Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 90
álfakonan, sem hjálpar bóndakonunni, verður að Áslaugu.“11 Í for-
málanum að leikritinu 1872 er lýsing höfundar á því hvert hann
sækir hugmyndir sínar í leikinn mun almennari. Þar segir Indriði:
„Lind sú, sem þetta rit er ausið úr, eru »Íslenskar þjóðsögur«. Hið
ósýnilega líf um jólin og nýárið, sem þar er útmálað, á að koma þar
fram.“12
Indriði skrifar því Nýársnóttina innblásinn af Eneasarkviðu og
ósýnilegu lífi álfa og huldufólks um jól og áramót sem segir frá í ís-
lenskum þjóðsögum. Ekki er hann heldur laus við áhrif frá Shake-
speare að ógleymdum Útilegumönnum Matthíasar.13 Áhrif frá
Shakespeare eru auðsýnilegri í síðari gerð leikritsins, enda er höf-
undur þá orðinn handgengnari því leikskáldi en hann var um páska-
leytið tæpum fjörutíu árum fyrr; hefur séð Henry Irving leika Ríkarð
þriðja í Edinborg og notið fjölda annarra Shakespeare sýninga bæði þar
í borg og í Kaupmannahöfn.14 Rödd Shakespeares má víða greina í
leikriti Indriða frá 1907. Tilsvar Jóns Guðmundssonar, „[á] voru landi
er ekki allt með felldu“,15 tengir ástandið hjá íslenskri álfa- og
346 trausti ólafsson skírnir
11 Indriði Einarsson 1936: 92.
12 Indriði Einarsson 1872: v.
13 Oft hefur áður verið vitnað til frásagnar Indriða af því þegar hann sá leiksýningu
í fyrsta sinn enda er lýsing hans á því atviki einkar heillandi. Útilegumennirnir
„voru fyrsta leikritið, sem jeg hef sjeð leikið,“ segir Indriði. Hann hefur nú kynnst
því sem honum þykir mest í heimi og er ekki samur maður eftir. „Töfrarnir við
það eru skyldleiki þess við sálina, sem það hefur mætt, heimsótt og tekið sjer
bústað í“ (Indriði Einarsson 1936: 77).
14 Indriði Einarsson 1936: 220–225. Þegar Indriði sér Henry Irving í hlutverki Rík-
arðs finnst honum það vera „sá mesti leikur, sem jeg hef nokkurn tíma sjeð. —
Jeg fór úr leikhúsinu og hafði ennþá einu sinni sjeð þetta, sem mjer finst vera það
mesta í heimi, eða lýsingu þeirra Shakespeare’s og Irvings á sálarlífi Ricards III“
(1936: 225). Indriði fékkst einnig við að þýða leikrit Shakespeares á íslensku
(Sveinn Einarsson 1996: 160) en það mun einkum hafa verið eftir að hann end-
ursamdi Nýársnóttina. Þrettándakvöld í þýðingu hans var á verkefnaskrá Leik-
félags Reykjavíkur leikárið 1925–1926 og Vetrarævintýri árið eftir (Sigurður
Karlsson 1997: 500–501). Í sviðsetningu sinni á Sumarævintýri, sem frumsýnd
var í Borgarleikhúsinu 10. apríl 2003, notaði Benedikt Erlingsson þýðingu
Indriða á Vetrarævintýri (Halldóra Friðjónsdóttir 2003).
15 Indriði Einarsson 1907: 136. Sveinn Einarsson (1996: 247) telur Svart þræl minna
á Kalíban í Ofviðrinu og spáin um dauða Álfakóngs af völdum vættar hálf-
skapaðrar „milli manns og dýrs“ álítur hann að minni á „spádóminn fræga í Mac-
beth.“
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 346