Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 62
hinn hefðbundna sviðsramma „à l’italienne“ út í hafsauga og setja
verkið í tætara eins og nú er í tísku, til dæmis í þýsku leikhúsi.
Hjónabandserjur
Fylgdu ófrávíkjanlega þeirri gullvægu reglu
sem þú sjálfur hefur sannað: að byrja á endinum.
Guðmundur Kamban, úr minnisbók.
Vér morðingjar er að margra viti best samda leikrit Guðmundar
Kamban og eitt best skrifaða leikrit sem Íslendingur hefur samið; er
sá sem hér heldur á penna meðal annarra þeirrar skoðunar.69
Leikurinn var frumfluttur á Dagmarleikhúsinu i Kaupmanna-
höfn í leikstjórn höfundar 2. mars 1920. Sýningin hlaut almennt af-
bragðs dóma og var kannski hvað mestur sigur Kambans á leik -
sviðinu.70 Aðalhlutverkin léku tveir fremstu leikarar sinnar kyn -
slóðar í Danmörku, Clara Pontoppidan og Thorkild Roose; einkum
var honum hrósað fyrir sína frammistöðu, enda virðist samúð
áhorfenda fyrst og fremst hafa beinst að hlutverki Ernests. Leik-
konan hafði hina mestu andstyggð á sínu kvendýri.71 Það var í kjöl-
farið sýnt í Árósum, Ósló (30 sýningar með Johanne Dybwad í
hlutverki Normu), í Reykjavík og á Akureyri, og gegnir nokkurri
furðu að það skyldi ekki fara víðar í þessari fyrstu lotu.72 En aðal-
318 sveinn einarsson skírnir
69 Sjá t.d. Árna Ibsen 2006: 189, og Svein Einarsson 1996: 267–269.
70 Sjá t.d. Julius Clausen í Berlingske Tidende, 4. mars 1920, sem segir kvöldið hafa
verið jafnt heiður skáldi sem stefnir hátt og leikhúsi sem ætlar sér mikið hlut-
verk, svo og P.V.V. Hansen, Teatret, mars II, 1920: 112–114, sem einnig bar mikið
lof á leikinn. Sjá einnig Louis Levy í Tilskueren (1929: 293) sem hrósar verkinu
mjög, en segir leikinn evrópskan í hugsun þótt hann sé látinn gerast í New York.
Sven Lange, gagnrýnandi Politiken (3. mars 1920) fann að ýmsu en kvað síðasta
þáttinn hafa fossað fram með þeirri gjósandi ákefð sem einkennir Íslendinga. Til
orða hnippinga virðist hafa komið milli Kambans og Langes sem þótti heiti verks-
ins óheppilega valið og sakaði höfundurinn leikrýninn um að hafa misskilið
verkið; samúð sín hvildi á Ernest og því væri heitið rökrétt, sjá Politiken, 3. mars
1920 og 14. mars 1920, sem og uppkast að bréfi Kambans til blaðsins, Det kgl.
biblio tek. Palsbo A b.
71 Sjá Svein Einarsson 2008: 340–341.
72 Í umsögn Louis Levy um Árósasýninguna 1921 segir að sennilega henti leikurinn
ekki jóskri skaphöfn, þannig að leikurinn hafi virkað framandi og eins og verkið
kæmi manni ekki við (Tilskueren, 1921(vor): 343). Í gögnum Kambans á Lands-
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 318