafi til tekist, sbr. útbreiðslu þess í dag. Löndin í Evrópu sem taka þátt í daglegum rekstri eru 28: Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Dan- mörk, Eistland, Finnland, Frakk- land, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúx- emborg, Noregur, Portúgal, Pól- land, Rúmenía, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýska- land. Erum við þess burðug að standa fyrir utan þetta samstarf og þróa alla hluti á rammíslenskan hátt? Og ef við ætlum að fá þetta annars stað- ar frá, þá hvaðan? Meðan allar þjóð- ir heims eru í óða önn að taka upp aðferðir Evrópu. „Ég þekki góðan hlut, hvaðan sem hann kemur, það er bara sann- gjarnt.“ Samrekstrarkerfi raforku í Evrópu Euphemia reiknar á uppboðs- markaði, á hverjum degi fyrir næsta dag, rafmagnsverð um alla Evrópu, skammtar framleiðslu milli virkjana og úthlutar flutningsgetu yfir landa- mæri. Einnig er reiknað út á hverjum rekstrardegi verð á skyndimarkaði sem breytist í gegnum daginn. Upp- gjörstímabil á skyndimarkaði hefur verið 30 mínútur en á mörgum mörkuðum víða um heim er nú stefnt að fimm mínútna uppgjörs- tímabili. Hvatinn að því er aðallega stóraukin þátttaka óstöðugra orku- gjafa svo sem vind- og sólarorku í raforkuframleiðslunni, tilkoma stórra rafhlaðna sem varaafl og þró- un á snjallnetum fyrir raforkustýr- ingu. Með óbeinum uppboðum (Implicit Auction) er flutningsgeta tenginga milli uppboðssvæða notuð til að sam- þætta þau og hámarka þannig al- menna velferð. Raforkuflæði í flutningslínum milli landa er ákvarðað út frá mark- aðsupplýsingum frá tengdum mörk- uðum. Óbein uppboð tryggja um leið að raforka flæði frá svæðum með lágu verði í átt að svæðum með háu verði og leiti þannig í átt til verð- samruna. Mismunur í verði á raf- orkumörkuðum við sitt hvorn enda flutningslínu myndar grundvöll að verðlagningu á flutningsgetu. Þess vegna minnka tekjur af raforku- flutningum eftir því sem flutnings- takmarkanir minnka. Ef raf- orkukerfið væri án flutnings- takmarkana þá væri sama raforku- verð alls staðar í kerfinu nema með smá mismun vegna orkutaps í flutn- ingskerfum. Að gefnum niðurstöðum taka síð- an kerfisstjórnir hvers lands við og stýra sínum hluta, virkjunum og öllu, hver á sinn hátt. Euphemia gerir upp daglega við- skipti með raforku í Evrópu sem nema 200 milljónum evra, eða 25 milljörðum íslenskra króna á núver- andi gengi. Kerfið er í dag talið vera mikilvægasta fjárhaglega uppgjörs- og upplýsingakerfi álfunnar. Að lokum Sams konar reiknilíkan og Eup- hemia var hannað hjá Landsvirkjun upp úr síðustu aldamótum og er það ennþá í dálítilli notkun. Gengur það undir nafninu Hyena og tekur það allar virkjanir í landinu og allar helstu flutningslínur og getur reikn- að óhemju langar rekstrarhermanir á skaplegum tíma. Grunnur líkans- ins er hinn sami og í Euphemia en það notar aðrar bestunaraðferðir. Undirritaður hefur meðal annars dundað við að keyra þar hermun á raforkusæstreng frá Íslandi til Bret- lands í ýmsum útgáfum. Á að stofna uppboðs- markað fyrir raforku? Eftir Skúla Jóhannsson »Erum við þess burðug að standa fyrir utan þetta sam- starf og þróa alla hluti á rammíslenskan hátt? Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur skuli@veldi.is Lögð voru fram fjárlög á Alþingi haustið 2008, þegar út- gjöld ríkisins fyrir árið 2009 voru áætluð um 460 milljarðar króna og ríkissjóður nær skuldlaus. Í stað neð- ansjávarganga milli lands og Eyja voru kynntar hugmyndir um Bakkafjöruhöfn sem menn hafa deilt um. Fyrir og eftir bankahrunið hefur gengið illa að kveða niður allar efa- semdarraddir um þessa ferjuhöfn á Bakka. Eftir bankahrunið voru fjár- lög ríkisins endurskoðuð en óljóst er hver niðurstaðan verður þegar Al- þingi lýkur afgreiðslu. Í sambandi við fjárlögin var rætt um að auka þyrfti opinberar framkvæmdir í samgöngumálum, m.a. með vega- gerð og jarðgangagerð vítt og breitt um landið. Á samgöngubótum til Vestmannaeyja lét áhugamannahóp- ur í Suðurkjördæmi gera athugun þegar hugmyndir um neðansjáv- argöng komust í fréttirnar. Vegna óvissuatriða og misgengis í jarðvegs- lögum sem eru á hreyfingu þurfa þau lengri umþóttunartíma, á meðan mörgum spurningum er enn ósvar- að. Eitt samgönguverkefni sem til stóð að ráðist yrði í var bygging nýrrar Vestmannaeyjaferju. Áætlað er að kostnaður við þessar fram- kvæmdir gæti orðið um 12-15 millj- arðar kr. Hluta af þessu fjármagni er betur varið í stutt veggöng undir Reynisfjall, mislæg gatnamót við Hveragerði og Selfoss, nýja Ölfus- árbrú með fjórum akreinum og tvö- földun Suðurlands- og Vesturlands- vegar, sem skal miðast við leiðina 2+2. Samanlagt væri vel hægt, að dreifa þessum fjármunum á höf- uðborgarsvæðið og alla landsbyggð- ina, ef rétt er á málum haldið. Í stað þess að byggja höfn í Bakkafjöru og grafa neðansjáv- argöng til Eyja fyrir 60-80 milljarða króna hefði verið heppilegra að byggja fyrst upp trausta og öruggari heilsársvegi á hringveginum og í öll- um innsveitum Suðurlands. Brot af þessari heildarupphæð getur vel staðið undir kostnaðinum við gerð jarðganga undir Reynisfjall og 500 m langra vegganga undir Geitafjall. Kostnaðurinn við hvor tveggja göng- in nær aldrei einum tíunda hluta af heildarupphæðinni sem samgöngu- hneykslið undir Vaðlaheiði mun kosta þegar upp er staðið. Göng und- ir Reynisfjall væru fyrir löngu kom- in inn á langtímaáætlun ef heima- menn í öllum sýslum Suðurlands hefðu staðið saman og safnað undir- skriftum, sem grein- arhöfundur hefði strax skrifað undir. Þing- menn Suðurkjördæmis skulu kynna sér vand- lega eftir hvaða leiðum öryggi vegfarenda er best tryggt og flytja til- lögu um gerð vegganga undir Reynisfjall á næstu árum til að heimamenn í Vík- urþorpi losni við slysa- hættuna sem of mikil umferð í gegnum íbúð- arhverfið skapar. Enn vinnst tími til að taka á þessu máli, ef kjörnir þing- menn ganga á undan með góðu for- dæmi. Hvort sem ríkisstjórnarflokkarnir sitja öll sín kjörtímabil eða ekki eiga heimamenn að vara þingmenn Suð- urkjördæmis við afleiðingum Bakka- fjöruhafnar ef jarðskjálftar hrella Sunnlendinga enn einu sinni. Þrátt fyrir allt skeytingarleysið vöruðu margir verkfræðingar við því að á þessu svæði yrði áhættan fyrir þessa höfn fullmikil. Eini álitlegi kosturinn til fram- búðar sem þeir sjá virðist vera ný stór og hraðskreið ferja í stað gamla Herjólfs. Framkvæmdir við grjót- varnargarð fyrir Bakkafjöruhöfn voru ákveðnar þegar hart var deilt um hvort áhættan yrði of mikil eða ekki. Í 20 km fjarlægð frá Bakka var grjótvinnsla ákveðin á Seljalands- heiði að heimamönnum forspurðum. Illa leist Vestmannaeyingum á til- löguna um höfnina í Bakkafjöru þeg- ar þeir söfnuðu undirskriftum til að fá nýja ferju í stað Herjólfs. Rætt er um að nú þurfi að losa ríkið frá rekstri ferjusiglinga og koma þeim í hendur Eyjamanna. Á Íslandi tíðk- ast að gengið skuli gegn vilja heima- manna hvort sem þeim líkar það vel eða illa. Í næstu framtíð eru fjögur verk- efni réttlætanleg í jarðgangagerð. Það eru göngin undir Reynisfjall, Bröttubrekku, Dýrafjarðargöng og fyrir austan Lónsheiðargöng og ný Norðfjarðargöng sem rjúfa ein- angrun Fjórðungssjúkrahússins við suðurfirði Austurlands. Þessi göng koma öllum landsmönnum til góða. Afskrifum hugmyndina um vegtoll á Hálendisveginum fyrir fullt og allt. Veggöng undir Reynisfjall Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson »Hluta af þessu fjár- magni er betur varið í stutt veggöng undir Reynisfjall, mislæg gatnamót við Hvera- gerði og Selfoss og nýja Ölfusárbrú. Höfundur er farandverkamaður. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.