Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 56
Næsti þáttur gerist heima hjá bróður Percy. Þangað kemur
Vivienne og slær í vitsmunalega brýnu milli þeirra. Í lok þess sam-
tals er Vi vienne ekki söm og hún var áður og eygir frelsun í trúnni.
Í þriðja þætti sem gerist heima hjá Vivienne, þar sem nú er stór -
um íburðarminna en fyrr, verðum við þess vísari að faðir Percy
hefur yfirgefið fylginauta sína í New York og haldið til heimaborgar
sinnar, Toronto. En þá birtist hann allt í einu hjá Vivienne sem
kveðst hafa beðið þess lengi að hann leiddi hana fyrstu sporin á
hennar nýju braut. Hún spyr hvort hann sé kominn til að byggja
aftur upp sitt fyrra starf í stórborginni, en faðir Percy svarar þá þvert
að hann sé kominn til þess eins að spyrja hana hvort hún vilji fara
með honum í langt ferðalag. Hann hefði heitið því þegar þau skildu
að þau sæjust aldrei framar. Það hefði reynst honum um megn. Eftir
langt samtal vísar hún honum burt. Í millitíðinni hefur það gerst að
einn herranna úr fyrsta þætti, málafærslumaður, hefur lent í fangelsi
fyrir fjársvik, en hann hefur undir höndum ljósmyndaplötuna ör-
lagaríku. Nú vill hann nota hana til að koma sér aftur á fley og biður
Vivenne að giftast sér. Ekkert er henni jafn fjarri.
Fjórði þáttur gerist nokkrum árum síðar. Percy hefur fleygt
hempunni, kastað sér út í nautnir — það er hans hreinsunareldur
— og síðan kvænst og gerst góðborgari. Vivienne hefur dregið fram
lífið við kröpp kjör og er nú taugalömuð á báðum fótum og bundin
við rúmið. Teddy, hennar gamli vinur, þjónar henni af trúmennsku
sem fyrr. Percy kemur og býður fram hjálp sína, en henni hafnar
Vivienne. Niðurstaða leiksins er óskýr, en lýtur væntanlega að trú-
mennsku og fórnfýsi í öllu látleysi, eitthvað svipað og Halldór Lax-
ness komst að orði, að sannleikurinn sé ekki í bókum, ekki einu
sinni í góðum bókum, heldur mönnum með gott hjartalag.61
Það fer ekki á milli mála að Öræfastjörnur eru verk gáfaðs höf-
undar, þó að úrvinnsla efnisins sé ekki að öllu leyti heppnuð, og því
verr sem á líður leikinn. Fyrsti þáttur er reyndar harla leikrænn, en
síðar ber meira á melódramatískum þáttum í samskiptum og um-
312 sveinn einarsson skírnir
61 Sbr. viðtal við Kamban í Politiken, 21. nóvember 1931. Reyndar gerði hann þrjár
atlögur að leikslokum, m.a. fyrir áeggjan frá leikhúsinu í Lübeck, en varð aldrei
ánægður. Sú gerð, þegar Percy gerist í lokin broddborgari, er augljóslega snjöll-
ust og ádeilan þá rökréttust, sjá Lbs. 3503 4to.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 312