Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 30

Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 ✝ Bogi Ragn-arsson, pípu- lagningameistari, fæddist í Hlíð á Djúpavogi 22. des- ember 1933 og ólst þar upp. Hann lést 8. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Ragnar Eyj- ólfsson sjómaður, f. 22.8. 1891, d. 30.1. 1965, og Guðný Finnbogadóttir húsfreyja, f. 4.1. 1894, d. 23.7. 1987. Systur Boga eru Svanhvít, f. 9.12. 1929, og Hrefna, f. 18.7. 1931, d. 4.12. 2015. Bogi kvæntist 27. júní 1954 Erlu Jóhannsdóttur, f. 29.1. 1937. Foreldrar Erlu voru Jó- hann Kristmundsson búfræð- ingur, f. 23.7. 1906, d. 28.2. 1953, og Sína Vilhelmína Svanborg Ingimundardóttir húsfreyja, f. 19.7. 1913, d. 12.12. 1948, Goð- dal í Bjarnafirði á Ströndum. Þau hjónin Bogi og Erla bjuggu til ársins 1959 í Reykja- vík, en þá fluttu þá á Djúpavog, þar sem þau bjuggu til ársins 2000, þegar þau fluttu á Egils- staði. Börn Boga og Erlu eru: 1) Svandís Guðný, f. 3.8. 1954, maki Reynir Arn- arson. 2) Ragnar Jóhann, f. 21.10. 1957, maki Svava Skúladóttir. 3) Ágúst, f. 3.8. 1959, maki Bríet Birgisdóttir. 4) Ómar, f. 30.6. 1960, maki Mar- grét Urður Snorradóttir. 5) Gísli Borgþór, f. 5.9. 1961. 6) Gunn- laugur, f. 27.10. 1962, maki Kol- brún Eiríksdóttir. 7) Hafdís Erla, f. 24.3. 1965. Afkomendahópur Boga og Erlu er stór og eiga þau 23 barnabörn og 23 barnabarna- börn. Útför Boga fer fram frá Djúpavogskirkju í dag, 18. ágúst 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi. Nú komið er að kveðjustund. Ekkert í heiminum getur und- irbúið hjartað fyrir stund sem slíka, það fyllist af sorg og sökn- uði. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Í söknuði undanfarinna daga höfum við systkinin, mamma, og öll stórfjölskyldan rifjað upp margar gleði- og hamingjustundir liðinna ára. Aðdáunin, þakklætið og kærleikurinn til ykkar mömmu fyrir dugnaðinn og fórnfýsina sem fylgdi því að koma upp stórum barnahópi er óendanlegur. Ríki- dæmið er mikið, sjö börn, 23 barnabörn og 23 barnabarnabörn, sem við vitum að þú elskaðir jafn heitt og elsku Erlu þína. Það er okkur huggun að þú varst tilbúinn til fararinnar og kvaddir sáttur þessa jarðvist. Við öll sem eftir stöndum, fyllumst þakklæti fyrir umhyggjuna og allar góðu minn- ingarnar sem við geymum í hjört- um okkar þangað til við sjáumst næst. Við erum þess fullviss að þér muni fylgja blíðasti blær hvert sem þú ferð og hvar sem þú ert, elsku pabbi okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Börnin þín sjö, Svandís Guðný, Ragnar Jóhann, Ágúst, Ómar, Gísli Borgþór, Gunnlaugur og Hafdís Erla. Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson) Elsku Bogi, takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Margrét Urður. Við systur kveðjum elsku afa Boga með söknuð í hjarta. Afi var einstakur maður, svo hlýr og góð- ur og tók alltaf vel á móti öllum. Það kom til dæmis allskonar fólk til ömmu og afa á Eyvindará, frá öllum þjóðum heims og þó afi gæti ekki endilega talað við fólkið, þá náði hann til allra með sínum ein- staka harmonikkuleik, hlátri og gleði. Hann naut þess alla tíð að fá fjölskylduna í heimsókn og var ekki lengi að draga upp vídeóspól- urnar með skemmtilegum mynd- böndum frá því að við vorum yngri og honum fannst einstak- lega gaman að rifja upp skemmti- legar minningar með okkur. Og það er það góða sem situr eftir, allar góðu minningarnar. Oftar en ekki sat maður við hliðina á honum og hann afi gat talað út í hið óendanlega. Með aldrinum fór maður að meta þess- ar stundir betur og betur, að sitja hjá honum og ræða málin. Það skipti svo sem litlu máli um hvað var talað, hann hafði svo einstak- lega góða nærværu og gott að hlusta á hann. Elsku afi, takk fyrir allar góðu minningarnar, við vorum svo heppnar að eiga þig að. Við systur vitum að nú eruð þið saman, þú og stóri bróðir og þú örugglega að kenna honum nokkur grip á nikk- una. Hann er heppinn að fá að hitta þig, elsku afi okkar. Við elskum þig, afi, og minn- umst þín með hlýju í hjarta. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. (Halldór Kiljan Laxness) Þínar afastelpur, Erla og Helga Eir Gunnlaugsdætur. Elsku afi okkar, að alast upp á Djúpavogi var einstakur tími. Þið amma voruð alltaf svo dugleg að bralla eitthvað með okkur barna- börnunum hvort sem það var að fara í berjamó, brasast í húsbíln- um og skúrnum, eða önnur dásamleg ævintýri. Við minnumst þeirra yndislegu stunda þegar þú spilaðir á harm- onikkuna fyrir okkur og við sung- um með, stundum sastu úti á palli fyrir utan Mánabergið og gladdir gesti og gangandi með tónlistinni þinni. Það er sjaldgæft að í svo stórri fjölskyldu eins og okkar sé ekki ein einasta manneskja sé tal- in laglaus. Við erum jú alveg mis- góð en tónlistin kom okkur svo sannarlega saman og er það þér að þakka. Öll þau skipti sem við hópuð- umst saman í bakgarðinum ykkar ömmu eða á Eyvindará og fórum í ýmsa leiki, þú lést þig sko ekki vanta og oftast varstu með mynd- bandsupptökuvélina á lofti. Við erum öll svo þakklát og lánsöm með allt það myndefni sem þú skildir eftir þig, gleðina sem ein- kenndi þig og smitaðist til allra í kringum þig, viskuna og tónlistina sem mun óma um ókomna tíð. Þú hefur kennt okkur svo Bogi Ragnarsson ✝ SigurbjörgGuðmunds- dóttir sérkennari fæddist á Akureyri 28. mars 1938. Hún andaðist á heimili sínu á Akureyri 15. júlí 2018. Foreldrar henn- ar voru Þórunn Jónsdóttir hús- freyja, f. 13. októ- ber 1908, d. 28. jan- úar 1991, og Guðmundur Jónasson, járnsmiður og leigu- bílstjóri, f. 3. maí 1909, d. 9. júlí 1972. Þau voru búsett á Akur- eyri og Sigurbjörg var fyrsta barn þeirra hjóna af fjórum. Systkini hennar eru: Jónína, f. 6. febrúar 1940, Axel, f. 7. október 1942, d. 8. júlí 2016, og Jón Odd- geir, f. 16. nóvember 1949. Árið 1968 giftist Sigurbjörg Vilbergi Alexanderssyni, f. 30. september 1937, og eiga þau tvær dætur, Þórunni og Sigur- björgu Gróu. Þórunn, f. 1965, er sjúkraliði og býr ásamt eig- inmanni sínum og þremur börn- kennara. Þegar hún kom heim frá Danmörku gerði hún stuttan stans í skólanum í Kjósinni. Um það leyti kynntist hún manninum sínum, sem var kenn- ari við Skóla Ísaks Jónssonar. Vilberg var beðinn að leysa af skólastjórann á Ólafsfirði og það varð úr að þau fluttu til Ólafsfjarðar og voru þar vet- urinn 1966 við kennslu. Eftir vetrardvöl á Ólafsfirði lá leið þeirra til Akureyrar þar sem Vilberg tók við stöðu skóla- stjóra í Skólanum í Þorpinu (síð- ar nefndur Glerárskóli) og Sig- urbjörg kenndi þar fram til ársins 2002 þegar þau fóru bæði á eftirlaun. Sigurbjörg bætti við sig ýmsu námi og lauk sérkennaraprófi árið 1973. Auk þess fékk hún or- lof frá kennslu árið 1979 og fóru þau hjónin til Danmerkur og á kunnuglegar slóðir, sem var Emdrup. Þetta var mikil vinna en ánægjuleg og lærdómsrík dvöl sem innprentaði þeim nýjar hugmyndir og reyndist þeim hið besta veganesti til næstu ára. Árið 1992 fóru þau hjónin aftur í námsorlof og þá til Skotlands, Glasgow, sem varð þeim einnig dýrmæt reynsla. Útför Sigurbjargar fór fram í kyrrþey að hennar ósk hinn 20. júlí 2018. um í Noregi. Sig- urbjörg Gróa, f. 1981, er tölvunar- fræðingur og býr með tveimur börn- um sínum í Kópa- vogi. Sigurbjörg lauk kennaraprófi frá KÍ 1960 og starfaði allan sinn starfsald- ur sem kennari. Nýútskrifuð réð hún sig að Barnaskóla Akureyr- ar og kenndi þar tvo vetur. Sum- arið eftir fór hún til Kaupmannahafnar og sótti nám- skeið í Askov Höjskole, þar sem hún las danskar bókmenntir og uppeldis- og kennslufræði ásamt ýmsu öðru sem kom sér vel fyrir kennara að kynnast. Frá Askov lá leið hennar til Kaupmanna- hafnar þar sem hún settist í Emdrup skole, sem sérhæfði sig í fræðslu sem hentaði ungum kennurum. Um haustið réð hún sig sem forfallakennara í skóla í Lyngby og það fannst henni mikil lífsreynsla fyrir ungan Það var í eldhúsinu í Gránu- félagsgötu 15 sem fundum okk- ar bar fyrst saman og ég kynntist tilvonandi mágkonu minni Sigurbjörgu. Ég komst fljótlega að því að konan var ákveðin og hafði allt á hreinu, hún var að koma úr ferð um Evrópu, Sigurbjörg var vel sigld eins og það var kallað á þeim árum, samtalið snérist um mig og mína persónu og eftir á að hyggja var þetta eins konar úttekt á tilvonandi mági eða á stráknum að sunnan sem var að spá í systur hennar. Henni var greinilega ekki sama hvernig hann var og hvað hann hugðist fyrir, henni fannst greinilega mikilvægt að tilvonandi manns- efni einkasystur hennar væri í lagi. Lillu var umhugað um allt sem sneri að litlu systur henn- ar. Sigurbjörg var staðföst og ákveðin kona, þannig var skap- ferlið hennar sem nýtist vel í starfinu sem hún hafði valið sér, að eiga við börn sem voru með fjölbreytta eiginleika. Sig- urbjörgu gekk vel að komast í gott samband við fólk, hún átti stóran vinahóp og þ. á m. út- lendinga sem við vorum kynnt fyrir; nutum við þess í ferðum okkar til annarra landa, bæði ein og í fylgd með Sigurbjörgu. Fjölskyldan var henni kær- ust og synir okkar voru hændir að henni, hún gaf góð ráð og studdi þá sem þess þurftu. Samverustundirnar voru marg- ar. Minnisstæðar eru ferðirnar til Ungverjalands og dvöl hjá þeim hjónunum í Glasgow. Það var með ólíkindum hvað hún var ratvís og gott að hafa hana með sér. Örlögin höguðu því, að nærvera hennar við barnabörn- in var ekki eins mikil og hún hefði viljað, eldri dóttir hennar Þórunn býr í Noregi og yngri dóttirin Sigurbjörg í Kópavogi. Síðastiðin ár var heilsu hennar farið að hraka og í febrúar var hún greind með krabbamein. Gerði hún sér fljótlega grein fyrir að hverju stefndi. Meiri hetjulund og kjarki hef ég ekki orðið vitni að. Línurnar voru lagðar og allt skipulagt, banalega var ákveðin heima, athöfnin í kyrrþey og sálmarnir ákveðnir. Skipulag og regla á hlutunum samkvæmt hennar ósk, þannig var hún og þannig kvaddi hún þennan heim. Vilberg, Sigurbjörgu Gróu, Þórunni, fjölskyldur þeirra og systkini hennar bið ég almættið að styrkja í þeirra sorg. Blessuð sé minning Sigur- bjargar Guðmundsdóttur. Sveinbjörn Matthíasson. Sigurbjörg Guðmundsdóttir Í örfáum orðum vil ég kveðja móður- systur mína, Mar- gréti Jónu Eiríks- dóttur, sem hefur verið kölluð á vit æðri máttarvalda. Hún fæddist í Sandlækjarkoti og var dóttir hjónanna Kristínar Ingimundar- dóttur og Eiríks Jónssonar. Hún eignaðist eina systur, Maríu. Heimili þeirra hjóna var kærleiks- ríkt og ólu þau upp Bjarna, Vil- borgu og Elínu. Mikil væntum- þykja ríkti meðal systkinanna og enn á ný er höggvið skarð í hópinn, María er ein eftir. Hún kynnist lífsförunaut sínum Eiríki Bjarnasyni og byrjuðu þau búskap sinn í Sandlækjarkoti í gamla bænum ásamt foreldrum Möggu. Ungu hjónin tóku við bú- rekstrinum og hófust handa við uppbyggingu á jörðinni og ræktun, íbúðarhús og útihús voru byggð og ekki má gleyma súrheysturninum sem í dag hefur fengið nýtt hlut- verk, búið er að endurbyggja hann og breyta í hótel, þessu fylgdist hún vel með til síðasta dags. Margrét Jóna Eiríksdóttir ✝ Margrét JónaEiríksdóttir fæddist 30. desem- ber 1926. Hún lést 1. ágúst 2018. Útför Margrétar fór fram 16. ágúst 2018. Börnin fæddust eitt af öðru. Hún veitti börnum sínum gott uppeldi. Það voru forréttindi fyrir Möggu þegar synirn- ir þrír settust að í Sandlækjarkoti og stofnuðu sín heimili. Hún hafði mikinn áhuga á því sem þeir voru að gera og gott fannst þeim bræðr- um að hittast í morgunkaffi hjá mömmu þar sem málin voru rædd og krufin til mergjar. Dæturnar voru tryggar heimahögunum, þær komu oft í heimsókn og voru hjálparhellur móður sinnar. Það var mikill samgangur á milli Sandlækjarkots og Skálholts, ekki var alltaf auðvelt fyrir þær systur að hittast á fyrstu búskap- arárum þeirra, engir bílar voru til staðar og Hvítáin óbrúuð. Þá var brugðið á það ráð að láta ferja sig á báti yfir ána eða jafnvel farið á traktor á ís yfir hana. Það ríkti ávallt mikil eftirvænting hjá okkur Skálholtssystrum að fara í heim- sókn til frænku og fá að gista. Í minningunni var það heill ævin- týraheimur þegar við krakkarnir fengum að leika okkur á loftinu í gamla bænum, koffortin og gömlu kjólarnir heilluðu okkur. Svo komu bílarnir til sögunnar og búið að byggja Iðubrúna. Þá urðu heim- sóknirnar fleiri, jafnvel skroppið á sunnudögum í kaffi og gómsætar kökur sem hún hafði töfrað fram. Vinnustaður hennar var heim- ilið, sem var oft á tíðum stórt og gestagangur mikill, en einnig sinnti hún bústörfum. Magga naut þess að hafa góða bók sér í hönd og las mikið, hún hafði yndi af handa- vinnu og eru margir fallegir hlutir sem prýða heimili hennar. Hún hugsaði vel um útlit sitt og var allt- af vel til höfð, hafði skoðanir á því hverju hún klæddist, rúllurnar og krullur í hárið voru ómissandi hlut- ir af hinu daglega lífi hennar fram á síðasta dag. Fjölskyldan var henni mikilvæg og stóðu þau með henni þar til yfir lauk Elsku Ásgeir, Diddi, Día, Svan- hildur, Addi og fjölskyldur, við fjöl- skylda Maríu vottum ykkur inni- lega samúð og kveðjum Margréti með virðingu og þökk. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á sorgarstund og geymum góðar minningar í hjörtum okkar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Hvíl í friði. Kristín Björnsdóttir. Það er sérstök tilfinning að setj- ast niður og skrifa minningarorð um Möggu frænku, konu sem hef- ur fylgt okkur alla tíð frá því að við munum fyrst eftir okkur. Magga í Sandlækjarkoti, eins og hún var alltaf kölluð af okkur á Stöðulfelli, var fyrir okkur meira en einhver kona. Þegar við látum hugann reika birtist okkur hnarreist, grannholda, glæsileg kona, ævin- lega vel upp á færð og skemmti- lega hispurslaus í tali um menn og málefni. Faðir okkar var ungur tekinn í fóstur að Sandlækjarkoti og var uppeldisbróðir Möggu. Sandlækjarkot og allt á þeim bæ var í huga hans hafið yfir alla gagnrýni, einungis falleg minning. Vart leið sá dagur á meðan for- eldrar Möggu voru á lífi að ekki væru einhver samskipti á milli bæjanna, annaðhvort farið í heim- sókn eða talast við í síma. Þannig lærðum við systkinin að bera virð- ingu fyrir fólkinu í Sandlækjarkoti og það hefur haldist alla tíð síðan, og verður eflaust um ókomin ár. Það var sérstök upplifun fyrir okk- ur að koma í Sandlækjarkot. Magga tók á móti okkur í fallegum fötum sem við tókum sérstaklega eftir, þó að börn værum. Alltaf var tekið á móti okkur sem jafningjum fullorðinna. Í Sandlækjarkoti voru krakkarnir á svipuðum aldri og við á Stöðulfelli og miklir fagnaðar- fundir þegar við hittumst. Stund- um gerðust leikirnir nokkuð há- værir en aldrei munum við eftir því að Magga sussaði á liðið, oft hefði þó verið þörf á því. Hún tók þessu bara hlæjandi. Það lýsir frænku vel. Það var mikið lagt upp úr því að enginn færi frá Sandlækjarkoti án þess að þiggja góðgerðir, og þær ósviknar. Þar standa brún- terturnar hennar Möggu upp úr og enn eru þetta bestu kökur sem við höfum smakkað. Ein er sú minning sem aldrei gleymist. Vet- urinn áður en við fórum í skóla, sem var heimavistarskóli, var okk- ur boðið að gista eina nótt í Sand- lækjarkoti til að sjá hvort við vær- um ekki orðin fullfær um að takast á við þá miklu breytingu sem í skólagöngunni fólst. Þetta var ógleymanlegur sólarhringur. Við vorum full tilhlökkunar, svolítið kvíðin en einnig dálítið stolt eftir að hafa gist að heiman áður en far- ið var í skólann. Dvöl í Sandlækj- arkoti hjá þeim heiðurshjónum Möggu og Eiríki gerði okkur nokkuð stærri en fyrr. Margs er því að minnast og minningin um Möggu er björt og falleg, enda konan eftirtektarverð fyrir svo margt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Börnum, tengdabörnum og öll- um afkomendum Margrétar í Sandlækjarkoti vottum við dýpstu samúð. Með þakklæti fyrir allt og allt. F.h. systkinanna frá Stöðulfelli, Guðmundur B. Kristmundsson. Kær frænka okkar, RÓSA J. GUÐMUNDSDÓTTIR, fædd á Litla-Hamri Eyjafjarðarsveit, Hrísalundi 14 b, Akureyri, lést á öldrunarheimilinu Hlíð 12. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 23. ágúst klukkan 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Öldrunarheimili Akureyrar. Rósa María Tryggvadóttir Anna Helga Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.