Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 33
289um leikskáldið kamban
Eftir að bók Ellehauge kom út og fram til stríðsloka gerðist
síðan umtalsverð breyting í danskri leikritunarsögu. Kjeld Abell sló
algjörlega nýjan tón í fyrstu leikritum sínum, og í Önnu Sophie
Hed vig eftir Abell og Han sidder ved smeltedigeln (Hann situr við
deigluna) eftir Kaj Munk er tekin einarðleg afstaða gegn grannanum
járnbrýnda sunnan við landamærin. Þá skrifaði Kamban sögulegar
skáldsögur og tvö síðustu leikrit hans urðu ekki jafn miðlæg í
umræðunni.
En nú er svo komið að íslensku höfundarnir þrír, Guðmundur
Kamban, Jóhann Sigurjónsson og Gunnar Gunnarsson hafa nánast
verið þurrkaðir út í danskri bókmennta- og leiklistarsögu.12 Ættum
við til samanburðar að hlaupa yfir sýningar Gerd Grieg á íslensku
leiksviði á stríðárunum af því að hún var norsk? Menn mega geta sér
þess til hver ástæðan er í dæmum þeirra Gunnars og Kambans, rétt-
mætar eða óréttmætar sem þær forsendur kunna að vera. Hvort sem
menn nú kunnu að skrifa bæði á dönsku og íslensku eða ekki, sem
vissulega hefur ekki verið öllum gefið, þá voru þessir menn allir
áhrifavaldar í dönsku menningarlífi, hver á sínu sviði; annað er
skírnir
bætir við: „Aside from the plays written by Icelanders in Danish, the role of the
Drama in the decade after the war was slight“ (256). Hann nefnir aðeins Borberg
og Clausen, en segir Kaj Munk gefa fyrirheit (Orðið var reyndar samið á þeim ára-
tug, fyrir 1930). Í annarri danskri bókmenntasögu á ensku segir Sven H. Rossel
(1992:351): „ Since the mid-nineteenth century Danish drama had been waning“
og kennir natúralismanum um. Á 20. öld nefnir hann til sögunnar Svend Bor-
berg og Sven Clausen, sem báðir hafi verið sniðgengnir af leikhússtjórnum, og
bætir síðan við: „Among the younger contemporary playwright the Icelander
Guðmundur Kamban (1888–1945) enjoyed huge popularity with his well-craf-
ted domestic plays, focusing on ethical and marital problems, but lacking Ibsen’s
genius at character delineation or Strindbergs’s passion.“ Síðan fjallar hann í
löngu máli um Soya, Kjeld Abell og Kaj Munk, auk þeirra Clausens og Borbergs
í kaflanum „From psychological drama to political manifestation“. Eftirtektar-
vert að Kamban er veittur meiri áhugi hjá þeim sem skrifa sin yfirlitsverk utan
Danmerkur heldur en hjá þeim sem voru heima á andatjörninni.
12 Með þeim fáu undantekningum sem hér hafa verið nefndar er hvergi í dönskum
bókmenntasögum að finna þá íslensku höfunda sem rituðu á dönsku, sbr. t.d.
Dansk litteratur historie (Brostrøm og Kistrup 1972), Litteraturhistorier (Lundbo
Levy, Mortensen og Nielsen 1994/1996) og bókmenntasögu Gyldendals (Gun-
hild Agger o.fl. 1984/2006). I Gads danske forfatterleksikon (Mortensen og
Schou, 1999/2003) er enginn Íslendingur nefndur á nafn; ekki heldur í Dansk
litterær opslagsbog (Zerlang 1985).
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 289