Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 55
311um leikskáldið kamban
ábúnir viðskiptajöfrar sitja heima hjá húsfreyju þessari og horfa á
hindúa stúlkur dansa. Brátt er ljóst að þeir eru í raun að bíða eftir því
að frú Montford birtist. Hún hefur stefnt þeim saman með vilja og það
gremst þeim, héldu þeir ættu að njóta návistar hennar einir. Frúin er
hálffertug og mjög glæsileg og þeir eru einfaldlega að bítast um hana.
Umræðurnar eru fágaðar og í anda leiftrandi samræðulistar, eins og
Kamban hafði reynt að temja sér í Marmara í anda Oscars Wilde,
samanber þessi orð Vivienne Montford: „Já, í París vildi ég ljúka æsku
minni — en iðrast hennar í Róm.“57 Þar kemur sögu, að hún lætur þá
alla drekka sér til úr rósum, raðaðir í kringum hana, því eins og einn
gestanna kemst að orði: „Fögur kona á heimtingu á öllu, einnig skyn-
semi karlmannsins.“58 Af þessu lætur hún taka mynd, harðlæsir dyr-
unum, og herrunum er ljóst að þeir hafa verið tældir í gildru. Síðan
hefst mikil umræða og herrunum er í mun að þessar myndir birtist
ekki í sorpblöðum. En hvað vakir fyrir henni? Í nokkuð löngu máli
útlistar hún það fyrir gestunum sem allir eru betri borgarar, að hún
sé í rauninni að hefna sín á samfélaginu sem útskúfar henni, sem krefst
líkama hennar en neitar henni um ást og virðingu, semsé tvöfeldni
siðgæðisins.59 Eftir að hún hefur hleypt gíslum sínum út, heyrir hún
inn um gluggann mann sem predikar: „Þér sem eigrið hér um stór-
borgarstrætin, nemið staðar. Og sjá — guðs frjósömu jörð hafa
mennirnir breytt í öræfi, og á öræfunum hafa þeir breytt hjörtum
sínum í steina. Í fangelsi varpið þér bræðrum yðar, og íklæðið systur
yðar dýrkeyptri blygð un.“ Hún vill ekki heyra meira, en nemur þó
næstu orð predik arans, sem nefnist faðir Percy, og er „enginn venju-
legur gatnaprédikari“ eins og viðmælandi frú Montford lýsir honum.
Faðir Percy heldur áfram: „En ég segi yður. Snúið augum yðar frá
auðn inni miklu, að því eina sem yður má enn veitast — stjörnum
öræfanna. Æ hærra og í meiri ljóma — “60
Þessi fyrsti þáttur er skemmtilega vel upp byggður og gefur fyrir-
heit um forkunnargott leikrit. Því miður gengur það ekki eftir.
skírnir
57 Guðmundur Kamban 1969 VI: 113.
58 Sama rit: 117.
59 Ýmsir hafa bent á líkindi með leikriti Shaws, Mrs. Warrens’s Profession, þ.á.m.
Ellehauge (1933: 56–58).
60 Guðmundur Kamban 1969 VI: 129.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 311