Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 45

Morgunblaðið - 18.08.2018, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég segi ekki að þetta sé mjög erfitt en þetta er tímafrekt, þolinmæðis- vinna,“ segir myndlistarmaðurinn Matthías Rúnar Sigurðsson þar sem hann sýnir blaðamanni nokkur verka sinna eftir að þau komu á bretti inn í Ásmundarsafn við Sig- tún í vikunni. Matthías Rúnar er myndhöggvari, í orðsins fyllstu merkingu, og heggur fígúratíf og ævintýraleg verk sín út í stein. Sýn- ing með samspili verka þeirra Ásmundar verður opnuð í safninu kl. 15 í dag, laugardag, undir yfirskriftinni Innrás III. Þetta er þriðja „innrásin“ í ár í myndheim Ásmundar, í sýningaröðinni List fyrir fólkið. Matthías, sem er þrítugur í ár, út- skrifaðist frá LHÍ fyrir fimm árum og hefur vakið eftirtekt fyrir högg- myndir sem hafa meðal annars verið sýndar í Safnasafninu, Ekkisens, Gallery Porti og í SÍM salnum. Verkin á sýningunni hefur hann höggvið í grágrýti, granít og gabbró, sannkallaðar kynjaverur sem bera sterk höfundareinkenni mynd- höggvarans. Matthías segir að verk Ásmundar í safninu séu í tímaröð og hyggjast þeir Sigurður Trausti Traustason sýningarstjóri læða hans verkum inn á þann hluta sýningarinnar þar sem eru verk sem Ásmundur vann á svipuðum aldri og Matthías. Góð tilfinning að höggva í stein Matthías segir að það séu um átta ár síðan hann byrjaði að höggva út í stein, sem er aðferð sem fæstir lista- menn sem vinna í þrívíð form takast á við í dag. „Ég fór að prófa mig áfram heima hjá mér með ýmis efni og langaði að gera eitthvað varan- legt, eins og málmskúlptúra, en það er erfitt. Ég fór þá að höggva í stein með einhverjum áhöldum sem ég fann. Ég prófaði mig áfram og kunni vel við þetta. Það er góð tilfinning að höggva í stein,“ segir hann. – Það er mjög líkamleg vinna. „Já, og það er sérstök tilfinning þegar steinn brotnar. Það er erfitt að lýsa henni, menn verða bara að prófa,“ segir hann og brosir. „Til að byrja með fann ég steina hér og þar og tók þá heim eða á vinnustofuna. En undanfarið hef ég keypt steina. Þessir hér,“ segir hann og bendir, „eru grágrýti en hinir tveir eru gabbró, sem finnst á Íslandi og er svolítið eins og granít. Gabbróið er töluvert harðara en grágrýtið… Þennan hér,“ segir hann og klapp- ar einum steininum, „gerði ég strax árið 2010, áður en ég fór í Listahá- skólann. Í skólanum prófaði ég mig áfram með önnur efni og teiknaði mikið, en hætti mikið til í steinhögg- inu á þeim tíma. Ég byrjaði aftur á því eftir námið, það kallaði á mig. Maður þarf helst að hafa aðstöðu úti, eins og ég hef núna. En ég byrj- aði á þessu uppi á háalofti hjá mömmu, í öllu steinrykinu. Ég mæli ekki með því. Svo hef ég bara prófað mig áfram og lært af reynslunni, þegar kemur að verkfærum og tækni.“ Alltaf eitthvað óvænt Matthías segist ekki geta vísað á neina sérstaka áhrifavalda, þótt hann hafi mikið skoðað verk ann- arra steinhöggvara í fortíð sem nú- tíð. En hvað með verk Ásmundar? „Í skoðaði þau vel meðan ég var í skólanum og var sérstaklega hrifinn af tréskúlptúrunum,“ svarar hann. „En ég er ekki viss um að þau hafi haft nein sérstök áhrif á mig. Svo hef ég fylgst með öðrum sem hafa verið að höggva í stein hér, eins og Páli á Húsafelli.“ – Heggurðu út eftir skissum? „Það er mismunandi. Stundum leyfi ég steinunum að ráða nokkuð för en það er annað með gabbróið, sem ég fæ tilsagað í kubbum, þá hef ég skissað upp og hef í höfðinu hvað ég ætla að gera. Þeir náttúrulegu eru allt öðruvísi og óreglulegir.“ – Þetta eru allt fígúratíf verk, mannverur… „…já, þau eru flest eins og blanda af manni og einhverju öðru. Þetta er eins og blanda af manni og ketti. Þessi þarna heitir „Kona og bíll“. Og þetta er bara köttur og er nokkuð óræður. Hann heitir reyndar „Kött- ur númer tvö“, ég hef gert fjóra ketti. Þeir eru skemmtilegt við- fangsefni,“ segir hann og brosir. „Þessi svarti þarna heitir „Kon- ungur heimsins“. Hann heldur á kúlu sem er eins og jörðin og höf- uðið á honum er nánast bara kóróna og andlitið falið í kuflinum. Eins og hér hef ég einhverja hugmynd um það í byrjun hvað ég ætla að gera og skissa hana upp frá mörgum sjónar- hornum – svo gerist alltaf eitthvað óvænt meðan ég hegg út; að hluta til eru verkin fyrir fram ákveðin en ég leyfi þeim líka að þróast.“ Hvert tekur einn til tíu mánuði – Verkin eru vissulega sam- tímaleg en um leið minna þau á verk eldri menningarheima, eins og Ast- eka og Maja, og þetta þarna minnir á sinn hátt á lingam í trú hindúa. „Það má sjá ýmislegt þannig út úr þeim en ég held að það felist í efn- inu. Steinninn hefur verið notaður svo lengi í verk, og ekki síst á fyrri tímum – ég vísa ekkert meðvitað til þess. Ég hef auðvitað skoðað skúlptúra frá fyrri öldum, eins og frá Astekum og Majum, en þeir teiknuðu aðallega utan á steinana, voru ekki að móta þá mikið.“ – Þetta hlýtur að vera mjög tíma- frek vinna. „Það fer eftir verkfærunum sem ég nota. Ég hef aðallega höggvið í grágrýtið með stálmeitlum og þá tekur hvert verk einn til tvo mánuði. Á gabbrósteinana nota ég önnur og sterkari verkfæri, slípirokka og slíkt, það er mun harðara efni. Svo hjó ég eitt verk í granít og það tók mig tíu mánuði! Það verður hér á sýningunni. Hvert og eitt verk er langtímaverkefni og eins og ég sagði er þetta talsverð þolinmæðisvinna,“ segir hann. „Það er sérstök tilfinning þegar steinn brotnar“  Matthías Rúnar Sigurðsson sýnir höggmyndir sínar í Ásmundarsafni Morgunblaðið/Einar Falur Þolinmæði „Ég segi ekki að þetta sé mjög erfitt en þetta er tímafrekt, þolinmæðisvinna,“ segir Matthías Rúnar Sigurðsson um verk sín. Hannfried Lucke, konsertorganisti og prófessor við Mozarteum- háskólann í Salzburg, leikur verk eftir Bach, Byrd, Liszt, Novák, Reger og Rakhmanínov á tón- leikum í Hallgrímskirkju á morg- un, sunnudag, kl. 17. „Hannfried Lucke kom fram á fyrstu tónleika- röð Alþjóðlega orgelsumarsins 1993 og hefur í framhaldinu átt farsælt samstarf við Hörð Áskels- son og Mótettukór Hallgríms- kirkju. Hannfried lék m.a. með kórnum á tónleikaferðalagi um Mið-Evrópu, á tónleikum í Hall- grímskirkju og í Skálholti. Þá hljóðritaði hann verk eftir Duruflé inn á geisladisk með kórnum,“ seg- ir í tilkynningu. Lucke stundaði nám við Mozarteum tónlist- arháskólann í Salzburg og hjá Lio- nel Rogg í Genf í Sviss. Árið 1997 var hann skipaður prófessor í org- elleik í Graz í Austurríki og frá 2000 hefur hann verið prófessor í orgelleik við Mozarteum tónlistar- háskólann í Salzburg. Hann er virtur kennari á meistaranám- skeiðum auk þess að vera dómari í alþjóðlegum keppnum í orgelleik. Lucke í Hallgrímskirkju á morgun Ljósmynd/Nancy Horowitz Virtur Hannfried Lucke organisti. Danski rithöf- undurinn, ljóð- skáldið og píanóleikarinn Benny Andersen lést á heimili sínu á fimmtu- dag, 88 ára að aldri. Andersen sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Den musiske ål, við góð- ar viðtökur 1960, en hann var elskaður og dáður í heimalandi sínu. Hann skrifaði vinsælar barnabækur um persónu sem á dönsku nefnist Snøvsen og vann plötuna Svantes viser (sem út kom 1972) í samstarfi við vin sinn tón- listarmanninn Povl Dissing, en þeir félagar áttu langt og farsælt samstarf. Andersen þótti hafa meistaralega góð tök á danskri tungu og nota hana á frumlegan hátt. Hann var mikill húmoristi og hikaði ekki við skjóta föstum skotum að samlöndum sínum þeg- ar honum þótti ástæða til. Benny Andersen látinn 88 ára að aldri Benny Andersen ICQC 2018-20 NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.