Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 6
hinni svonefndu Norðurvídd, en það er samstarfsvettvangur Rúss-
lands, Evrópusambandsins, Íslands og Noregs.3
Íslensk stjórnvöld hafa gefið í skyn að Ísland gegni jafnmikil-
vægu hlutverki og þau fimm strandríki sem gera kröfur um land-
grunnsréttindi í Norður-Íshafi: Kanada, Rússland, Bandaríkin,
Dan mörk (fyrir hönd Grænlands) og Noregur. Sú túlkun er þó ekki
viðtekin á alþjóðavettvangi, enda hefur Ísland verið flokkað með
Svíþjóð og Finnlandi sem eru aðeins að hluta til innan norður-
skautssvæðisins og eiga enga strandlengju að því. Frekar er litið svo
á að Ísland sé á landfræðimörkum: að hluta innan þess svæðis sem
telst til norðurskautsins, en ekki sem strandríki vegna þess að efna-
hagslögsagan nær ekki inn í Norður-Íshaf. Því eru strandríkin fimm
í forréttindastöðu, enda hafa þau gert — eða munu gera — kröfur til
landgrunnsréttinda sem ná út fyrir 200 mílna efnahagslögsöguna.
Þannig hefur norðurskautsríkjunum átta verið skipt í yfir- og
undirflokk, þótt þau eigi öll aðild að Norðurskautsráðinu. Efna-
hagslegir hagsmunir liggja þessari skiptingu til grundvallar, en
strandríkin gera tilkall til svæðis á norðurskautinu sem Bandaríska
landfræðistofnunin (U.S. Geological Survey) telur að hafi að geyma
13% af óunninni olíu og 30% af gasi í heiminum.4 Íslendingar njóta
reyndar landgrunnsréttinda á sameiginlega nýtingarsvæðinu milli
Íslands og Jan Mayen, þar sem Drekasvæðið er, samkvæmt sam-
komulagi við Norðmenn frá árinu 1981. Enn fremur telja íslensk
stjórnvöld sig hafa rétt til að nýta auðlindir á landgrunni Svalbarða
í samræmi við jafnræðisreglu Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920.
En að öðru leyti hafa þau ekki gert tilkall til landgrunnsréttinda og
auðlindanýtingar utan 200 mílnanna í norðri frekar en Finnar og
Svíar.
262 valur ingimundarson skírnir
merkur (fyrir hönd Grænlendinga og Færeyinga), Noregs, Finnlands og Svíþjóðar
— eiga nokkrar alþjóðastofnanir, ríki og frjáls félagasamtök áheyrnaraðild að
Norðurskautsráðinu. Frá því að ráðið var stofnað árið 1996 hefur markmið þess
verið að efla samstarf norðurskautsríkjanna, einkum á sviði umhverfisverndar og
sjálfbærni. Það hefur hins vegar ekki stjórnmála- eða hernaðarhlutverki að gegna.
3 Hlutverk Norðurvíddarinnar er að styrkja samstarf á sviði umhverfismála, heil-
brigðismála, kjarnorkuöryggis og velferðarmála á afmörkuðum svæðum, eins og
Norðvestur-Rússlandi, Kalíngrad, Eystrasalti, Barentshafi og norðurskautinu.
4 U.S. Geological Survey 2008; „USGS Arctic oil and gas report“ 2008; „New sur-
vey of Arctics mineral riches …“ 2009; Valur Ingimundarson 2010.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 262