Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 61
317um leikskáldið kamban
Bertel Budtz Müller voru að gera á þessum árum með expressjón-
ismann sem hvata, skyldi ekki takast betur.
Í ljósi þessa verður að segjast að móttökur þær sem leikurinn
fékk á Íslandi verða að teljast öllum vonum framar og í rauninni
mjög jákvæðar þegar á heildina er litið.67 Viðtökur í Kaupmanna-
höfn haustið 1929 voru öllu kuldalegri, áhorfendur fáir uns Betty
Nansen sem tekið hafði leikinn upp á sína arma brá á það ráð að láta
leika ókeypis. En það var bara einu sinni. Leikrýnar voru ómildir.
Jákvæðastur í garð Kambans að vanda var Svend Borberg, en aðrir
mun neikvæðari.68 Móttökurnar ollu skáldinu miklum vonbrigðum
svo sem við var að búast. Sannleikurinn var sá að þessi áratugur,
eftir frumsýninguna á Oss morðingjum, hafði verið Kamban erfiður.
Þó að ýmsir mæltu Arabatjöldunum bót og sýningafjöldinn yrði
alveg viðunandi, voru viðbrögðin þó blendin og sjálfur var Kamban
ekki ánægður, gerði sér ljóst að hann hafði fyrir hvatningu flýtt sér
um of. Næstu tvo áratugi var hann í rauninni alltaf að reyna að gera
bragarbót á því verki. En Marmari var enn ósýndur, Öræfastjörnur
einnegin og síðan kom þetta reiðarslag. Dyr leikhúsanna voru lokuð
og ef glufa myndaðist voru gagnrýnendur eins og hrægammar,
sumir hverjir að minnsta kosti. Paranoja Kambans var ekki með öllu
ástæðulaus. Skáldið sneri sér að skáldsagnagerð.
Allt leikhúsumhverfið í Danmörku var á þessum árum mjög aft-
urhaldssamt og lítt nýjungagjarnt. Þær fáu tilraunir sem gerðar voru
í anda þess sem var að gerast á þessum árum í Rússlandi, Þýskalandi
og Frakklandi, féllu í fremur grýttan jarðveg. Og þó að Sendi herr-
ann verði víst ekki flokkaður undir nýsköpun hvað form og fram-
setningu snertir, þá er þó sú ádeila sem þar er beint gegn efnishyggju
jarðarbúa það sjálfstæð og að sínu leyti frumleg, að ósanngjarnt er
að vísa verkinu alfarið frá. Kannski má með nútímalegri nálgun gera
forvitnilega og ágenga sýningu úr þessu verki. En þá þarf að senda
skírnir
67 Sjá Svein Einarsson 2008: 333–335 og 346.
68 Svend Borberg í Politiken, 21. september 1929; sjá einnig Morgenbladet 21. og 30.
september 1929. Bergmál af viðtökunum og aukasýningunni, sem þótti nokkuð
einsdæmi í danskri leiklistarsögu, er í Morgunblaðinu, 29. október og 2. nóvem-
ber 1929, svo og í Ísafold, 30. október 1929. Hinn 23. nóvember var einnig sér-
stök grein af þessu tilefni í Politiken. Sjá einnig Kvam o.fl. 1992: 155.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 317