Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 29

Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 29
MINNINGAR 29Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Guðmundur Guðmunds- son. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Petra Björk Páls- dóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta með virkri þátttöku fermingarbarna sem tekið hafa þátt í ágústnámskeiði kirkjunnar. Eftir guðsþjónustuna er stuttur fundur með foreldrum barnanna þar sem farið verður yfir dagskrártilhögun vetrarins. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Skírn. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Org- anisti er Bjartur Logi Guðnason. Kaffi- sopi í Ási eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Akureyrarkirkju tekur þátt í helgihaldinu. Organisti er Stein- unn Árnadóttir. Prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Magnús Björn Björns- son. Organisti er Örn Magnússon. Ensk bænastund kl. 14. Prestur er Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar sér- staklega boðin velkomin. Kór Bú- staðakirkju og Jónas Þórir. Messu- þjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matthíasson. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Gunnar Sigurjónsson. Org- anisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Veitingar í safnaðarsal að messu lok- inni. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir messu. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi. EGILSSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa 19. ágúst kl. 20. Sr. Þorgeir Arason prédikar og þjónar fyrir altari. Org- anisti er Torvald Gjerde. FELLA- og Hólakirkja | Helgistund að sumri kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunn- arsson þjónar og prédikar. Einsöngur Inga Backmann. Arnhildur Valgarðs- dóttir er organisti. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björns- dóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- armessa 19. ágúst kl. 14. Séra Hjört- ur Magni Jóhannsson þjónar fyrir alt- ari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tón- listina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Messukaffi í safnaðarheim- ili að athöfn lokinni. GARÐAKIRKJA | Sumarmessur Garðaprestakalls eru kl. 11 alla daga í ágúst í Bessastaðakirkju. GLERÁRKIRKJA | Kvöldstund í kirkj- unni kl. 20 á sunnudag. Valmar Välja- ots spilar spunatónlist m.a. á fiðluna. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir leiðir stundina. Helgistund og tónlist- arsyrpa. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi- húsamessa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar og barn verður bor- ið til skírnar. Organisti er Hákon Leifs- son og forsöngvari leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari og Ásta Haraldsdóttir leikur undir sönginn sem Kirkjukór Grensáskirkju leiðir. Heitt á könnunni. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kvöldguðsþjónusta sunnudag kl. 20. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Org- anisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guð- ríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Guðmundur Sigurðsson organisti leikur á barokk-orgel kirkj- unnar; forspil, eftirspil og með sálma- söng. Sr. Þórhildur Ólafs leiðir stund- ina. Kaffi í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju eftir samveruna. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Eiríki Jóhannssyni. Fermingarbörn vorsins 2019 boðin velkomin ásamt foreldrum sínum og tekið við skrán- ingum í fermingarfræðslu vetrarins. Félagar úr Kór Háteigskirkju syngja. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson. Samskot dagsins renna til samtak- anna Pieta. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Á sunnudaginn kemur endum við nám- skeiðið á messu kl. 11 sem ferming- arbörnin taka þátt í ásamt því að þau munu ganga til altaris. Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir sjá um tónlistina. Prestar eru Sunna Dóra og Karen Lind. Við hvetjum foreldra ferm- ingarbarnanna og fjölskyldur til að mæta. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma sunnudag með lofgjörð og fyrirbænum. Stephen Powell frá USA kemur til okkar og prédikar. Eftir stundina verður boðið upp á kaffi og gott samfélag. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudags- kvöldið 19. ágúst kl. 20 verður kvöld- messa í Kapellu vonarinnar. Elmar Þór syngur, Arnór organisti leikur undir og sr. Erla flytur hugleiðingu. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður Arnarson, sóknarprestur, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur djákna. Kór Kópa- vogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors kirkjunnar. Vænt- anleg fermingarbörn 2019 eru sér- staklega boðuð til messu ásamt for- eldrum eða forráðamönnum. Fundur um vetrarstarfið og fermingarund- irbúning verður strax eftir messu. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir og Jóhanna Gísladóttir prestar þjóna ásamt ferm- ingarbörnum vetrarins. Fjölskyldur fermingarbarnanna sérstaklega boðn- ar velkomnar. Félagar úr Fílharm- óníunni leiða sönginn undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Léttar veitingar að messu lokinni. LAUGARNESKIRKJA | Bæna- og íhugunarguðsþjónusta 19. ágúst klukkan 20. Séra Eva Björk Valdimars- dóttir þjónar og Elísabet Þórðardóttir er organisti. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Í athöfninni verður barn fermt. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir. Org- anisti er Þórður Sigurðarson. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safn- aðarsöng. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli verður á sínum stað kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20 sem er jafnframt uppskeruhátíð fermingarfræðsludaga sem staðið hafa yfir þessa viku. Ferm- ingarbörn og fjölskyldur þeirra sér- staklega velkomin. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Ein- arssonar. Prestar safnaðarins þjóna. NESKIRKJA | Prjónamessa kl. 11. Félagar í prjónahópi sem hittist í kirkj- unni aðstoða í messunni og prjóna af kappi undir prédikun. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þór- hallssonar organista. Prestur er Stein- unn Arnþrúður Björnsdóttir. Allir vel- komnir, með eða án handavinnu. Litir og blöð fyrir yngstu kynslóðina. Hress- ing og samfélag á kaffitorginu eftir messu. PRESTBAKKAKIRKJA Hrútafirði | Sögumessa sunnudag kl. 14. Almenn- ur söngur, organisti er Ingi Heiðmar Jónsson. Í lok messunnar verður sjón- um sérstaklega beint að sr. Jóni Guðnasyni og í safnaðarheimilinu flytja fleiri góðir gestir fróðleik úr sögu kirkju og sóknarinnar. Ingimar Hall- dórsson mun kveða rímur eftir Jón S. Bergmann. Að vanda verða kaffiveit- ingar í umsjá sóknarkvenna. SALT kristið samfélag | Sameign- legar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Þróunarkenn- ingin og Guð. Ræðumaður Sveinbjörn Gizurarson. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Barn borið til skírnar. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Hilm- ar Örn Agnarsson. Kór kirkjunnar syng- ur. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, Douglas Brotchie leikur á orgel og fé- lagar úr Kór Seljakirkju leiða almenn- an safnaðarsöng, molasopi í lokin. SELTJARNARNESKIRKJA | Guð- þjónusta kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Kammerkór Seltjarnarness syngur. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safn- aðarheimili. STAÐARBAKKAKIRKJA | Göngu- messa sunnudagskvöld kl. 20.30. Eft- ir messu verður gengið yfir að Melstað og drukkið kvöldkaffi. Flutningur til baka að Staðarbakka verður í boði. Munið gönguskóna! STÓRA Núpskirkja | Hesta- mannamessa kl. 14. Hópreið leggur af stað frá Hruna stundvíslega kl. 11.30 með viðkomu í Hlíð, á Hæli og í Steinsholti. VIÐEYJARKIRKJA | Messa kl. 14. Séra Sveinn Valgeirsson dóm- kirkjuprestur prédikar og þjónar. Kári Þormar dómorganisti. VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur Garðaprestakalls eru kl. 11 alla daga í ágúst í Bessastaðakirkju. ORÐ DAGSINS: Hinn daufi og mál- halti. (Mark. 7) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Austur-Húnavatnssýsla Auðkúlukirkja við Svínavatn. „Ég heiti það sem konur vilja ekki vera,“ sagði hann stundum þegar hann kynnti sig og kímdi. Einar lést 4. ágúst í faðmi Unu konu sinnar í sumarhúsinu þeirra, Birkilundi í Efra Haganesi 2 í Fljótum. Það var í byrjun apríl 1955 að ungur maður, Einar að nafni, lagði upp í ferð með strandferða- skipi frá Reykjavík til Siglufjarð- ar. Þar beið unnusta hans Una og var brúðkaup í vændum. Þau voru gefin saman 10. apríl 1955 á heimili foreldra okkar. Ekki voru aðrir möguleikar í þá daga en að ferðast með skipum á vetrum, því akvegurinn lokaðist í fyrstu snjó- um á haustin og eingöngu sjóleið- in var fær. Eftir nokkurra daga ferðalag lagðist skipið að bryggju á Siglu- firði og eflaust hefur farið um kappann er hann steig á land, því allt var á kafi í snjó og nær ófært um bæinn. Tilvonandi tengdafaðir hafði þó fengið vörubíl til að flytja hann heim á Lindargötuna. Foreldrar okkar tóku vel og hlýlega á móti Einari eftir sjóferðina en einhver mótþrói var í bróður Unu, Sig- urbirni, þá sjö ára, sem leist ekk- ert á að einhver maður kæmi og tæki systur hans frá honum og hótaði hann að læsa húsinu. Syst- irin Jóhanna, fimm ára, var mun jákvæðari og sagðist þá bara fara niður í kjallara og opna fyrir hon- um. Hún var þó send í pössun þeg- ar að athöfninni kom því búist var við að hún tæki upp á því að ræða eitthvað við prestinn í miðri at- höfn. Þrátt fyrir efasemdir okkar litlu systkinanna í upphafi, tókst með þeim og Einari sterkur og góður vinskapur sem hélst alla tíð. Flest sumur komu Una og Einar norður til Siglufjarðar með börnin sín þau Maríu Mörtu, Kristínu og Jón Ásgeir. Alltaf var farið „inn í Fljót“. Stunduð var silungsveiði á stöng, lögð net og einnig var „dregið fyrir“. Þarna átti fjölskyldan góðar stundir. Einari og pabba okkar fannst ekki leiðinlegt þegar þeir röltu af stað tveir saman með stangirnar sínar út að vatni eða niður að sjó, kannski með smá „nesti“ með sér. Árin liðu og við systkinin eign- uðumst maka og börn og alltaf voru fallegu Fljótin okkar besti staður. Fyrstu árin var dvalið í gamla húsinu sem afi okkar systkina byggði á jörð sinni Efra Haganesi 2 en seinna eignuðumst við svo öll sumarhús á jörðinni þar sem við dveljum allar frí- stundir. Margar skemmtilegar minningar eigum við frá þessum tíma, byggingastússið, stórveisl- urnar og yndislegu samveru- stundirnar með fólkinu okkar. Nokkrar ferðir fórum við systkinin og makar saman til út- landa, til Spánar, í Dóminíska og í siglingu um Miðjarðarhaf og Svartahaf. Ferðir sem eru ógleymanlegar og dýrmætar í minningunni. Þau hjónin byggðu Birkilund ásamt dætrum sínum Maríu og Kristínu og eru þau mörg hand- tökin sem þar hafa verið unnin með ástúð og natni enda bústað- urinn einstaklega fallegur. Bir- kilundur var þeirra unaðslundur. Komið er að kveðjustund að sinni, en Einar bíður okkar í Fljótunum hinum megin og þeg- ar við hittumst þar verður mikið brallað. Elsku Unu og fjölskyldu vott- um við okkar dýpstu samúð. Einar Einarsson ✝ Einar Einars-son fæddist 21. mars 1934. Hann lést 4. ágúst 2018. Útför Einars fór fram frá Fossvogs- kirkju 15. ágúst 2018. Elsku Einar megi birta og hlýja umlykja þig á nýj- um stað. Takk fyrir allt. Stilkur! Sigurbjörn og Ása, og Jóhanna og Guðmundur. Ekkert líf án dauða, enginn dauði án lífs. Þessi orð koma alltaf upp í huga mér á tímamótum, þegar einhver ná- kominn mér fellur frá. Sú varð og raunin, þegar hringt var í mig og mér tjáð að kær vinur minn og frændi hefði látist þá um morg- uninn. Að sjálfsögðu brá mér illa við því við höfðum talað saman kvöldið áður og þá virtist allt í lagi. Við frændur höfum fylgst að stóran hluta ævinnar og brallað mikið saman. Höfum farið í margar ferðir saman utanlands, bæði á skíði og sólarstrendur og einnig hér heima. Við og fjölskyldur okkar höfðum áhuga á laxveiðum og fórum oft með vinum og kunn- ingjum víða um landið í þeim til- gangi að veiða lax og ekki má gleyma jeppaferðum upp á há- lendið. Mig langar til að lýsa hugsun- arhætti Einars með lítilli sögu. Í einni Spánarferðinni, átti Una kona hans afmæli og þau hjón buðu mér og fjölskyldu minni út að borða í tilefni dagsins. Þegar á veitingastaðinn kom og við vor- um sest við borð kom þjónninn til að taka við pöntuninni. Hvert og eitt okkar átti að velja fyrir sig. Við vorum með 6 ára gamla dótt- ur okkar með í för og hún vildi piparsteik. Ég sagði strax að það kæmi ekki til greina því að hún mundi ekki borða hana. Þá heyrðist í Einari, þegar hann bað mig um að skipta mér ekki af þessu: „Það fær hver og einn það sem hann vill!“ og við það sat. Steikin var afbragðsgóð en sterk og þjóninn hafði jafn miklar áhyggjur af barninu og ég og gaf því enda- laust Coke að drekka en við hin sátum og brostum. Eftir þetta vildi dóttirin ekk- ert nema melónu þegar farið var út að borða! Þessi litla saga lýsir Einari mjög vel því ef hann var vertinn þá réð hann! Ég gæti rifj- að upp margar sögur úr skíða-, veiði- eða sólarferðum. Þær voru hver annarri ánægjulegri. Við Einar störfuðum einnig saman innan Frímúrarareglunnar á Ís- landi í áratugi sem gerði okkur báðum gott. Nú þegar við fáum ekki litið þig augum framar munu minn- ingarnar um góðan frænda og vin ávallt halda nafni þínu á lofti. Ég bið hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að varðveita þig að ei- lífu. Vertu sæll að sinni, kæri frændi. Hugur minn og fjölskyldu minnar er með ykkur öllum sem standið honum næst. Björn Kristmundsson. Góður félagi og vinur, Einar Einarsson flugumferðarstjóri, er fallinn frá. Ég kannaðist við Ein- ar sem krakki þar sem hann bjó skammt frá okkur á Hverfisgötu, en pabbi hans rak þar Jónsbak- arí. Ég kynntist ekki Einari fyrr en á fullorðinsárum, þá var Einar starfandi sem flugumferðastjóri og sá síðar um skóla fyrir flug- umferðarstjóra sem var starf- ræktur undir hans stjórn, en sú menntun fór einnig fram að hluta í Kanada. Síðar mættust leiðir okkar inn- an Frímúrarareglunnar, en þar var Einar mikils metinn, vel virk- ur og skilaði miklu og góðu starfi. Eftir Kosovo-stríðið var Einar fenginn af utanríkisráðuneytinu til að fara yfir flugumferðastjórn á Pristina-flugvelli í Kosovo. Til- efnið var að gera flugvöllinn að alþjóðaflugvelli. Einar, sem þá var forstöðumaður flugsviðs, vann að þessu á annað ár og bjó þar til handbók fyrir flugmenn og reglur fyrir flugumferðastjóra. Hann undirbjó fræðslu þeirra, sem var ómetanleg. Alþjóðaflug- málastofnunin samþykkti þessa vinnu Einars og gaf út alþjóða- viðurkenningu á Pristina-flugvöll en henni fylgdi einnig úttekt á brunavörnum vallarins. Einar var lengst af starfsævi hjá flug- málayfirvöldum og var alltaf far- sæll í starfi. Einar var ákveðinn og fastur fyrir í skoðunum en var samt allt- af tilbúinn að ræða málin. Það var alltaf gaman að hitta þau hjónin Unu og Einar og ekki síst í ferð- um með „Tákninu“, en þar voru þau hrókar alls fagnaðar og alltaf létt í góðra vina hópi. Kæra Una og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur og hugga á þessum erfiðu tímum. Guðmundur Haraldsson. Kveðja frá flugleið sögusviði Isavia Einar hóf grunnnám í flugum- ferðarstjórn árið 1955. Á starfs- ferli sínum öðlaðist hann starfs- réttindi flugumferðarstjóra í flugturnunum í Reykjavík og Vestmannaeyjum, aðflugsrétt- indi fyrir Reykjavíkurflugvöll og réttindi í innanlands- og úthafs- deild flugstjórnarmiðstöðvarinn- ar. Auk flugumferðarstjóranáms á Íslandi tók Einar ýmis starfs- tengd námskeið erlendis. Eftir grunnnámið hóf Einar störf hjá Flugmálastjórn Íslands og var starfsstöð hans að mestu í flugstjórnarmiðstöðinni að und- anskildum fimm mánuðum sem hann starfaði í flugturninum í Vestmannaeyjum. Auk starfa við flugumferðarstjórn sinnti Einar ýmsum öðrum störfum er tengd- ust aðalstarfi hans. Hann var eft- irlitsmaður flugumferðarþjón- ustu frá árinu 1982-1986. Einnig var Einar yfirflugumferðarstjóri þjálfunar-, eftirlits- og skipulags- sviðs þar til hann varð fram- kvæmdastjóri flugumferðarþjón- ustu frá 1992-1995. Einar átti setu í fjölmörgum nefndum á alþjóðavettvangi. Ein- ar fór á eftirlaun 1995 en starfaði eftir það við ýmis verkefni á veg- um Flugmálastjórnar. Nú þegar komið er að kveðju- stund situr eftir minning um góð- an dreng sem alla tíð var ánægju- legt að starfa með. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd starfsmanna flugleiðsögu- sviðs Isavia þakka Einari sam- fylgdina. Fjölskyldu og vinum vottum við samúð okkar. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.