Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 41
DÆGRADVÖL 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Danskur lakkrís með súkkulaði og lakkrískurli Hér erum við! Þú finnur okkur í frystinum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Farðu vel yfir öll smáatriði í vinnunni í dag. Gefðu þér góðan tíma til þess að velta málunum fyrir þér. Spáðu í það að róm- antíkin þarfnast bæði svigrúms og umönn- unar. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ósköp notalegt að finna athygli annarra beinast að sér. Þú ert komin/n á beinu brautina í peningamálum, þökk sé staðfestu þinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert staðráðin/n í að fá þínu framgengt í vinnunni í dag. Reyndu að forð- ast að vera of ýtin/n, það kann ekki góðri lukku að stýra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það sem þú skilur ekki, verður út- skýrt – seinna. Hlustaðu á innri röddina í vandamáli sem þú glímir við. Svarið kemur ef þú hættir að reyna að kreista það fram. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu ekki stíf/ur og leyfðu vinum þín- um að koma þér til aðstoðar. Einhver sýnir sitt rétta andlit og þá er þitt að ákveða hvað þú gerir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Tjáðu ástvini þínum hug þinn og hik- aðu ekki við að taka áhættu í ástamálunum. Ekki segja já og amen við öllu sem makanum dettur í hug. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú vilt skipuleggja alla hluti, sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigj- anleg/ur þegar það á við. Það eru blikur á lofti innan stórfjölskyldunnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er komið að því að þið reynið eitthvað sem þið hafið aldrei upplifað áður. Einhver gamall vinur skýtur upp kollinum og þú gætir ekki verið glaðari. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert sátt/ur við sjálfa/n þig og við þá stefnu sem líf þitt hefur tekið. Mundu að flas er ekki til fagnaðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú veitir einhverjum óskipta at- hygli þína, sem reynist besta gjöfin sem þú gast gefið. Hvernig væri að skrá sig í ein- hvern klúbb eða félag? 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Allt mun taka lengri tíma í dag en þú gerðir ráð fyrir. Öllum getur skjátlast, þér líka. Þú ert ekki af baki dottin/n í leitinni að hinni sönnu ást. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að taka öll þín mál til endur- skoðunar. Ferðalög eru framundan fram að áramótum. Vísaðu kjaftasögum til föðurhús- anna. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Ber það heiti bær í Ljósuvík. Á borðinu, sem útı́á gólfi stendur. Bara eintómt bull er saga slík. Bersýnilega er sá talsvert kenndur. Helgi Seljan á þessa lausn: Bær mun undir Fótarfæti hér, ég fætur undir borði vísast tel. Og enginn fyrir sögu fótur er, í fótinn hefur þessi náð sér vel. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Fótur hét bær, – nú í bögum. Við borðfót lá hringaskorðin. Var fótur fyrir þeim sögum hjá fótvaltri gæfi sig storðin? Ég hitti karlinn á Laugaveginum og lagði fyrir hann gátuna. Hann velti höfðinu á ská aftur á bak, horfði upp í Hallgrímskirkjuturn- inn og tuldraði: Sólin skín á minn skalla. Skýjakleggi til fjalla svo að rignt hann gæti. Undir Fótarfæti mér fyndist björgulegt, – varla. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Í Ljósuvík má finna bæinn Fót. Á fæti útı́á gólfi borðið stendur. Ei slíkri sögu er fótur fyrir hót. Fótur er í þeim, sem gerist kenndur Þá er limra: Frá á fæti er Tóta og fljót að eltáuppi þrjóta, sem þegar í stað þjóta með hrað, þegar hún tekur til fóta. Hér kemur svo ný gáta eftir Guð- mund: Úti rignir endalaust, ákaft skýin gráta, bráðum komið hrollkalt haust, en hér er lítil gáta: Frá henni berst ómur ör. Orðið haft um vembda kú. Í henni er mikill mör. Á miðjum katli jafnan sú. Gömul vísa í lokin: Þegar einhver óhöpp sár aðra veistu græta, þá er betra að þerra tár en þínum við að bæta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Oft gjalda fætur óminnis Í klípu ÓSKHYGGJA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG MYNDI SEGJA AÐ ÞAÐ VÆRI GALLBLAÐRAN EN EF ÞÚ VILT ANNAÐ ÁLIT SEGI ÉG AÐ ÞAÐ SÉU NÝRUN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að þú munt aldrei víkja frá mér. LETI ER SMITANDI EKKI SATT, JIM? JIM? … HVAÐ ER HANN AÐ GERA HÉRNA? SVEFNLEYSI! ÉG VIL FÁ GÖMLU GILDIN AFTUR. Víkverji naut sumarfrísins og ferð-aðist um landið. Búið var að ákveða að þetta yrði sumarið þar sem ekki yrði haldið til útlanda því það væri svo agalegt að missa af þessu dásamlega íslenska sumri sem er svo stutt. Það má deila um hversu heppileg þessi ákvörðun var í ljósi þess hvernig veðrið þróaðist hér. Grámi og tíu gráður er ekki það veð- ur sem maður tengir mest við sum- ar. x x x Það er búið að vera ansi þreytandiað fylgjast með Norður- landabúum á Instagram að lifa lífs- stíl sem venjulega er takmarkaður við fólk sem býr á suðlægari slóðum. Dökka hliðin á þessu er hinsvegar hvaða áhrif öll þessi sól hefur haft á ræktun í þessum löndum. Grasið er sviðið og norskir bændur þurfa að kaupa hey af íslenskum bændum fyrir skepnur sínar. Það er samt ekki það sem er Kaupmannahafn- arbúum efst í huga þar sem þeir ganga um borgina sína léttklæddir í sandölum að skála í rósavíni og dönskum bjór. x x x Það rættist hinsvegar ágætlega úrsumrinu; Víkverji fór norður í land þar sem veðrið var betra og eyddi síðan tíma í Borgarfirðinum í góðu veðri og fékk ágætan D- vítamínskammt í heita pottinum í bústaðnum því sólardagarnir voru nokkrir. Maður tekur allt sem býðst. x x x Þar kom samt óboðinn gestur semsetti strik í reikninginn. Hingað til hefur eitt það besta við íslenskt sumar verið að hér séu engar mosk- ítóflugur og að maður þurfi því ekki að óttast bit á síðkvöldum. Nú er það breytt með útbreiðslu lúsmýsins. Það hefur greinilega komið sér vel fyrir í Borgarfirðinum og sum- arhúsagestir fengu þónokkur bit þó Víkverji hafi frétt af mun verri til- fellum. Það óþægilega er að maður verður ekkert var við þessar litlu flugur og Víkverji mun áreiðanlega hafa varann á í framtíðinni. Þessi bit eru hvimleið, mann kitlar í þau og þau eru lengi að hverfa. Burt með lúsmýið! vikverji@mbl.is Víkverji Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga. (Jóhannesarguðspjall 10.9) Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.