Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 77
333um leikskáldið kamban
Leikurinn ber ýmis höfundareinkenni Kambans, hér eru andríkar
samræður um siðferðilegan vanda, ádeila á spillingu og frændsem-
isráðningar og hentistefnu og unnið er fagmannlega úr fléttunni, þó
að segja megi að síðasti þáttur sé eins konar eftirspil. Aðalsöguper-
sónan, Westerling, er enn ein stórlát Kambanshetjan sem býður ör-
lögunum byrginn og vill ekki lúta að því sem ekki samræmist
sið gæðisvitund hans, vill ekki þiggja frama nema fyrir eigin verð leika
og á sér konu sem fylgir honum með trúfesti. Kannski er Kamban
hér að draga samlíkingu við líf þeirra hjóna, hans og Agnete. En
jafnframt vottar hér fyrir umbunarkenningu, sá sem ekki lýtur að
lágu, mun umbun hljóta síðar, ef ekki þessa, þá annars heims. Þetta
er ný hugsun hjá Kamban, vegna þess að yfirleitt lifa persónur hans
fyrst og fremst fyrir líðandi stund og láta sig jarðarinnar vanda varða
og ekki eilífðarmálin. Sótti að skáldinu feigð?
Í grein í Skírni lætur getur Helga Kress sér þess til að leikurinn
sé ekki eftir Kamban, jafnvel þýðing á erlendum leik.104 Það er ekki
sennilegt, enda vill svo til að náinn vinur Kambans, Kristján Al-
bertsson, lét svo um mælt við greinarhöfund að þegar Kamban kom
til meginlandsins um 1935 hafi hann sagt sér frá leikriti sem hann hafi
haft í smíðum, þar sem utanríkisþjónustan komi mjög við sögu.
Þetta leikrit hafi hann hins vegar lagt til hliðar og ekki ætlað til
sýninga að svo komnu máli. Augljóst er að hér er um sama leikrit að
ræða, ekki aðeins vegna efnisvalsins heldur til dæmis vegna orða -
skipta á frönsku í upphafi fimmta þáttar sem Kristján sagði Kamban
hafa haft yfir sér. Jafn einsýnt er að skáldið hefur unnið að þessu
verki sínu síðar og trúlega breytt því eitthvað; orðaskipti nálægt
lokum leiksins um nýja blóðuga styrjöld benda til ársins 1940.
Kamban lætur síðasta þáttinn gerast að lokinni síðari heimsstyrj-
öldinni, og þar sér hann í eins konar forspá hvernig þjóðirnar fara að
vígbúast á ný. Það kom reyndar á daginn, en þá var Kamban allur.
Þetta leikrit er ekki stórvirki á borð við Marmara og Oss morð -
ingja. Réttlætiskenndin og þörfin fyrir vammleysi í lífsins ólgusjó er
þarna enn, en eldmóðurinn og æskuþrótturinn er horfinn. Skáldið
er kalið á hjarta.
skírnir
104 Helga Kress 1970b: 177–178.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 333