Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 42
augsýnilega eiga að vita — ekki er nógu vel unnið úr afbrýðiskasti
ritstjórans sem leiðir til hins afdrifaríka morðs og ögrun Hannesar
blaðamanns til að koma af stað illindum vegna glímunnar ekki fylli-
lega sannfærandi. Eigi að síður er einhver ferskleiki í umhverf-
islýsingunni og hún er ný í íslenskum leikskáldskap. Hér er fléttað
saman mannlegum hvötum og pólitískum átökum, þó að reyndar sé
því ekki gerð nein viðhlítandi skil hvað sá pólitíski ágreiningur sé
annað en nakin valdabarátta. Karlmennirnir eru eins og oft hjá
Kamban fremur litlausir, en hins vegar er það ekki ein, heldur tvær
kvenlýsingar sem upp úr standa — Ingibjörg er nefnilega fínlega
unnin stúdía í kvenlegum viðbrögðum. Samtal þeirra Hrólfs í
síðasta þætti er býsna athyglisvert, en aftur á móti hafa sinnishvörf
Hrólfs og síðasta samtal hans og Heklu í leikslok hrapallega mis-
tekist hjá höfundi. Sem sagt gallað verk, en hins vegar efni sem
gaman væri að vinna úr undir öðrum formerkjum.
Leikritið Hadda Padda var fært yfir á filmu, sem kunnugt er,
sem og skáldsagan Meðan húsið svaf, hvort tveggja í leikstjórn höf-
undar sem þannig varð fyrsti íslenski kvikmyndaleikstjórinn og
hvort tveggja með fullum sóma. Lausleg könnun á því hvort algengt
hafi verið að bókmenntaverk, sem komu fram á sviði eða á prenti í
Danmörku um þessar mundir, lentu almennt á hvíta tjaldinu, bendir
til að svo virðist ekki vera.32 Nokkra furðu vekur að ekki skuli hafa
verið látið aftur reyna á sviðsheppni Höddu Pöddu, svo vel sem
henni var tekið í fyrstu.33 Sennilega eru það áðurnefnd ástaratriði
298 sveinn einarsson skírnir
32 Helstu undantekningar munu vera skáldsögur Karenar Michaëlis. Þeir Kamban,
Svend Methling og Gunnar R. Hansen mynduðu félag til að kvikmynda verkið
og nefndu Edda-film. Sjá bréf Kambans til Gunnars, Lbs. Guðmundur Kamban
H 15.5.
33 Hadda Padda var leikin í danska útvarpinu 24. nóvember 1931, daginn eftir að
Ørkenens Stjerner var frumflutt á sviði Konunglega leikhússins. Viðtökur voru
góðar og Berlingske Tidende sagði m.a. af þessu tilefni 25. nóvember 1931: „Mest
overraskende og næsten imponerende var sidste Akt, hvor man blot med Stem-
mene formaaede at skabe en næsten bristefærdig Spænding, da Hadda Padda skal
reddes fra Afgrunden. Man manglede Synet, men Stemmene formaaede at male
Billedet, saa man saa det“ (Mest kom á óvart og vakti næstum aðdáun síðasti þáttur,
þar sem mönnum tókst með röddinni einni að skapa næstum óbærilega spennu
þegar reynt er að bjarga Höddu Pöddu úr gljúfrunum. Sjón var ekki til staðar, en
röddunum tókst að mála myndina þannig að maður sá það sem þurfti að sjá). Clara
Pontoppidan var í hlutverki Höddu Pöddu eins og hún hafði verið í kvikmyndinni.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 298