Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 278
blæ ljóðsins. Vissulega eru til ljóð eftir expressjónista þar sem ekki er
samhengi milli einstakra setninga. En hitt virðist sjaldgæft hjá þeim,
sem er aftur á móti áberandi hjá fyrrnefndum surrealistum, og gætti
þegar hjá Mallarmé, að innan setningar er ekki samhengi, þar stríðir eitt
orð gegn öðru. (Örn Ólafsson 1992: 55–56)
Líkist þetta ekki mikið því sem Þorsteinn segir um surrealísk ljóð:
… þau einkenndust gjarna af samhengisleysi, tilviljanakenndu orðavali
og ofgnótt óræðra mynda. Enda var það í samræmi við útlistun
Bretons á fagurfræði stefnunnar, þá viðleitni að losa skáldskapinn
undan hömlum skynseminnar en virkja í staðinn hið ósjálfráða hugar -
starf og hendinguna. (Þorsteinn Þorsteinsson 2010: 169)
Ætla mætti að hann hefði manna fyrstur hugsað þetta og sagt. En í tíma-
ritinu Són kallaði hann mig
… sannan formalista [því að] hann lætur duga að leggja formlegan
kvarða á expressjónisma og súrrealisma, eftir því hvort ósamrýman-
leikinn og hin óræðu tengsl, sem í hans augum eru aðal módernisma,
koma fyrir milli málsgreina ellegar innan sömu setningar. (Þorsteinn
Þorsteinsson 2007: 123)
Mér finnst sjálfsagt að draga fram áberandi sérkenni bókmenntastefnu, til
lítils væri að fjalla um hana annars. En það merkir ekki að það sé
aðgangsmiði að annars lokaðri byggingu, eins og Þorsteinn les úr orðum
mínum (síðast tv. st.). Enda sagði ég í bók minni, Kóralforspil hafsins:
Önnur kunn skáld í hópi surrealista, t.d. Desnos og Prévert, ganga
ekki svo langt, og yfirleitt eru ljóð þeirra í samhengi frá upphafi til
enda, skopstælingar, og á annan hátt innlegg í baráttuna. (Örn Ólafs-
son 1992: 56)
Hefði nú ekki verið full ástæða til að takast á við niðurstöður bókar minnar
um þetta, samþykkja það sem hann væri sammála, en leiða rök gegn öðru?
Þannig fara flestir fræðimenn að.
Lýsing Þorsteins á umræddu kvæði Halldórs á margt sameiginlegt með
umfjöllun minni 1992, þótt ekki komi það fram í grein Þorsteins. Þannig
sagði ég m.a.:
Þetta má minna á hið fræga ljóð Mallarmé, „L’après-midi d’un faune“.
Þar vaknar skógarpúki á Sikiley [!] og minnist þess, að hann hafði átt
ástarfund með tveimur skógardísum — eða var það draumur? Efinn er
skírnir534 örn ólafsson
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 534