Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 34

Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 ✝ Margrét Á.Halldórsdóttir fæddist 4. október 1922 á Snotrunesi í Borgarfirði eystra. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum 9. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Gróa Björns- dóttir, f. 29.7. 1895, d. 21.6. 1943, og Halldór Ingv- ar Ármannsson, bóndi á Snotrunesi, f. 26. 2. 1888, d. 3.5.1967. Systkini Margrétar voru Ármann, f. 8.5. 1916, d. 15.2. 2008, Ólína, f. 3.8. 1918, d. 2.12. 2009, og Elías Björn, f. 2.12. 1930, d. 2.5. 2007. Eiginmaður Margrétar var Eiður Pétursson, f. 7.9. 1922, d. 20.12. 1963. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir, f. 24.2. 1883, d. 7.7. 1959, og Pét- ur Pétursson, bóndi og póstur í Njarðvík í Borgarfirði eystra, f. 6.8. 1878, d. 21.11. 1968. Eið- ur var í íþróttaskólanum í Haukadal um tvítugt og á ver- tíð í Vestmannaeyjum áður en hann varð bóndi á Snotrunesi frá 1950-1963. Kona Sigrún Viktorsdóttir, f. 16.1. 1965, börn þeirra: Einar, Kristrún og Vaka. 7) Egill, f. 24.6. 1962, kona Fjóla Hólm Ólafsdóttir, f. 26.7. 1963, börn þeirra: Eiður Ágúst, Arnór Ingi og Snædís Ósk. Margrét átti 20 langömmubörn og eitt langalangömmubarn. Margrét var við nám í Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað veturna 1941-1943. Hún var í tóvinnuskóla Hall- dóru Bjarnadóttur á Sval- barðsströnd um tíma við nám og kennslu. Síðan fór hún til Reykjavíkur og Vestmannaeyja þar sem hún vann á heimilum. Árið 1950 tóku Margrét og Eiður við búskap á Snotrunesi II, ásamt Halldóri föður Mar- grétar. Við andlát Eiðs hélt Margrét áfram búskap ásamt börnum sínum. Hún bjó á Snotrunesi til ársins 1982 en flutti þá í Bakkagerði. Þar hélt hún heimili með Halldóri syni sínum fram til ársins 2016. Síðustu árin dvaldi hún á vet- urna á heimili Njáls og Sigrún- ar í Reykjavík. Margrét vann í Frystihúsi KHB á Borgarfirði og á saumastofunni Nálinni í nokk- ur ár á 8. og 9. áratugnum. Hún tók virkan þátt í kven- félaginu Einingu í Borgar- fjarðarhreppi. Útför Margrétar fer fram frá Bakkagerðiskirkju í dag, 18. ágúst 2018, klukkan 11. Börn Mar- grétar og Eiðs voru sjö: 1) Gróa, f. 18.6. 1951, maki hennar Júl- íus Snorrason, f. 19.6. 1949, synir þeirra: Eiður Mar og Snorri Geir. 2) Rúnar Pétur, f. 18.9. 1952, d. 29.5. 1995, kona hans Oddný Ósk Vestmann Guðmundsdóttir, f. 8.3. 1955, þau skildu. Börn þeirra: Guðmundur Vestmann og Jóhanna Ríkey Kristjáns- dóttir (uppeldisdóttir). 3) Hall- dór Ármann, f. 31.8. 1953. 4) Hulda, f. 16.9. 1955, barnsfaðir Björn Eyberg Ásbjörnsson, f. 5.11. 1951, barn: Atli Freyr. Maki I) Ágúst R. Þorbergsson, f. 26.9. 1956, barn þeirra: Mar- grét. Maki II) Hjörleifur Gunn- laugsson, f. 31.7. 1966, börn þeirra: Ármann Egill og Rúnar Pétur. 5) Eygló, f. 24.11. 1956, maki hennar Knútur Sölvi Haf- steinsson, f. 4.11. 1954, börn þeirra: Kári, Vera og Elín Inga. 6) Njáll, f. 7.6. 1958. Barnsmóðir H. Nanna Jónas- dóttir, f. 29.4. 1961, barn: Lísa. Það er sumarið 1984, ég sit í bifreið á leið til Borgarfjarðar eystri, heim á fallegasta stað landsins samkvæmt lýsingum mannsefnisins sem ekur bílnum. Við ökum inn í þoku í Njarðvík, þoka í Skriðunum og inn í Borg- arfirði. Hvar er öll fegurðin, þetta er nú meiri rottuholan, hvar í ósköpunum er ég lent spyr ég og við taka útskýringar Borgfirð- ingsins á Austfjarðaþokunni. Við ökum inn í þorpið, heim til mömmu. Á móti mér tekur mynd- arleg kona og í kringum hana er bjart. Það er birtan í kringum þig sem ég minnist mest, fallega brosið þitt, ljómandi augun og væntumþykjan sem skein í gegn. En augun þín gátu einnig orðið döpur og fyllst tárum. Þú gekkst í gegnum hjartasorg og þrautir, sárari en margur hefur þurft að þola, en þú stóðst þær af þér og hélst í trúna á lífið. Lífið sem hafði fært þér dásamleg börn og fjölda afkomenda sem þú unnir og fylgdist náið með hvar í heimi þeir voru. Þú hafðir innilegan áhuga á fólki og laðaðir það að þér. Vinir barna þinna og barna- barna urðu vinir þínir, því þú varst sönn. Þú hafðir ekki bara áhuga á fólki, þú hafðir áhuga á öllu mann- legu samfélagi, að fjörðurinn þinni mundi dafna og vaxa og tókst þátt í samfélagslegri þjón- ustu og félagsstarfi en valdir að taka ekki þátt í pólitísku arga- þrasi, því þú varst friðarsinni, átt- ir erfitt með að standa í orðaskaki við fólk. Þó þú hafir ekki verið hávaxin varstu stór kona með mikla ábyrgð og markmið; komst börn- um til manns, tókst við óðalsjörð- inni sem þú unnir og gættir henn- ar. Þú varst náttúrunnandi, kenndir mér á landið þitt, hóla, hæðir og fjörur, varst bóndi og bústýra jöfnum höndum, hann- yrðakona sem arfleiddi okkur að gersemum og lestrarhestur. Hve- nær hefur þú tíma til að lesa allt þetta sagði ég einhvern tímann við þig þegar ég var dauðþreytt eftir vinnu og heimilisstörf. Sig- rún mín, sá tími kemur að þú hef- ur tíma til að lesa aftur, þegar börnin eldast. Þú talaðir af reynslu og gafst mér von, þannig varstu. Kæra Margrét, nú hefur þú fengið hvíldina. Það var heiður að fá að vera samferða þér í öll þessi ár og fá að fylgja þér svo náið síð- ustu árin, fyrir það er ég þakklát. Sigrún Viktorsdóttir. Amma Magga var einstök kona, með nærveru sem var ein- hvern veginn nærandi, af því hún gaf svo fallega af sér, brosti sínu geislandi brosi og sýndi manni einlægan áhuga. Mín fyrsta minn- ing um ömmu Möggu er þegar við komum til hennar keyrandi á Vík- urnes í Bakkagerði, litla þorpinu sem kúrir í miðjum Borgarfirði eystri. Þar bjó amma eftir að hún brá búi á Snotrunesi, utar í firð- inum og áður en hún settist að á Dyngjunni, hjúkrunarheimilinu á Egilsstöðum, síðustu tvö æviárin. Ég sit í bílstól aftur í og sé þegar amma kemur stormandi út um tréhliðið til að taka á móti okkur fjölskyldunni – mömmu og pabba, Kára bróður og mér. Hún er í ökklasíðu pilsi og hvítri stutt- ermaskyrtu, handleggirnir sól- brúnir og hárið krullað og hvítt. Hún réttir fram arminn og brosir með öllu andlitinu, svo innilega glöð að sjá okkur. Amma var skemmtileg og skýr fram í andlát- ið og maður kom aldrei að tómum kofunum hjá henni. Þegar ég var á leið til Frakk- lands í frönskunám var hún viss um að ég ætlaði að þræða sama stíg og Vigdís og gerast forseti og nú í seinni tíð spurði hún alltaf hvenær ég yrði doktor, greinilega stolt af námfúsa barnabarninu sínu. Þessar spurningar og áhugi voru hvetjandi en að sama skapi var amma mér mikil fyrirmynd og verður það um ókomna tíð. Ég skil það alltaf betur og betur, ekki síst eftir að ég eignaðist sjálf barn hversu ótrúlega sterk og sjálf- stæð kona amma var – að vera bóndi með búskap á norðurhjara og ala upp sjö börn, eftir að hafa misst eiginmanninn og föður barnanna alltof snemma. Þegar ég hugsa til baka er ég viss um að hún hafi tekið þá ákvörðun að tak- ast á við lífið af auðmýkt, já- kvæðni og bjartsýni, sama hvað, og það ætla ég að tileinka mér. Þau voru ljúfsár skilaboðin sem ég fékk frá mömmu í síðustu viku – þar sem hún sat yfir ömmu á síðustu andartökunum og sagði mér að amma vildi fá að vera í an- górusokkunum, sem ég gaf henni, í kistunni. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskunum, mun vita hvert skal leiða þig (Þóra Jónsdóttir) Elsku amma mín, hvíldu í friði, ég mun ávallt sakna þín. Vera. Elsku amma Magga. Þessi hlýja og góða kona sem þú varst. Full af jákvæðni og lífsgleði. Svo vel að þér í öllu. Það er erfitt að kveðja, enda minningarnar ótelj- andi þessi 28 ár sem ég hef lifað. Flestar stundirnar áttum við saman í fallega firðinum okkar fyrir austan en svo var ég líka það heppin að fá að búa með þér í fimm ár hér í Reykjavík. Sá tími er mér einstaklega dýrmætur og styrkti samband okkar enn frek- ar. Mér þótti líka gaman þegar ég var yngri að koma til þín á sumrin með Elínu frænku og dvelja hjá þér inni í Bakkagerði. Þar var allt sem við gerðum svo spennandi, hvort sem það var að veiða í Svínalæknum eða fylgja þér út í banka og Kaupfélagið. Þú gafst þig á tal við alla sem við mættum og passaðir upp á að við vissum hvaða fólk þetta væri. Þú hafðir einmitt sérlegan áhuga á fólki og ættfræði, sem var svo gaman að rekja með þér allt fram á síðasta dag og þú gleymdir engu. Ein af eftirminnilegustu stundum mín- um fyrir austan er þegar ég átti afmæli á meðan ég var hjá þér og þú hafðir svo mikið fyrir því að halda upp á það. Þú varst ekki vön að elda pizzur og pylsur en vildir endilega fá að bregða út af van- anum þennan dag. Þú bauðst svo stelpunum í þorpinu að koma og bakaðir uppáhaldskökuna mína. Mér þykir svo vænt um þessa minningu enda fann ég þá hvað þú lagðir mikið á þig til að gleðja mig þennan dag og ég er svo þakklát fyrir það. Þegar þú svo komst til okkar í Reykjavík var ég orðin eldri og gat fengið að stjana að- eins við þig eins og skutla þér um bæinn eða skreppa með þér í búð- ir og á kaffihús. Það voru ótrúlega margar góðar stundir sem við átt- um saman þá. Að koma heim og fara beina leið inn í herbergi til þín og hlýja sér hjá þér, spjalla um lífið og tilveruna og þiggja nokkra súkkulaðimola var orðið fastur punktur í hversdagslífinu. Heimilið lifnaði við komu þína og gestagangurinn varð meiri, sem átti vel við okkur fjölskylduna. Þú fylgdist vel með okkur afkomend- um þínum og hafðir svo mikinn áhuga á því sem allir voru að sinna og naust þess að vera í meiri ná- lægð við okkur hér í borginni. Stundirnar með þér á Dyngjunni voru svo ekki verri, enda hafðirðu komið þér svo vel fyrir þar og skapað þetta einstaka hlýja and- rúmsloft í kringum þig. Ég er svo glöð að þú hafir fengið tíma til að kynnast Karlottu minni og þið náðuð svo vel saman. Það var allt- af jafn gaman að koma til þín og sjá þessu fallega brosi þínu bregða á andlitið, alltaf varstu svo glöð að fá okkur, þó að við hefðum verið þar örfáum klukkutímum áður. Það er léttir í sorginni að vita af þér í örmum afa aftur og umvafinni ástvinum. Þinn tími var kominn og ég veit að þú fórst héð- an sátt. Elsku amma, fyrirmyndin mín, svo sterk og stóðst af þér allar erf- iðar raunir sem lífið lagði fyrir þig með kærleika og lífsgleði að vopni. Þessi mikla gleði sem um- vafði þig mun fylgja okkur öllum áfram í lífinu og vernda okkur á sorgarstundum. Takk fyrir öll ár- in, minningarnar, sambúðina og samveruna. Þín vinkona og sonardóttir, Kristrún Njálsdóttir. Ég hef aldrei kynnst neinum með jafn fallegt og sterkt hjarta og þú, amma mín. Ég verð æv- inlega þakklát fyrir þau ár sem þú bjóst heima hjá okkur í Stigahlíð. Þegar ég hugsa um þig finn ég fyrir notalegri tilfinningu sem lýs- ir þinni fallegu nærveru, að koma heim eftir langan skóladag, líta inn til þín, lækka aðeins í útvarp- inu, ylja kalda fingur og tær undir teppinu, stela einum konfektmola og spjalla við þig um allt og ekk- ert. Þú sýndir mér og öðrum ein- stakan áhuga og vildir alltaf fylgj- ast með, vera með. Þú varst alltaf að passa upp á mig og ég mátti varla labba um húsið án þess að vera í ullarsokkum því annars yrði mér kalt. Ef upp komu átök milli okkar systra varstu alltaf fljót að stilla til friðar. Einn af þínum mörgu kostum var húmorinn, og húmorinn fyrir sjálfri þér – það var alltaf stutt í flissið. Mér fannst skemmtilegast af öllu að hlusta á ævintýralegar sögur úr fallega firðinum þínum, kíkja í fataskáp- inn þinn og skoða fallegar flíkur, fletta gömlum myndaalbúmum eða bara vera þarna hjá þér í hlýj- unni, hvort sem það var í Víkur- nesi, Stigahlíð eða á Dyngju. Ein eftirminnilegasta stundin okkar saman var þegar ég fékk að skrifa niður ævisögu þína í stuttu máli en þá kynntist ég þér á allt annan hátt en áður, sagan og hljóðupp- takan eru eitt það dýrmætasta sem ég á í dag. Amma, fyrirmyndin mín, þú kenndir mér hvernig skal tækla lífsins þrautir með hlýju og ást og jákvæðnina alltaf að vopni. Vin- kona okkar, sólin, mun fylgja þér inn í draumalandið þar sem aðrir ástvinir hafa beðið eftir að fá þig í sinn faðm. Ég mun sakna þín og hugsa til þín alla daga, alltaf. Góða ferð. Þín Vaka. Í dag fylgjum við til grafar okkar kæru frænku, Möggu á Nesi. Fjölskylda okkar nýtur þess að hafa átt langa og farsæla samleið með Möggu og fjölskyldu hennar fyrstu árin ásamt fleira frændfólki á tvíbýlinu Snotrunesi og síðar á næsta bæ, Framnesi. Fjölskyldurnar stækkuðu og 14 urðu börnin, á sama aldursskeiði. Sjö börn í hvorri fjölskyldu. Stutt er milli bæja og var samgangur barna og fullorðinna við leik og störf mikill og náinn. Minningar okkar frá þeim stundum eru dýrmætar og öll sú samvera styrkti enn frekar þau ættar- og vináttubönd sem aldrei hafa rofnað. Magga var vel af Guði gerð til munns og handa. Verk hennar ut- an húss og innan við rekstur á stóru heimili voru unnin af alúð og vandvirkni, og á þann hátt sinnti hún öllu sínu meðan kraftar leyfðu. Hún var skarpgreind, vel lesin og ljóðelsk og málfar hennar einkar fallegt. Magga frænka okkar var sann- kölluð hetja. Hún varð fyrir þyngri áföllum í lífi sínu en orð ná yfir. Það andlega þrek og sálar- styrkur sem hún bjó yfir var meira en öðrum er gefið. Viðhorf hennar til lífsins og tilverunnar var lærdómur fyrir hvern þann sem átti með henni samveru- stund. Þannig var hún Magga okkar og við fórum alltaf ríkari af henn- ar fundi. Við þökkum henni af al- hug þann kærleika sem hún sýndi okkur alla tíð, og brosið hennar bjarta, sem ætíð mætti okkur við endurfundi, lifir í minningunni. Eftirfarandi ljóð orti Kristín á Framnesi á níræðisafmælisdegi sinnar kæru vinkonu: Minningar mætar myndar ævisaga. Hnýttar blómum bláum, bjartra langra daga. Um þig hretin hörðu hafa einnig leikið. Storma af þér stóðstu, sterk í sorg og þrautum. Verk þín vannstu í hljóði, vönd til munns og handa. Gróin spor í götu gjarnan eftir standa. Ævikvöldið kyrrlátt kjósa munt þú heima, en enginn veit hvað ókomnu árin munu geyma. Kæru systkin. Við vottum ykk- ur og fjölskyldum ykkar innilega samúð. Það hefur verið fallegt að fylgjast með því hvernig þið hafið alla tíð staðið við hlið móður ykk- ar og umvafið hana ástúð og kær- leika, allt til síðustu stundar. Við kveðjum frænku okkar með virðingu og þökk fyrir ára- langa vináttu. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Framnesi, Sigrún Skúladóttir. Það verður öðruvísi að koma austur og kíkja á Dyngjuna eftir brottför þína úr þessari tilvist. Maður fór alltaf frá þér ríkari í sinni eftir að hafa kíkt á þig, rifjað upp ýmis atvik, sögur og notið þess að vera umvafinn þinni ein- stöku fallegu hlýju og mann- gæsku. Stundum lásum við ljóð hvort fyrir annað. Langar því að kveðja þig, kæra frænka mín, með ljóði eftir Snorra Hjartarson. Lygnt geymir vatnið leið mína yfir fjallið, felur hana rökkri og ró í nótt. Vær geymir svefninn söknuð minn í lautu, með degi rís hann aftur úr djúpsins ró. Andrés Sigurvinsson. Margrét Á. Halldórsdóttir Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og frænka, FJÓLA GUÐJÓNSDÓTTIR SALERNO, Steelton, Pennsylvaníu, Bandaríkjunum, áður Strandgötu 43, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 24. júlí. Útför hennar fór fram mánudaginn 30. júlí frá Prince of Peace - Assumption of the Blessed Virgin Mary Roman Catholic Church, Steelton, Pennsylvaníu, Bandaríkjunum. Rose Ann Salerno Carr Martin Carr Augustin John (A.J.) Carr Jessica Carr Marietta Rose Carr Ellis Carr ættingjar og vinir á Íslandi Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.