Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 35

Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Það var fagur haustmorgunn árið 1951 þegar átta ungar stúlkur mættust í Steina- hlíð til þess að hefja tveggja ára nám við Uppeldisskóla Sumar- gjafar sem stofnaður hafði verið árið 1946 í þeim tilgangi að mennta fólk til uppeldis- og stjórnunarstarfa á barnaheimil- um. Námið í skólanum, sem var bæði verklegt og bóklegt, reyndist fjölbreytt og skemmti- legt enda sá skólastjórinn Val- borg Sigurðardóttir til þess að við nemendurnir nytum bestu kennslu sem völ var á. Hóp- urinn náði fljótlega vel saman og þarna varð upphaf að góðri vináttu og samleið í gegnum nám, leik og starf. Ein í þessum litla hópi var Pálína Árnadóttir sem nú hefur kvatt okkur níutíu og fjögurra ára gömul. Við minnumst nú margra góðra og skemmtilegra stunda með henni og skólasystrum okkar fimm sem áður eru farnar. Að námi loknu tóku við hefðbundin störf á mismunandi dagvistarheimil- um bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Þó að margt hafi breyst í lífi okkar skólasystranna í gegnum árin héldust ávallt vináttubönd- in sem mynduðust í skólanum. Við vorum vanar að hittast mán- aðarlega á vetrum eftir því sem Pálína Jóna Árnadóttir ✝ Pálína JónaÁrnadóttir fæddist 24. apríl 1924. Hún lést 3. ágúst 2018. Útförin fór fram 15. ágúst 2018. tök voru á. Þá var oft glatt á hjalla og margt rifjað upp sem á dagana hafði drifið. Á sumrin var stundum farið í skemmtiferðir í sumarbústaði þeirra sem þá áttu. Við skólasyst- urnar héldum upp á þrjátíu og fimm ára útskriftaraf- mæli okkar með ferð til Dublin- ar og sumarið 2003 minntumst við fimmtíu ára afmælisins með nokkurra daga ferð til Ítalíu. Á öllum okkar samfundum var Pálína aldursforseti okkar hrók- ur alls fagnaðar, kát og hress í anda. Hún var mikill tónlistar- unnandi og var lengi fastagestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands. Hún naut þess líka að fara á óperusýningar Ís- lensku óperunnar. Árið 1956 bauðst henni að fara til Moskvu og starfa sem fóstra fyrir Pétur Thorsteinsson sendiherra og Oddnýju konu hans. Þar ann- aðist hún tvo unga syni þeirra um skeið. Á meðan hún dvaldi í Moskvu fékk hún oft tækifæri til að sjá óperusýningar í Bolshoi leikhúsinu sér til mik- illar ánægju. Pálína giftist aldrei og var barnlaus. Allan sinn starfstíma vann hún sem fóstra og for- stöðukona, bæði á leikskólum, dagheimilum og skóladagheim- ilum við góðan orðstír. Við kveðjum nú okkar gömlu skólasystur með þakklæti fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Gyða og Margrét. ✝ Stefanía Guð-mundsóttir, Stella, fæddist að Hvoli í Innri-Njarðvík 28.október 1934. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 1. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Alfreð Finn- bogason frá Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, f. 8.11. 1912, d. 19.4. 1987, og Guðlaug Ingv- eldur Bergþórsdóttir frá Suð- urgarði í Vestmannaeyjum, f. 18.11. 1908, d. 4.4. 1985. Systkini Stefaníu: Óskírður heimili foreldra sinna og var elst af þeim systkinum sem komust upp. Um 12 ára aldur dvaldist hún um tíma hjá ætt- ingjum sínum í Vestmannaeyj- um þar sem hún lauk skyldu- námi. Eftir það stundaði hún nám við Flensborgarskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Stella hóf ung störf á bif- reiðastöðinni Hreyfli þar sem hún vann alla sína starfstíð. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Kristófer Bonnesen Kristjánssyni bifreiðastjóra frá Vindási í Landssveit. Þau hjónin byggðu sér hús að Fífu- hvammi 35 í Kópavogi þar sem Stella bjó alla sína tíð en síðustu þrjú árin dvaldist hún að hjúkrunarheimilinu Skógar- bæ. Síðustu árin fóru veikindi að ágerast og andaðist hún að kvöldi 1. ágústs. Útför Stefaníu fór fram í kyrrþey. drengur, f. 22.11. 1933, d. 27.3. 1934, Guðbjörg Edda, f. 20.1. 1936, Finnbogi Geir, f. 4.10. 1937, Laufey Ósk, f. 10.9. 1940, Jón Björgvin, f. 16.12. 1941, d. 27.4. 1942, Jón Már, f. 16.8. 1943. Eiginmaður Stefaníu var Kristófer Bonne- sen Kristjánsson, f. 21.12. 1927, d. 24.10. 1982. Sambýlis- maður Stefaníu frá árinu 1989 var Örn Kristjánsson, f. 19.6. 1933, d. 6.1. 2011. Stella ólst upp á Hvoli á Nú er hún Stella frænka okkar búin að kveðja. Skrifað stendur í kristilegum fræðum að ef allir sýndu náunga- kærleika þá hyrfu þjáningar heimsins. Stella frænka átti nóg af kær- leikanum. Hún var vinur allra, elskaði blómin og lítil börn og fal- leg lög í útvarpinu, gaf fuglunum brauðmola vætta í lýsi, sérstak- lega yfir háveturinn. Hún hlúði að hinu smáa og viðkvæma og gat spjallað við alla. Í lífi okkar systkinanna má segja að hún hafi gegnt tvöföldu ömmuhlutverki. Við misstum báðar ömmur okkar þegar við vorum litlir krakkar og því röt- uðu þau hlutverk til Stellu frænku. Okkur verður hugsað til þess í uppeldinu á okkar eigin börnum í dag hvað Stella gaf okk- ur mikið og hvað við viljum gefa áfram til þeirra. Sá eiginleiki að búa yfir mann- gæsku, kærleika og gleði er ekki öllum gefinn. Það var alltaf stutt í gamanið og hláturinn, hvort sem gripið var í gítarinn, farið í laug- ina á Voffanum og eldaður „Stell- umatur“ á eftir eða farið í ferða- lög og tjaldútilegur eða bara einfaldlega fengið sér gult Wrig- ley‘s tyggjó sem Stella lumaði alltaf á í veskinu. Það var alltaf gleði í loftinu þegar Stella kom heim til okkar í Hafnarfjörðinn að passa okkur. Hún var oft hjá okkur á jólunum og fór aðfanga- dagur mikið til í það að bíða út í glugga eftir því að Stella birtist á Voffanum. Sem börn og alveg fram yfir unglingsár vorum við oftar en ekki í Fífuhvamminum, jafnvel heilu helgarnar og tilhlökkunin yfir því að fá að fara til Stellu var mikil. Það gilti svo einu að hvort sem maður kom í heimsókn sem barn, unglingur eða fullorðinn eða ætl- aði rétt að kíkja við, þá var töfr- um líkast, á augabragði, fulldekk- að eldhúsborðið eins og um stórveislu væri að ræða. Það gat stundum endað í tveggja eða þriggja tíma heimsókn enda var líka alltaf hægt að spjalla, ætt- fræðin var í sérstöku uppáhaldi og í seinni ár frásagnir frá gamla tímanum. Í bakgrunni allra þess- ara minninga hljómar svo að sjálfsögðu Litla flugan og létt og glaðvær harmonikkutónlist úr út- varpinu og Stella leysandi kross- gátur við eldhúsborðið. Allra síðustu árin fjarlægðist Stella okkur smátt og smátt vegna veikinda sinna. Það var sárt að sjá Stellu sem mundi allt, gat rakið ættir, munað söngtexta, nöfn á stöðum á landinu, hverfa inni heim minnisleysisins. Það var eitt sem hún missti aldrei og það var að geta brosað sínu hlýja brosi og það jafnvel þó baráttan við veikindin léki hana grátt. Og nú er Stella okkar farin. Það er okkar vissa að Stella lifi nú í gleðinni á ný og hitti þá fjöl- mörgu vini og ættingja sem einn- ig eru farnir. Það er ekki ólíklegt að hún sé syngjandi á Voffanum á leið í laugina. Takk fyrir allt, elsku Stella okkar. Karvel Aðalsteinn, Guðlaug Stella og Finnbogi Þorkell. Oft hefur verið brosað þegar við rifjum upp fyrstu kynni okkar Stellu. Við hjón fluttum á efri hæð hússins við Fífuhvammsveg 35, skömmu fyrir jól 1977. Það var hvasst og rigningin buldi á rúðum og þaki. Okkur gekk illa að sofna vegna þess að niðri var glaumur og gleði, spilað á gítar og sungið. Við ræddum það okkar í milli hvort þetta yrði svona oftar en góðu hófi gegndi. Morguninn eft- ir hittum við Stellu í fyrsta sinn. Hún var miður sín vegna þess að hún vissi ekki að við hefðum flutt inn daginn áður. Kristófer (Bonni) maður hennar var fimm- tugur og vinir og kunningjar komu til veislu. Þetta var upphaf- ið að langri og traustri vináttu okkar og fyrstu kynni af ná- grönnum sem urðu vinir okkar einnig. Þar með vorum við komin í afmælishópinn hennar Stellu. Stella var trygglynd og traust kona. Það fengum við og börn okkar að reyna og njóta með ýmsum hætti. Hún kallaði son okkar afmælisstrákinn sinn, þar sem hann fæddist á afmælisdegi hennar. Tryggð hennar og sam- viskusemi kom víða fram. Garð- urinn naut hennar og hún gaf okkur góð ráð í þeim efnum. Vor og sumar naut hún þess að stjana við blómin og átti til að gleyma stað og stund og dunda í garð- inum fram yfir miðnætti. Stella var glaðlynd og átti það til að grípa gítarinn og syngja í góðra vina hópi. Hún kunni urm- ul texta og margir þeirra voru ekki á hvers manns vörum. Suma þeirra hafði hún lært í æsku í Njarðvík eða Vestmannaeyjum. Það hefði verið fróðlegt að skrá þá texta. Hún fór ung að vinna á skrif- stofu Hreyfils og vann þar alla starfsævi sína, 50 ár. Þar þekkti hún hvern mann, ætt hans og uppruna að því er virtist. Okkur fannst jafnvel að hún gæti með einhverjum hætti tengt flest fólk við einhvern sem tengdist Hreyfli. Hún var minnug á fólk og atburði og fræddi okkur um ýmislegt frá fyrri tíð. Stella var trygg vinkona okkar allt til loka. Allra síðustu árin fór heilsu hennar hrakandi og alz- heimer-sjúkdómurinn herjaði á með vaxandi þunga. Hún þekkti okkur alltaf og brosti út að eyrum þegar minnst var á börnin okkar tvö, ekki síst „afmælisstrákinn“. Það var ekki fyrr en fáeinum dög- um fyrir andlátið sem hún brást ekki við heimsókn okkar. Við kveðjum með söknuði góða og trausta vinkonu. Megi hún hvíla í friði. Sigríður Bjarnadóttir, Guðmundur B. Kristmundsson. Stefanía Guðmundsdóttir Elskuleg mág- kona mín Stella er farin í ferðina löngu. Ég kynntist henni fyrst þegar ég kom heim um jólin 1962 til að kvænast yngri syst- ur hennar Önnu Björk. Eftir að við hjónin fluttum svo heim frá Danmörku 1965 fékk ég fljótt að njóta nærveru hennar og Guðmundar Erlendssonar (Mumma) eiginmanns hennar og barna þeirra Önnu og Gests. Stella og Mummi höfðu reist sér fallegt hús við hliðina á Langeyri vestur með sjó í Hafnarfirði, þar sem foreldr- arnir Guðbjörn og Anna ólu Stellu upp ásamt þremur yngri systrum hennar. Þær voru ávallt kallaðar samheitinu Langeyrarsystur. Það var mér mikil gæfa að verða hluti af þessari góðu og samheldnu fjöl- skyldu á Langeyri. Fyrstu árin hér heima leigð- um við Anna Björk íbúð á Öldu- slóð, hjá Sigríði (Lillu) næst- elstu systurinni og eiginmanni hennar Hafsteini. Við gengum í Engilráð Óskars- dóttir(Stella) ✝ Engilráð Ósk-arsdóttir, alltaf kölluð Stella, fædd- ist 26. febrúar 1931. Hún andaðist 6. ágúst 2018. Útför Stellu fór fram 15. ágúst 2018. Pólýfónkórinn með Mumma og Stellu ásamt Þórunni (Tótu) yngstu syst- ur þeirra. Nábýlið við Lillu og Haf- stein gerði okkur kleift að sækja æf- ingar og skilja barnið okkar, Önnu Birnu, eftir í öruggum höndum þeirra. Þeim Stellu og Mumma var margt til lista lagt og urðu þau strax miklir áhrifavaldar í lífi mínu. Stella var mjög tónelsk og hafði á unglingsárum byrjað söngferil með vinkonum sínum Rúnu og Röggu. Þær nefndu sig Ránardætur og komu fram víða. Fyrir utan fallega altrödd kunni Stella þá list að jóðla og eru þær góðu stundir þegar hún tók upp gítarinn og söng og jóðlaði alveg ógleymanlegar. Mummi var mikill unnandi góðra bókmennta og hafði mik- inn áhuga fyrir leiklist. Hann lærði hjá Leikfélagi Reykjavík- ur meðfram starfi sínu í rann- sóknarlögreglunni og lék við góðan orðstír hjá LR þar til hann flutti með fjölskyldu sinni til Ástralíu árið 1969. Á vegferð Stellu í lífinu mætti hún mörgum erfiðum við- fangsefnum en einnig mikilli gleði og hamingju. Hún fékk mænusótt á unglingsárum en tókst á við það eins og annað með æðruleysi og dugnaði. Fyr- ir nokkrum árum fór að bera á eftirköstum mænuveikinnar, svonefndu „postpolio syndrom“, og fylgdu því þjáningar sem hún bar í hljóði. Dvöl fjölskyldunnar í Ástr- alíu varð ekki löng því að Mummi kenndi sér meins þann- ig að hann varð óvinnufær. Þau fluttu aftur til Íslands 1972 og eftir dvöl á Sólvangi í nokkur ár lést Mummi í ágúst 1978 aðeins 50 ára að aldri. Stella tókst á við þetta mikla áfall eins og sönn hetja og bjó börnum sín- um Önnu og Gesti gott heimili þar til þau fóru sínar leiðir í líf- inu. Mér er mikið þakklæti í hug þegar ég lít yfir farinn veg og hugsa til þeirra forréttinda að hafa átt Stellu að nánum vini og samferðamanni. Hún er sönn fyrirmynd og var mér og börn- um okkar Önnu Bjarkar, Önnu Birnu, Erni og Steinari, mikil stoð og stytta. Elskuleg Anna og Gestur og fjölskyldur. Megi minningarnar um Stellu styrkja ykkur í sorg- inni. Velferð ykkar og allra hennar ástvina var henni afar dýrmæt. Almar Grímsson. Þá er kominn tími til að kveðja í hinsta sinn hana Stellu frænku mína. Það verð ég að gera úr fjarlægð, en ég sendi þessa kveðju með hugann fast- lega hjá börnum hennar, barna- börnum, langömmubörnum, systrum og öðrum aðstandend- um. Engilráð – sem var alltaf kölluð Stella var elst af systrum móður minnar. Sem litlum pjakki hafði Stella þó nokkuð af mér að segja. Ein af mínum fyrstu minningum af Stellu er á heimili hennar á Krókahrauni i Hafnarfirði, þar sem ég var heillaður af framandi minjum frá dvöl hennar og fjölskyldu í Ástralíu. Þar fékk ég líka að- gang að góðu plötusafni og prófaði gítar í fyrsta sinn. Ég man svo eftir 7 ára gamall að hafa setið þar yfir sjónvarps- þáttaröð þar sem Eyþór Þor- láksson kenndi á gítar. Ég stautaði mig áfram úr lexíunum og þar með var ákveðin lína lögð í mínu lífi. Stella var söngfugl og fór ung að skemmta opinberlega með sönghópnum Ránardætr- um úr Firðinum. Þetta þótti mér alltaf merkilegt og frum- legt. Það merkilegasta sem ég lærði af henni var að jóðla – sem hún að sjálfsögðu gerði listilega og átti ég fullt í fangi með að ná einhverjum tökum á aðferðinni. Hún kunni að meta listræna tjáningu, bæði i tónlist og öðrum miðlum. Ég var lán- samur að fá þann stuðning í samveru við hana og hennar yndislegu börn sem reynst hafa mér ætíð frábærlega. Elsku Anna, Gestur, barna- börn, langömmubörn, Langeyr- arsystur og aðrir aðstandendur Stellu: Ég er með ykkur í anda og óska þess að þið finnið styrk í samveru og góðum minningum um þessa mætu konu. Minn- ingin lifir, og ég kveð með hlýj- um þökkum. Örn Almarsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS JÓNS JÓNSSONAR bónda á Teygingalæk. Guð blessi ykkur öll. Sveinbjörg G. Ingimundardóttir Valgeir Ingi Ólafsson Kristín Anný Jónsdóttir Margrét Ólafsdóttir Ingi Kristinn Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, lést mánudaginn 6. ágúst. Útförin hefur farið fram. Skarphéðinn Guðmundsson Guðmundur Skarphéðinsson Sólveig Sævarsdóttir Baldvin Guðmundsson Rakel Kristjánsdóttir Bjarki Guðmundsson Elín Dröfn Þorvaldsdóttir Stella Baldvinsdóttir Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS INGÓLFSSONAR. Hólmfríður Kofoed-Hansen Ingólfur Þorsteinsson Þorbjörg Kristinsdóttir Hanna Valdís Þorsteinsdóttir Sheer El-Showk Hallveig Fróðadóttir Ragna Fróðadóttir Björn Fróðason Lovísa V. Bryngeirsdóttir Hólmfríður Fróðadóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.